Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 48

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 48
að tan Betra tæki.til. , m legnalsskoftunar Kevelynne Boyd, iönhönnuöur, hikar ekki viö aö taka tæki til leghálsskoöunar upp úr tösku sinni, til að sýna fram á vankanta þess. „Margar konur vita ekki einu sinni hvernig svona tæki lítur út,“ segir hin 26 ára gamla Boyd, sem finnst aö konur eigi aö þekkja þau áhöld sem læknar nota á þær. En hana langar einnig aö betrumbæta tækin. Þegar Boyd ákvað aö hanna tæki til leghálsskoðunar á nýjan leik komst hún að því að það hefur lítið breyst frá því í tíð Rómaveldis, hins forna. Þó aö þaö eigi svona langan aldur að baki kvarta konur enn undan því sama. Þeim finnst tækiö, (sjá mynd), vera óþægilegt, kalt og fráhrindandi. Boyd hannaði nýtt tæki úr gæðaplasti, en það gamla er úr málmi. Hún færöi liðamótin frá skapabörmunum nær hendi læknisins svo það þrengi síður að leghálsinum. Tækið hennar er bogadregið og tígulegt. „Læknar reyna að fela áhöld sín fyrir konum," segir Boyd. En þeir sem spurðir voru um nýja tækið fannst það ekki fráhrindandi. Þegar Boyd sýndi það læknum í heimabæ sínum, Portland, Oregon, sögðu sumir að ekki þyrfti að betrumbæta það sem í lagi væri. „En þeir læknar sem áhuga hafa á málefnum kvenna leist vel á það," sagði Boyd. Nokkrir kvensjúkdómalæknar og Ijósmæður í Berkeley í Kaliforníu voru mjög áhugasamar. Boyd hefur einnig hannað tæki sem notað er við meðferð á krabbameini í blöðruhálskirtli. En hún hefur fyrst og fremst áhuga á tækjum handa konum. Hana dreymir um að hanna nýtt tæki til brjóstaskoðunar og það finnst henni löngu tímabært. VSV þýddi úr MS júlí/ágúst 1996 wra Hefurðu efni á að slepp enni? VERA stendur nú fyrir áskrifendaátaki og vill vekja athygli á því aö áskriftin kostar ekki nema 267 krónur á mánuði, eöa minna en einn meöal kaffipakki! Þeir sem safna þremur nýjum áskrifendum fá sína áskrift fría í eitt ár og þeir sem safna fimm nýjum áskrifendum fá óvæntan glaðning frá VERU aö auki. Viö minnum á að stúdentar fá 20% afslátt af áskriftinni sem og öryrkjar og eldri borgarar. Áskriftarsími VERU er 552-2188, sími ritstjórnar er 552-6310 og faxnúmerið er 552-7560. Og gleymið ekki netfanginu: vera@centrum.is Reykj avíkurb org auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna um jafna stöðu karla og kvenna á fjárhagsárinu 1997. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunar- verkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Umsóknir skulu sendar Hildi Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1996. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Nánari upplýsingar veitir jafnréttisráðgjafi í síma 5632000. Borgarstjórinn í Reykjavík. 26. september 1996.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.