Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 12
Að undanförnu hefur opinber jafnréttisumræða einkennst af því að réttindi kvenna hafa þokað fyrir umræöu um réttindi
karla. Sú umræða hófst með því frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félagsmálaráðherra, að skipa svokallaða
karlanefnd Jafnréttisráðs. Réttindabarátta kvenna hefur ævinlega farið fram að frumkvæði kvennanna sjálfra og hér hefur
orðið til kvennahreyfing sem hefur átt sín góðu og kraftmiklu tímabil. Hin opinbera karlanefnd - sem ræðir málin á launum
úr ríkissjóði - hefur hins vegar ekki orðið til þess að sambærileg grasrótarhreyfing karla sprytti hér fram. Því veltir VERA fyr-
ir sér hvort karlar almennt hafi lítinn sem engan áhuga á aukinni fjölskylduþátttöku, t.d. fæðingarorlofi sér til handa og for-
sjá barna og ennfremur spyr VERA hvort það sé tímabært að réttindi karla séu aðal opinbera jafnréttismálið á meðan
meðallaun kvenna eru enn, eftir a.m.k. hundrað ára kvennabaráttu, einungis 60-70% af meðallaunum karla?
a
Þaö er alveg satt að hér á landi hefur ekki
sprottið fram grasrótarhreyfing karla sambæri-
leg þeirri sem konur hafa haldiö úti með
miklum dampi, og það þótt sett hafi ver-
ið saman opinber karlanefnd „sem ræð-
ir málin á launum úr ríkissjóði" eins og
launamálunum að duga til marks um þaö. Hvít-
ir karlar, íslenskir þar á meðal, eru herrar jarö-
arinnar, og grasrótarhreyfing sem eðli málsins
samkvæmt sækir jafnan á brattann því kannski
ekki nærtækasti vettvangurtil að laga það sem
þó þarf að laga.
á konur á þameignaaldri sem sérstakan
áhættuhóp við ráðningu, en útfærslan mætti
gjarnan taka nótís af þeirri tillögu karlanefndar í
fæðingarorlofsmálunum að stefnt verði að leng-
ingu þess í 12 mánuði. Fjórir verði bundnir föð-
ur, fjórir móður, en fjórum geti foreldrar skipt eft-
vitlaust gefið>
N
Hjörleifur Svexnbjörnsson
Vera orðar það með nokkrum þjósti. Út af fyrir
sig segir það sína sögu um meint mikilvægi
nefndarinnar að þessi ágætu laun eru við
lægstu mörk þeirra þóknana sem ríkissjóður
greiöir fyrir nefndarsetur. Það er þó ekki málið í
þessu samhengi heldur hitt að ég held að ekki
sé von á neinni grasrótarhreyfingu karla sem
sambærileg sé kvennahreyfingunni og réttinda-
baráttu hennar.
Ástæðan er nauöaeinföld. Með skyldugum
fyrirvörum og undantekningum, mörgum slá-
andi, stendur þaö alltaf eftir að hvað snertir af-
komu og stöðu eru karlar betur settir en konur
þegar á heildina er litið. Rúmsins vegna verður
glerþakið fræga sem konur reka sig upp undirí
Því ýmislegt þarf að laga, eins og karlar al-
mennt gera sér æ betur grein fyrir. Það þarf ekki
annað en að líta á viðhorf yngri og eldri karla á
vinnustöðum landsins. Þeim yngri finnst fá-
sinna að vinna tvöfaldan vinnudag eins og þeir
eldri hafa látið sig hafa, og verða fyrir bragðiö
útilegumenn á eigin heimilum. Karlar hafa í
auknum mæli áhuga á feöraorlofi og öðru því
sem treystir fjölskylduböndin. Þessi mál eru
talsvert rædd á vinnustöðunum, og eins snúa
ýmsir sér til okkar í karlanefndinni til skrafs og
ráðagerða. Þá fá stéttarfélögin sínar fyrirspurn-
ir. En hitt er satt að hraðar mætti miða.
Hvemig er þá best að herða á þróuninni?
Miðað við hvar við erum á vegi stödd hef
ég trú á að leikreglurnar þurfi endur-
skoðunar við, þvl það er nefnilega
vitlaust gefið eins og þar stendur.
Við þurfum laga-, reglugerða- og
kjarasamningaramma sem vinnur gegn
launamisréttinu og beinir okkur köriun-
um í auknum mæli á vit fjölskyldunnar.
Sama hvaðan gott kemur?
Ég nefndi tvöfaldan vinnudag með til-
heyrandi útilegumennsku. Sem beturfer
gengur evrópska vinnutímatilskipunin
senn í gildi hér á landi og bjargar okkur
undan þeirri vitleysislegu vinnukvöð sem
hér hefur verið lenska. Þá þarf að búa
þannig um hnúta gagnvart atvinnulífinu
að börn séu ekki aðeins mæðra sinna
heldur einnig feðra. Það myndi draga úr
þeirri tilhneigingu atvinnurekenda aö líta
— »
ir hentugleikum. Með því að hafa ákveðinn
hluta fæðingarorlofs bundinn föður og ekki yfir-
færanlegan á móður er honum „stýrt" yfir í um-
önnun barnsins og inn á heimilið.
Vera spyr ennfremur hvort tímabært sé að
réttindi karla séu aðal opinbera jafnréttismálið
á meðan meðallaun kvenna eru enn, eftir
a.m.k. hundrað ára kvennabaráttu, einungis
60-70% af meðallaunum karla. Hafa réttindi
karla þennan sess í jafnréttisumræðunni? Og
jafnvel þótt svo væri: Er ekki sama hvaðan gott
kemur? Karlar og konur þurfa hvort eð er að
taka höndum saman um að laga það sem laga
þarf, bæði í launa- og réttindamálunum. Fyrsta
skrefið á þeirrí vegferð fyrir karla er að fá þá til
að ræða jafnréttismálin á eigin forsendum. Það
gæti runnið upp fyrir þeim að það sé þeirra hag-
ur að láta undan síga á ákveðnum sviðum.