Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 20
kláAN konur gegn klámi Það hefur lítið borið á andófi gegn klámi að undanförnu Einu sinni pöi Það hefur lítið borið á andoTT gegn klámi að undanförnu en fyrir tíu árum eða svo létu Konur gegn klámi talsvert til sín taka. Meðal þeirra var Ingibjörg Hafstað og VERA bað hana að rifja upp tildrög þess að þessi kvennahópur ákvað að láta til skarar skríða. Niðurlægjandi sýningar: „Það er liðinn langur tími þannig að það hefur lagst þoka yfir minn- inguna," segir Ingibjörg. „Ég man eftir umræðu niðri á Vík þegar kon- ur komu eftir að hafa verið á hjólbarðaverkstæðum og bílaviðgerða- verkstæðum, yfirkomnar af niðurlægingu. Myndir af fáklæddum eða berum konum í ýmsum stellingum voru til sýnis á áberandi stöðum. Þetta stuöaði konur mjög mikið. Við tókum klám fýrir I Laugardags- kaffi fyrir troðfullu húsi á Víkinni. Llklega hefur það líka haft áhrif að kvennahreyfingin í Noregi tók þátt í baráttunni gegn klámi og þær voru skemmtilega herskáar. Til að byrja með held ég að kveikjan hafi kannski fýrst og fremst verið sú að okkur fannst við niðurlægðar með þessum sýningum á kvenlíkamanum. Svo fórum við að kynna okkur klámið sem hér fékkst og greina það og þá fórum við smám saman að gera okkur grein fýrir því hve hættulegt þetta efni getur verið. Þaö má segja að klám virki svolítið eins og eiturlyf. Alls konar tabú í sambandi við kyn- líf og nekt hafa verið að hrynja á undanförnum áratugum. Það gerð- ist hratt, líklega allt of hratt, gömul gildi hrundu og ekkert kom T stað- inn. Gildin hrundu á tímum þegar kvenfýrirlitning hefur verið að víkja fyrir kvenhræðslu og kvenhatri. Konur eru farnar að ógna afskaplega mörgum karlmönnum, vegna þess að þeir hafa ekki haft fýrir því að gera sjálfa sig, sín hlutverk og gildi upp á sama hátt og konur. Þeir sitja því margir hverjir eftir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Klámið er einskonar réttlæting þess að draga fram alls kyns sora úr myrkum sálarkrókum, þessar myrku hvatir sem hingað til hafa verið bældar heimta smám saman meira, eitthvað sem ögrar og ofbýður manni sjálfum. Sjálf held ég að klám hafi sjaldan eitthvað með erótík og kyn- líf aö gera heldur réttlætir það ofbeldishneigð, vald og mannfyrirlitn- ingu og þá á ég við hatur sem er líklega fyrst og fremst sjálfshatur. Við rákumst alltof oft á mikið ofbeldi gegn konum, dýraklám og barnaklám. Þær konur sem tóku þátt T Konum gegn klámi vildu ekki ala syni sína upp T slíku andrúmslofti og réðust þvt til atlögu. Kvennahóparnir gegn klámi sem mynduðust hjá Kvennaframboð- inu í Reykjavík voru ekki formlegir hópar. Konurnar komu þegar þær gátu og lögðu sitt af mörkum." Aðgerðir Kvenna gegn klámi: „Við byrjuðum á þvT að fara í bókabúðir og skoða klámrekkana. Við töluðum við sölufólkið um klám og spuröum hvaö þeim fýndist um að selja slíka vöru. Við létum kalla á sölustjóra eða framkvæmdastjóra og höfðum þá gjarnan dreift opnum blöðum um alla búð og rætt við aðra viðskiptavini um efnið. Síðan létum við stjórana fá afrit af lögun- um þar sem stendur skírum stöfum að klám sé bannað. Við hvöttum viöskiptavinina til aö versla í verslunum sem voru „hreinar", eins og mig minnir að við höfum kallað það og við fjölluð- um um hreinar verslanir í blöðunum. Einn minnisstæður sigur var þegar Mál og Menning lýsti því yfir að þeir væru hættir að selja klám. Það sem ég held að hafi gert útslagið var mynd, sem birtist T Veru og Þjóðvilj- anum, af þriggja ára snáða aö teygja sig upp I klámrekkana í Máli og menningu. Auk þess kærðum við nokkur blöð til ríkis- saksóknara, en hann virti okkur ekki svars. Einu