Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 3

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 3
% ' épEitpaöpegarégsépað... VERA tekur sífelldum breytingum bæði að formi og innihaldi og nú hefur hún stækkað svolítiö og fengið nýja og skjólgóða kápu. Þessar síður koma sér vel því okkur „Verunum" liggur alltaf svo mikið á hjarta að þegar kemur að prentun blaðsins þurfum viö yfirleitt að skera heilmikiö niður. Auglýsingar hafa verið mikið til umræðu í VERU og þá einkum sú spurning hvort blaðið eigi að birta kvenfjandsamlegar auglýsingar eða hafna þeim alfarið. Ekki eru allir sammála um hvað sé kvenfjandsamlegt og hvað ekki, en víst er um það að ástæða er til að vera vel á verði, því líkast til hafa auglýsingar einhver áhrif, sérstaklega á viðkvæmar sálir. Þær auglýsingar sem fara mest fyrir brjóstið á mér eru þær sem þeinast að (gegn, vildi ég frekar segja) þörnum, en þörn eru náttúrlega hópur sem þroska sínum samkvæmt er algjörlega þerskjaldaður gagnvart auglýsingum. Nýjasta auglýsingaherferö sykurfurstanna í morgunverðarbransanum skartar nokkrum af helstu æskulýðshetjum samtímans, enda svínvirkar hún, eins og það er orðað í einhverri auglýsingunni. Foreldrar eiga oft í vök að verjast þegar áhrifamáttur auglýsinganna er annars vegar og margir eru hneykslaðir á því að auglýsingar séu leyfðar í kringum barnaefni sjónvarpsstöðvanna. Auglýsingar eru að sjálfsögðu nauðsynlegar í nútímasamfélagi þar sem síaukin samkeþþni lækkar vöruverð og ástæða er til að fylgjast með því og ýmsum nýjungum. Flest af því sem mest er auglýst er þó greinilega annað hvort óhollt eða óþarft. En það breytir því ekki að áhrif auglýsinganna eru umtalsverð - þær geta verið skoðanamótandi, lagt grunn að því sem er „inn“ eða „út“ í samfélaginu og jafnvel smitað viðhorfinu út í almenna siðgæðisvitund þjóðarinnar. Mörgum finnsttil dæmis „allt í lagi“ að æskulýðshetjur samtímans beini sykurhúðuðu morgunkorni ofan í maga barnanna okkar og að konum sé stillt upp í auglýsingum eins og hverri annarri vörutegund, en það særir siðgæðisvitund okkar hinna. Að þessu sinni snýst þemaumfjöllun VERU um klám en margir eiga erfitt með aö skilgreina það hugtak. Það segir sína sögu um klámið að sú skilgreining sem VERA kemst næst eftir þessa skoðun á málefninu er sú að klám sé eitthvað sem menn vilji alls ekki leggja nafn sitt við. Kannski er besta skilgreiningin þó sú sem einn viðmælenda VERU vitnar í og hefur eftir bandariskum hæstaréttardómara: „Égveit það þegar ég sé það...“ Sonja B. Jónsdóttir vCra blað kvennabaráttu • 5/96 -15. árg. • Pósthólf 1685 • 121 Reykjavík • Símar 552 2188 og 552 6310 • Fax 552 7560 útgefandi Samtök um kvennalista / forsíða bára • Rton / ritncfnd Agla Sigríöur Björnsdóttir • Hugrún Hjaltadóttir • Kristjana Björg Guðbrandsdóttir • Ragnhildur Helgadóttir • Sigurbjörg Asgeirsdóttir • Sigrún Erla Egilsdóttir • Svala Jónsdóttir • Vala S. Valdimarsdóttir • Þorgerður Einarsdóttir / ritstýra og ábyrgðarkona Sonja B. Jónsdóttir / rit- stjórnarfulltrúí Sðlveig Jónasdóttir • / skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdðttir / útlit og tölvuumbrot Fiton - halla / Ijósmyndir bára o.fl. / auglýsingar Áslaug Nielsen • Simi: 564 1816 • Fax: 564 1526 / filmuvinna Offsetþjónustan hf. / prentun Grafík / bókband Flatey / plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás / © VERA ISSN 1021-8793 / ath. Greinar í VERU eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. fastir liðir Leiðari 3 Athafnakonan 5 Pistill 7 Frumkvöðullinn 8 Nú andar suðrið 10 Skyndimyndin 11 Álitamál 12 Kvennapólitík 41 Úr síðu Adams 47 þema klám 16-29 viðtöl Kvennatónar 32 greinar kvennafræði 34 verkalýðsmál 36 heilsan 42 „köffin" og „spjöllin" 46 að utan 48 listir Kvennadjass 14 Listahátíð í Edinborg 39 María Callas 44 bækur Unglingsárin 49 I iðari

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.