Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 28
klá\SV Barnaklám og Fyrsta heimsráðstefnan um barnavændi, barnaklám og sölu á börnum var einstök vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem ríkjaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna var opin frjálsum félagasamtökum á jafnrétt- isgrundvelli sem tóku þar virkan þátt í undir- búningi og skiþulagningu. Börn og unglingar tóku beinan þátt í ráðstefnunni alian tímann og héldu sínar eigin pallborðsumræður næst- síðasta dag ráðstefnunnar. Samtök sem nefnast ECPAT (End Child Prostitution in Asian Tourism) hafa frá árinu 1991 safnað upplýsingum um umfang vand- ans. Samtökin eru samsteypa margra ann- arra samtaka þar á meðal „Save the Children", sem Barnaheill eru aðili að. Með ráðstefnunni tókst að ná eyrum yfirvalda, lög- reglu og almennings um þessa hræðilegu glæpi sem framdir eru gegn börnum víða um heim. Án efa áttu þó atburðirnir sem áttu sér stað í Belgíu viku fyrir ráðstefnuna þátt í því hversu mikinn áhuga fjölmiðlar sýndu ráð- stefnunni. Umfang vandans Talið er að í Asíu einni sé allt að 1 miljón barna sem stunda vændi. Samkvæmt könn- unum ECPAT þjónar hvert barn 2-30 viðskipta- vinum á viku. Það þýöir að í hverri viku nýta 10-12 miljónir karlmanna sér fátækt og veika stöðu barna í Asíu. Flestir viðskiptavinanna eru heimamenn en það hefur aukist til muna að svokallaðir barnaníðingar (þedoþhiles) og túristar, misnoti börn í þriðja heiminum. Flest barnanna vinna í einhvers konar vændishúsum og eiga sér verndara. Sum barnanna hafa flúið erfiðar heimilisaðstæður og hafa neyðst út í þetta til að sjá fýrir sér en önnur hafa verið seld í húsin. Það þekkist einnig að börn „gera út börn“ og sem dæmi um það sagði einn fyririesarinn frá 18 ára stúlku sem var verndari 8 ára stúiku. Þær unnu á járnbrautarstöð og fór starfsemin þannigfram að 8 ára barnið fór með „viðskipta- vini“ á bak við runna á stöðinni. Vandamálið er því mjög flókið og lausnir mjög erfiðar. Hvers vegna? Menn greindi nokkuð á um hvers vegna barnavændi og barnaklám hafi aukist síðast- liðin ár, en allir voru sammála um að raun- veruleg aukning hefði átt sér stað. Eftirtalin atriði eru helstu orsakirnar sem nefndar voru fyrir þessari aukningu. Upptalningin er þó ekki í neinni ákveðinni röð. 1. Alþjóðavæðing (Globalization). Allur heimurinn er að verða eitt stórt þorp. Markaðir hafa opnast, samgöngur stórbatnað og þróun í allri samskiþtatækni hefur verið gíf- urlega hröð. Þetta gerir það að verkum að við- skipti eiga sér stað mun auðveldar en áður og þar með talið ýmis glæpastarfsemi eins og vændis- og klámiðnaðurinn. Barnaklám og barnavændi og sala á börnum er einn angi þessara nýju og greiðu viðskiptahátta nútíma markaðsviðskipta. 2. Mismunandi gildismat og ótrúlegt vfrð- ingarleysi gagnvart lífi og réttindum barna. 3. Stríð og fátækt hendir miljónum barna á vergang. í Kambódíu þar sem strið hefur geis- barnavændi að um árabil ertalið að allt að helmingur þjóð- arinnar sé undir 15 ára aldri. Einnig er talið að í austur Evrópu séu heilu flokkarnir af heimil- islausum börnum. í Afriku er þetta búið að vera vandamál til langs tíma. Það skýrir þó ekki hvers vegna sumir foreldrar gera allt til að forða börnum sínum frá götunni á meðan nágranninn jafn fátækur selur barnið sitt fyrir sjónvarþstæki. 4. Neysluþjóðfélagið. Allt skal kaupa sem er falt. í viðtölum við drengi í Vestur Evrópu kom í Ijós að þeir stunduðu vændi tímabund- ið til að vinna sér inn t.d. fyrir nýju videotæki eða einhverju álíka, og margir þessara drengja komu frá því sem kallast venjulegar millistéttafjölskyldur. 5. Dýrkun á fegurð æskunnar. Allt ungt er fal- legt. 6. Hræðsla við eyðni. Hvað getum við gert? 1. Alþjóðleg viðurkenning. Ná þarf fram al- þjóðlegri viðurkenningu á því að gerandinn er glæþamaðurinn en barnið fórnarlambið, en svo undarlega sem það kanna að hljóma þá eru ekki allir sammála um hver sé þolandinn í þessu sambandi. í sumum löndum er það enn svo að börnunum er hent T fangelsi en gerandinn sleppur laus. 2. Rjúfum þögnina í kringum þessi mál og gera öllum þjóðum heims Ijóst að börn eiga sín eigin réttindi. 