Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 49

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 49
handbók fyrir foreldra og unglinga Höf. Elizabeth Fenwick og dr. Tony Smith. ísl. þýð. Kolbrún Baldursdóttir, Kristlaug Sigurðardóttir, Mímir Völundarson og Sig- ríður Bjömsdóttir. Útg. Forlagiö, Reykjavík 1996. Eru nokkuö til unglingar á íslandi, mamma? Svona hljóðaði spurning sem ég fékk eitt sinn frá syni mínum ungum. í hans huga voru ung- lingar greinilega einhverskonar fyrirbæri, líkt og bófar eða geimverur og formerkin voru nei- kvæð. Frásögn eins og þessi segir okkur nokk- uð um þá neikvæðu mynd sem oft hefur verið dregin upp af börnum og ungu fólki á aldrinum 12-20 ára. Það er eins og þessi aldur sé ein- hverskonar hryllingstími sem foreldrar kvíða fyr- ir og óska að líöi sem allra fyrst. Víst er að þess- um aldri fylgja miklar þreytingar og umrót í lífi unglinga og foreldra þeirra, en bamið hefur jú verið að breytast og þroskast frá fæðingu og unglingsárin eru að- eins stðasti hlutinn af því eðlilega ferli og oft einn sá skemmtilegasti. Það er umhugsunarefni hvort já- kvætt viðhorf í garð þessa aldurs- skeiðs í stað „vandamálaviðhorfs- ins" sem er alltof ríkjandi, gæti ekki komiö í veg fyrir marga glímuna. Bókin Unglingsárin sem hér er tekin til um- fjöllunnar er góðra gjalda verð sem handbók fyr- ir foreldra og unglinga líkt og segir í undirtitli. Hún er um margt ágæt lesning sem hvetur til umræðu og umhugsunar en ber að sjálfsögðu ekki aðtaka sem heilagan sannleika, fremuren aðrar bækur um uppeldismál, enda slá höfund- ar þann varnagla í lokaorðum sínum. Sú mikla umræða sem átt hefur sér stað um uppeldi og sá fjöldi bóka sem fylgt hefur í kjölfarið, er að mínu viti að flestu leyti af hinu góöa. Nei- kvæða hliðin er hinsvegar hve áberandi óöryggi foreldra er orðið í uppeldi barna sinna sem t.d. kennarar hafa haft orð á. For- eldrar séu þannig hræddir við að setja mörk og fylgja þeim eftir eins og hvað varðar kurteisi, svefn- tíma og hvað megi horfa á í sjónvarpi. Slíkt óöryggi foreldra er af hinu slæma því af- leiðingin er upp- eldisleysi. Mæðgur skrifa: F.v Aslaug Torfadóttir og Sólveig Pálsdóttir Unglingahandbókin er ætluð bæði ungling- um ogforeldrum. Með litum og leturbreytingum er gefið til kynna hverjum og til hvers lesmálið er ætlað. Þetta skipulag virkar eilítið ruglings- legt og er því rétt að lesa vel leiðbeiningar sem gefnar eru í inngangi um hvernig lesa skuli bók- ina. Það góða við að blanda öllu svona saman er að unglingurinn les þá frekar það sem foreldr- um er ætlað og öfugt. íslenskir þýðendur bókar- innar eru fjórir og textinn virkar yfirleitt lipur. Klaufalegar setningar á borð við „Sorglega stað- reynd málsins er aö margar unglingsstúlkur verða óléttar á hverju ári." (133) eru fáséðar en sumstaðar hefur aðlögun að íslenskum veruleik ekki tekist sem skildi. Dæmi um þetta er t.d. á bls. 51 þar sem dæmi ertekið af samtali foreldr- is og unglings um ætlun þess síðamefhda að raka af sér allt hárið. Foreldrið setur þaö skilyröi fyrir krúnurakstrinum að kennarar unglingsins samþykki krúnuraksturinn. Mér er til efins að ís- lenskir kennarar séu yfirleitt aö hafa opinbera skoðun á hárgreiðslu nemenda sinna. Sá hluti bókarinnar sem snýr að upplýsinga og fræðsluefni er til fyrirmyndar. Gott er að geta flett upp á atriðum sem varða t.d. kynferðismál, vandræði í skóla, námstækni, fjármál, skilnaö foreldra eða dauða, svo eitthvað sé nefnt. Hag- nýtar skrár er einnig að finna aftast í bókinni, bæði um efni bókarinnar sem og gagnleg heim- ilisföng. Ég hef hinsvegar efasemdir varöandi umfjöllun bókarinnar um fíkniefni. Það er ábyrgöarhlutur að tala af léttúð um fíkniefni og notkun þeirra sem mér finnst örla á í þessari bók. T.d. er fulllítið gert úr þeirri hættu sem neysla kannabisefna hefur í för með sér sbr. „Neysla á kannabisefnum í litlum mæli er til- tölulega skaðlaus og þarf ekki óhjákvæmilega

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.