Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 41

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 41
ekki markmið að vera Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvenfrelsi og jafnrétti var til umræðu i góðra kvenna hópi nýlega, og ummæli einnar gerðu mig dálítið hugsi. Hún vitn- aði til reynslu kvenna í sínum heimabæ, þar sem þær höfðu staðið að framboði með öllu tilheyrandi, og þær komust að þeirri niöurstöðu, að orðið kvenfrelsi mæltist ekki sérlega vel fyrir meðal fólks, en jafnréttiskrafan styggði hins vegar engan. Þess vegna taldi hún rétt að leggja meiri áherslu á jafnrétti í okk- ar málflutningi, en hafa lægra um kven- frelsið. Þetta hljómaði hálf ankannalega í mínum eyrum, þar sem kvenfrelsi er aö minni hyggju forsendan fyrir jafnrétti kynjanna. Það er þó sennilega rétt, að orð eins og kvenfrelsi og kvenréttindi verka svo ögrandi og jafnvel fjandsam- leg, að margar veigra sér við að nota þau og vilja ekki lenda í því að þurfa aö skilgreina hvað átt er við. Illa lesinn femínisti grísaði rétt Þessi ágætu orð eru þó ekki eins framand- leg og orðin femínisti og femínismi, sem voru lítt þekkt í árdaga Kvennalistans, en er nú ætlast til að hver maður skilji. Mér er enn í minni, þegar bandarísk blaðakona spurði mig, nýorðna þingkonu og satt að segja illa lesna í erlendum kvennafræðum, hvort ég væri femínisti. Ég gróf í snarhasti upp úr minni mínu hálfgleymda skólalatínu og grís- aði á að ég væri femínisti. Henni fannst merkilegt, hvað égjátaði þessu glaðhlakka- lega og sagði, að í Bandarikjunum væri þetta hálfgert skammaryrði. Það held ég reyndar að hafi breyst á þessum tólf árum, sem síðan eru liðin, og víst er, að engin tals- kona Kvennalistans léti slíka spurningu koma sér á óvart nú, hvort sem hún væri vel eða illa lesin í erlendum kvennafræðum. Enda umræðan komin spölkorni lengra. Góð og grípandi orð óskast En er hægt að ætlast til þess að allir skilji þessi orð? Gætu þau ekki jafnvel fælt ein- hverja frá umræðunni, þótt einfaldlega menntasnobbleg? Gallinn er bara sá, að við eigum engin góð og grípandi orð á fslensku, sem komið geta í staðinn og álitamál hvort orðin kvenfrelsiskona og kvenfrelsisstefna reyndust nokkuð betur, samanber upphafs- orð þessarar greinar. Og nú er enn eitt orðið komið til sögunn- ar, „mainstreaming", sem Drifa sagði okkur frá í síðustu VERU. Mér sýnist reyndar þar komið það sem kallaö hefur verið samþætt- ing á kennaramáli, og eitthvað á það vænt- anlega skylt við þær hugmyndir Kvennalist- ans, að til bóta sé að fá kvennapólitískt sjónarhorn á 511 mál. Einhverjum dytti kannski í hug flétta eða Tvaf í þessu sam- hengi. En það er auðvitað óþolandi að sitja uppi með alls konar hugtök í kvennabarátt- unni, sem þarf heilar ritgerðir til að útskýra og skilgreina. Við verðum skollakornið að vera skiljanlegar. Reynsluheimurinn sló í gegn Á fyrstu árum Kvennalistans fengum við oft að heyra, að við værum öðru vísi en hinir heföbundnu stjórnmálamenn og gjarna fylgdi sögunni, að við töluðum altént mál, sem fólk skildi. Þó skorti ekkert á, að við notuðum hugtök eins og kvenfrelsi, að ég tali nú ekki um hörö og mjúk gildi, breytta forgangsröðun og verðmætamat, hugarfars- byltingu, hagfræði hinnar hagsýnu húsmóð- ur, kvennamenningu, kvennasögu og reynsluheim kvenna. Reynsluheimurinn sló svo rækilega í gegn, að nú eiga alls konar hópar og einstaklingar sinn reynsluheim og vefst ekki fyrir mönnum að skilja slíkt. Hins vegar skildu samþingmenn okkur ekki alltaf, og hef ég haft gaman af að bera saman viðmót og viðhorf þingmanna, eins og mér birtust þau í mlnu fyrra lífi á þingi og nú hinu síðara eftir sex ára hlé utan þings. Þegar við settumst þrjár á þing árið 1983 var okkur mætt af fremur vinsamlegri for- vitni, jafnvel vorkunnsemi, reyndar full- komnu áhugaleysi og skilningsleysi sumra og afbrýðisemi annarra. Nokkrir reyndu sífellt að gera lítið úr okkur, gera okkur hlægilegar. Mál að skerpa verkfærin Sem dæmi um allt þetta má nefna viðbrögð- in, þegar við árið 1985 fiuttum tillögu um fjárframlag til kvennarannsókna I Háskóla íslands. Fæstir skildu, hvað átt var við, nokkrir fussuðu og sveiuðu, sárafáir studdu tillöguna og reyndar sumir bara f gríni, sögð- ust alltaf hafa haft áhuga á rannsóknum á konum! Einn kallaöi það lögfestingu á mis- rétti kynjanna, ef tillagan yrði samþykkt! Nú hins vegar deplar ekki nokkur maður auga, þótt minnst sé á kvennarannsóknir eða kvenna- fræði, hvað svo sem segja má um áhugann. Viðmótið hefur breyst, háskinn er ekki lengur hinn sami, Kvennalistinn er ekki leng- Þessar vangaveltur snúast um kvennapólitískt tungutak vegna þess að orð eru þau verkfæri sem hvað mestu skipta í kvennabaráttunni. Kannski höfum við ekki vand- að valið nægilega að undan- förnu, erum hættar að ögra á sama hátt og fyrr vegna þess að orð okkar koma yfirleitt ekki lengur á óvart. kvnnapólitík

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.