Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 21
er ritskoð W) . réttlætameg? í gegnum tíðina hefur verið talsverð umræða í hinum vest- ræna heimi um það hvort réttlætanlegt sé að ritskoða klám, og ef svo er, hvers konar klám eigi að ritskoða. Hug- takið klám er afar loðið og því hefur gengið erfiðlega að finna haldbæra skilgreiningu á því. Hér verður ekki reynt að fara út á þá erfiðu braut, heldur verður sjónum aðal- lega beint að því hvort eðlilegt sé að ritskoða og/eða banna klám og hvaða rökum hægt er að beita gegn því, ef nokkur eru. í grófum dráttum er hægt að gera greinarmun á erótík, klámi og of- beldisfullu klámi. Línan milli erótíkur og kláms annars vegar og kláms og ofbeldisfulls kláms hins vegar er grá og óljós. Eru myndir af nöktum konum erótík eða klám? Eru leiknar klámkvikmyndir þar sem konum er nauðgað og þær svívirtar á annan hátt, klám eða ofbeldisfullt klám? Þegar klám og ritskoðun kemur til umræðu hafa siðfræðingar eink- um beint spjótum sínum að fjórum siðareglum: velsæmisreglunni, en inntak hennar er á þá leið að það sé hugsanlega réttmætt að skerða frelsi einstaklings þegar athöfn hans misbýður öðrum. Siðbótareglunni sem gengur út frá því að hugsanlega sé réttmætt að skerða frelsi ein- staklings þegar athöfn hans er ósiðleg. Forræðisreglunni sem segir að það sé hugsanlega réttmætt að skerða frelsi einstaklings þegar athöfn hans skaðar hann sjálfan. Að lokum er það skaðsemisreglan sem held- ur því fram að það sé hugsanlega réttmætt að skerða frelsi einstak- lings þegar athöfn hans veldur öðrum skaða. Skoðum þessar siða- reglur nánar. Velsæmisreglan vísar til einhvers sem misbýður fólki. Var- hugavert er að byggja lög, sem skerða frelsi einstaklings, ein- göngu á því, að fólki sé misboðið. Auðvelt er að finna dæmi sem sýnir það. Mörgum misbýður að sjá samkynhneigt þar haldast í hendur og kyssast á götum úti. Að banna slíkt væri hins vegar gróf mismunun. Að banna vegna veisæmissjónarmiða er var- hugavert út frá siðferðissjónarmiðum, því velsæmi þyggir ein- göngu á hefðum, siðum og lögum og er breytilegt í tíma og rúmi. Siðbótarreglan, kennd við hugtakið „harðstjórn meirihlutans” er ekki síður varhugaverð því hún byggir á að „meirihlutinn” ákvarði hvað sé rétt og hvað sé röng hegðun. Ef siðbótarreglan réttlætir laga- setningu gegn klámi, þá réttlætti hún einnig lagasetningu gegn samkyn- hneigðum og lituðu fólki ef svo bæri undir. Forræðisreglan byggir á því að ríkið hafi vit fyrir aimúganum og getur undir ákveðnum kringumstæðum átt rétt á sér og er í raun tals- vert notuð af yfirvöldum vestrænna þjóða. Augljósasta dæmið er lög um bílbeltanotkun. Það má hins vegar spyrja sig að því hvort forræðisregl- an geti réttlætt lög gegn klámi? Því hefur verið haldið fram að þeir sem skoða klámblöð og horfi á klámmyndir þrói með sér tilfinningaleg vandamál, eigi í erfiðleikum með mannlegsamskipti oggeti ekki sýntást- úö og umhyggju. Hér höfum við tvenns konar vandamál: 1 fyrsta lagi hið klassíska dæmi um eggið og hænuna. Eiga þeir sem „njóta" kláms við samskiptavandamál að stríöa vegna þess að þeir horfa á eða skoða klám eða horfa þessir sömu aðilar á klám vegna þess að þeir eiga við sam- skiptavandamál að stríða? í öðru lagi má velta því fyrir sér hvort það komi stjórnvöldum á nokkurn hátt við, þó að einstaklingur ákveði að horfa á hvað segir heimspekin? klám og lifi þ.a.l. óhamingjusömu og ófullnægjandi lífi? Skaðsemisreglan kemur úr smiðju heimspekingsins John Stuart Mill (1806-1873) en í bók sinni Frelsinu heldur hann því fram að mann- eskja hafi fullt frelsi til allra gerða, svo fremi sem hún skaði ekki aðra. Hug- takið „að skaða ekki aðra” vísar bæði til einstaklings og samfélagsins í heild sinni. Hér erum við komin í eitthvað bitastætt, því ef hægt er að sýna fram á að klám skaði, þá er einnig hægt að sýna fram á réttlætingu þess að banna og/eða ritskoða klám. Grípum nú afturtil greinarmunarins á eró- tík, klámi og ofbeldisfullu klámi. Undir ofbeldisfullt klám flokkast t.d. dýraklám, barnaklám og klámmyndir þar sem manneskjum (konum) er nauðgaö og/eða að þær eru drepnar I raun. Ekki er erfitt að beita skað- semisreglunni á slíkt klám því nauðgun, dráp og misnotkun á börnum og dýrum skaðar augljóslega viðkomandi einstaklinga. Erfiðara er að beita skaðsemisreglunni á „venjulegt” klám, því ekki er auðvelt að sýna fram á að það skaði aðra. Ef banna ætti „venjulegt” klám, væri þá ekki á sömu forsendum hægt að banna spennumyndir sem flestar innihalda þokkaleg- an skammt af ofbeldi? Hins vegar er áhugavert að skoða hið gráa svæði milli kláms og ofbeld- isfulls kláms. Er réttiætanlegt að banna klám þar sem konur eru niður- lægðar? Skaðar það samfélagið og þá sérstaklega konur þegar konum í leiknum klámmyndum er nauðgað og þær eru beittar öðru ofbeldi og njóta þess? Er hugsanlegt að slíkar klámmyndir kalli fram ranghugmyndir hjá ákveðnum einstaklingum? Er réttlætanlegt að banna slíkar myndir ein- göngu vegna þess að hugsanlegt er að svo sé? Ritskoðun á klámi er vandmeðfarin og ætti því að fara var- lega í sakirnar. Spurningunum hér að framan læt ég ykkur um að svara. Hildur Þórsdóttir, nemi í heimspeki og kvennafræðum kláy\K

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.