Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 47

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 47
Sigmundur Ernir Rúnarsson konui' eni frá Það mun vera í tísku um þessar mundir að aðskilja kynin. Þess sér stað í hverju tímaritinu af öðru þar sem konur eru sagðar öðruvísi en karlar og þeir síðarnefndu sér á báti. Og heilu og hálfu bókaflokkarn- ir eru einnig gefnir út um þetta efni. Þar komast stöku höfundar aö því að konur eru frá allt annarri plánetu en karlar. Þessi aöskilnaðarstefna virðist eiga sér nokkra aðdáendur hér á landi. Fólk rifur í sig lesefni af þessu tagi og telst vart viðræðuhæft á mannamótum hafi það ekki komist til þotns í fræðunum a tarna. Þar við bætast námskeið og fyrirlestrar þar sem fólki gefst kostur á, gegn vægu gjaldi, að kynnast kyni sínu upp á nýtt og uppgötva ólík- indin. í þessu efni hafa menn hent á lofti eitt orð sem gengur einsog rauður þráður í gegnum umræðuna og fræðin. Upplag. Það er orðið. Karlar eru að upplagi karlar. Konur eru að upplagi konur. Þetta eru fræði í lagi og eru sjálfsagt til vitnis um það að svo lengi lærir sem lifir. Og niðurstaða fræðanna er engum einasta vafa undirorpin. Eftir því sem mér skilst gera þessi fræði ráð fyrir því að konur og karlar eigi harla lítið sameiginlegt, ef þá nokkuð. Konur hagi sér einsog konur. Karlar tali einsog karlar. Og jafnvel er líka gert ráð fyr- ir því að konur hugsi einsog konur á meðan kariar hreyfi sig einsog karlar. Þarna ná nýju fræðin ákveðnu risi og af þeim stafar Ijóma. Ég hef 1 sjálfu sér ekki velt mér mikið upp úr þessum fræðum, en tel mig sæmilega liðtækan í þeim. Ég þý þar reyndar að þrjátíu og fimm ára reynslu karlmanns, sem hefur kynnst konum og í all nokkrum tilvikum afar náið. Það hefur gefið ágætlega af sér, eða sem nemur fimm börnum á ellefu árum. Þar fyrir utan á ég móður og systur, jafnvel ömmu. Kynni mín af þessum konum hafa leitt mig að allt annarri niður- stöðu en aðskilnaðarsinnar eru hugfangnir af. í mínum huga eru kon- ur hver annarri ólTkari. Mér finnst fátt, ef nokkuð, sameina konur. í eina tíð gengu þær að vísu flestar í kjólum með hárið sett í hnút, en það eru gamlirdagar. Núna eru þær allt eins íjakkafötum með bindi. Jafnvel naktar konur eru hver annarri ólíkari. Sumar eru vöðva- stæltari en karlar. Sumar hafa minni brjóst en þeir. Enn aðrar konur hafa meiri bumbu en karlar og þarf ekki þungun til. Og seinni tíma kynskipti hafa gert það að verkum að núna eru sumar konur með tippi. Það er ekki lengur á vTsan að róa. Og tala þar stöku karlar af skrítinni reynslu. Útlit kvenna hefur vissulega breyst T seinni tíð og gert körlum æ erfiðara að fóta sig á hálli ástarbrautinni. Innræti kvenna hefur hins- vegar alltaf verið alla vega. Ég tel fráleitt að halda öðru fram. Þar fyr- ir utan tel ég það vera hreina móðgun við þetta yndislega kyn að halda því fram að það sé allt steypt T eitt og sama mótið. Þegar ég hugsa til allra þeirra kvenna sem ég hef umgengist um hálfnaða ævi mína, fæ ég ekkert séð sem samein- ar upplag þeirra og hjarta. Mýkt og harka er þeim gefin 1 jafn duttl- ungafullum hlutföllum og augnlitur börnum. Vit og heimska lýtur þar sömu föllum, svo og dirfska og hræösla. Þær tala að sönnu hærra en karlar, en umræðuefnin spanna allt. Niðurstaða mín er því æði einföld og vart þess eðlis að hafa s þurfi hana eft- 2 ir. Konur eru ekki frá öðrum plánetum en karlar. Þær eru einfaldlega komnar frá foreldr- um sTnum, rétt einsog karlar. Upplagið er alla vega og sama gildir um uppeldið í seinni tíð. Stúlkur eru nú gjarnan aldar upp sem strákar, hörkunnar vegna. Og fylltar metnaði, dirfsku. Það er svo með öllum hætti sem þeim skilar út í þjóðlífið. Og störf- in eru margvTsleg. Launin líka. Á þeim vettvangi hefur stundum verið talað um sameiginlegan hugmyndaheim kvenna. Hann er ekki til. Ég býst til dæmis við því að kona í lektorsstöðu T Háskóla hugsi um annað en fiskvinnslukona. Og sú stðamefnda eigi meira sameigin- legt með fiskvinnslukarli en lektornum. Annars er ég frá Akureyri og konan mín úr Reykjavík, ef þvT er að skipta.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.