3. Fræðsla um réttindi barnsins. Fræða þarf börn um réttindi sín. Unglingsstúlka frá Brasilíu sem tók þátt í pallborðsumræðum unga fólksins sagði frá því hvernig vera sín í athvarfi sem rekið var af alþjóðlegri hjálpar- stofnun breytti lífi hennar. Hún og systir henn- arflúðu heimilisofbeldi ogfengu inni t athvarfi fyrir götubörn. Þar dvöldu þær í eitt ár og fengu m.a. fræðslu um réttindi sfn. Eftir árið fóru þær aftur heim ráku ofbeldismanninn af heimilinu og bjuggu áfram heima ásamt móð- ur þeirra og yngri systkinum. 4. Stórefia alþjóðlega samvinnu. Sam- vinnu lögregluyfirvalda, rikisstjórna og ferða- skrifstofa þarf að stórefla á milli landa m.a. til að halda skrár yfir þekkta barnaníöinga og hefta ferðir þeirra. Vandamálið er þó einnig það að ferðamenn í öðrum erindagjörðum nýta sér einnig hörmulega stöðu þessara barna. 5. Endurhæfing. Börn sem hafa orðið fórn- arlömb fái endurhæfingu sérhæfðs fólks og möguleika á að snúa aftur til síns heima. Endurhæfingin er hins vegar ákaflega erf- ið og ber oft ekki árangur og hefur gildi forvarna því sjaldan verið jafn mikilvægt og t þessum málaflokki. Lokaorð Ráðstefnan í Stokkhólmi er sú fyrsta sem haldin er um þetta málefni og við skulum vona að hún verði jafnframt sú síð- asta. En þærtölursem birtarvoru um umfang þessara glæþa gagnvart börnum gefa ekki til- efni til bjartsýni og ólíklegt er að við getum út- máð þennan glæp á stuttum tíma. Versti glæp- urinn er þó að snúa sér frá vandanum og vona að hann hverfi af sjálfu sér. íínangrun íslands verndar okkur að ýmsu leyti gegn ýmsum hörmungum heimsins, en eftir því sem við alþjóðavæðumst verðum við einnig að vera þátttakendur í lausn þeirra vandamála sem fylgja þeirri þróun. Á íslandi eru kynferðisafbrotamenn eins og í öðrum löndum og heyrst hafa sögur af íslenskum karlmönnum sem ferðast til annarra landa til að notfæra sér varnarlaus fátæk börn þriðja heimsins. Með því aö vinna að lausn þessara mála með öðrum þjóðum erum við því einnig að leysa eigin vandamál, þó barnavændi sé ekki talið vandamál hér á landi, en þess þekkjast þvf miður dæmi. Internetið sem mikilvægur hluti af sam- skiptasprengingu undanfarinna ára var mikið rætt á ráðstefnunni og svo viröist sem mikil aukning hafi orðið á barnaklámi á netinu sem vissulega berst til íslands. Með nútíma tölvu- og myndbandatækni er hægt að skeyta sam- an t.d. barnshöfði og konulíkama og breyta stðan konulíkamanum þannig að hann líti út fyrir að vera líkami barnsins. Því er ekki alltaf um raunverulegar myndir að ræða. Þetta ger- ir löggæsluaðilum mjög erfitt fyrir. Fljótlega hillir þó undir að ólöglegt verði á íslandi að eiga slíkar myndir í fórum sínum. Slík lög styrkja bæði hinn samviskusama borgara og lögregluna og heldur framboði vonandi í lág- marki. Andi ráðstefnunnar var að þetta væri smánarblettur á öllum jarðarbúum. Margir á ráðstefnunni vildu þó sjá meiri áherslu lagða á mikilvægi þess að börn ættu sín eigin mannréttindi og að börn væru ekki eign full- orðna fólksins, ekki einu sinni foreldranna sem bera á þeim ábyrgö. Sumir héldu því ákveðið fram að ef allir vissu af réttindum barna, fullorðnir sem börn, þyrði ekkert foreldri að selja barn sitt. Það drægi jafnframt verulega úr starfsemi barna- níðinga því hegðun þeirra gagnvart börnunum varðaði þá við alþjóðalög og væri hægt að draga þá fyrir dómstóla. Mikill meirihluti barna í vændis- og klámiðn- aðinum eru stúlkur en þó virðist sem æ fleiri drengir dragist einnig inn í þessa glæþastarf- semi. Konur hafa í gegnum aldirnar þurft að selja líkama sinn til að lifa. Hver hefur ekki heyrt talað um vændi sem elstu atvinnugrein heims, þvt er það eftirtektarvert að þessu tvennu var ekki mikið blandað saman. Þó voru fulltrúar á annað hundrað ríkisstjórna tilbúnir að koma saman og lýsa því yfir að barna- vændi, barnaklám og sala á börnum er glæpur jafnvel þó meirihluti fórnarlambanna séu stúlkur, það þótti mik- II sigur á ráðstefnunni. Krístín Jónasdóttir, framkvæmdastjórí Samtak- anna BarnaheiUa var eini fulltrúi íslands á nýafstaöinni ráðstefnu Sameinuöu þjóö- anna um barnaklám og barnavændi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.