sinni pöntuðum við „fullorðinsvídeó" í auglýsingadálkum DV og myndirnar sem við fengum voru sacjjstískar svo ekki sé meira sagt. Við leigðum sal á hótel Sögu og buðum alþingismönnum, lögreglunni, dómurum og blaðamönnum á sýningu. Þessi uppákoma vakti mikla athygli og ég man að sumir af okkar virðulegu gestum voru fölir og full- ir viðbjóös þegar þeir gengu út. Verðir laganna tjáðu okkur svo að sýn- ingin væri ólöglegt athæfi og að við gætum fengið á okkur opinbera kæru fyrir að sýna klám opinberlega. Annað held ég ekki að verðir lag- anna hafi aðhafst. DV hætti að leyfa auglýsingar á fullorðinsvídeói í einhvern tíma en þær voru komnar aftur eftir eitt eða tvö ár.“ Viðbrögðin: „Viðbrögð kvenna voru yfirleitt jákvæð. Klám er innrás I einkalTf kvenna almennt og flestar konur virtust vera á móti því. Ég veit hins vegar ekki hvort sú sé raunin 1 dag, á okkar póstmódernTsku tímum, þegar allt er vegið og metið út frá einstaklingnum og mismunandi sjónarhornum og ekkert er lengur til sem heitir rétt eða rangt! Margar konur voru hins vegar fálátar í okkar garð, mér fannst þær oft vera feimnar við okkur - eins og þeim fyndist pTnlegt að sjá og heyra aðrar konur ræða opinskátt um þettafeimnismál. Okkurfannst þetta oft áberandi og til marks um uppgjöf kvenna fýrir þessum átroðningi karlaþjóðfélagsins. Margir karlar voru hins vegar ósparir á skoðanir sínar I okkar garð. Þeim fannst við hallærislegar penpíur sem ekkert vissum um alvöru líf. Oft var það dregið fram að við hefðum enga tilfinningu fyrir því frelsi sem er nauðsynlegt mannsandanum svo að hann megi dafna og þroskast. Við vorum eitthvað að tala um frelsi með ábyrgð en það þótti ekki merki- legt frelsi. Ég man að ég fór I útvarpsviðtal þar sem við Sjón ræddum þetta í mikilli alvöru og hið unga upprennandi skáld átti ekki orð yfir hvað ég var púkaleg og mikill fasisti að vilja hefta einstaklingsfrelsið. Ég fékk sendar nokkrar moröhótanir, nafnlausar að sjálfsögðu, með miður fallegu orðbragði, einhverskonar greiningar á hversu kyn- ferðislega bæld ég væri og tilboð sendandans um að bjarga málun- um á sinn karlmannlega hátt - svona: „það sem þú þarft er..." skila- boð Ég fékk einnig nokkrar klámspólur sendar mér til upplyftingar. Allt þetta fórtil rannsóknarlögreglunnar." Harðari klámmarkaður: „Ég verð að viðurkenna að það er orðið langt síðan ég hef skoðað klámmarkaðinn hér, en mér sýnist á öllu að hann hafi harðnað. Það sem nú er sýnt opinberlega af kynlífssenum, nauðgunum og ofbeldi, án þess að nokkur mótmæli, hefði aldrei komist nálægt útsending- um á þessum tímum. Mér skilst að dýra- og barnaklám sé orðið miklu meira áberandi nú, ofbeldisverk gagnvart börnum hér á landi sem og annars staðar bera þess einnig vitni. Niðurstöður margra rannsókna á fylgni kláms og ofbeldisverka sýna að ekki er nokkur vafi á þvT að klámið opnar leiöir og réttlætir allskyns perrahvatir sem fólk bældi og vissi jafnvel ekki af í hugarfýlgsnum sínum." Baráttuaðferðir: „Það er nú komið fram sem við óttuðumst og spáðum. Börn eru drep- in, þeim er misþyrmt og nauðgað nánast opinberlega T þágu frelsis mannsandans. Mér er tjáð að barnaklám sé ekki lélegri bissniss í dag en eiturlyf. Það er Ijóst að aðferðirnar okkar, nokkurra kvenna með siðferðiskennd sína eina að vopni, duga að minnsta kosti ekki, hér þarf miklu miklu meira til. Menning sem vílar ekki fyrir sér að tor- tíma næstu kynslóð I nafni „frelsis", á sér ekki viðreisnarvon í mín- um huga. Ég hef heyrt að einhver fýlki T Bandarikjunum vani menn sem stunda og framleiða barnaklám, kannski dugar ekkert minna."

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.