Vera - 01.10.1996, Side 36
vrkalýösmál
Halldór Grönvold skrifstofustjóri ASI
fe
JftFNRETTIS
Jafnréttisbaráttan á enn langt í
land á vinnumarkaði, inni á
heimilunum og annars staðar t
íslensku samfélagi. Kerfisbund-
inn launamunur kynjanna er
staðfestur í athugunum og
könnunum á kannanir ofan og
verkaskiptingin á vinnumarkaði
og inni á heimilunum er ennþá T
öllum aðalatriðum kynbundin.
Þetta eru sannindi sem öllum
eru Ijós sem fylgjast með um-
ræðunni í samfélaginu eða ein-
faldlega horfa í kringum sig. Hér
er um að ræða gróft misrétti
sem enginn verkalýðssinni,
jafnaðarmaður eða femínisti á
að þola. Hvað er þá til ráða?
Hvað getur verkalýöshreyfingin,
sérstaklega, gerttil að upphefja
þetta óréttlæti gagnvart helm-
ingi félagsmanna sinna?
Eitt markmíö - margar leiöir
Umræða síðustu ára(tuga) um
ástæður kynjamisréttisins og
leiðirnar undan því hefur sann-
fært undirritaðan um að það er
ekki til nein ein allsherjarlausn,
hvort sem hún kallast starfsmat,
jákvæð mismunun, kynjakvótar,
launapottar eða eitthvað annað.
„Nái sú hugsun og þær
aðgerðir sem hér hefur
verið lýst fram að
ganga munu atvinnurek-
endur ekki lengur geta
gengið að því vísu að
konurnar muni og verði
alltaf að fórna hags-
munum vegna þátttöku
á vinnumarkaði fyrir
skyldur sínar gagnvart
heimili og fjölskyldu,
heldur geti það allt eins
verið karlinn."
Jafnréttisbaráttan er líklegust
til árangurs sé hún byggð upp af
Ijölmörgum þáttum og aðferð-
um svo framarlega sem þær
beinast allar að sama skýra
markmiðinu. Þá er mikilvægt aö
hafa í huga að margir af þeim
þáttum sem miklu ráða um
veika stöðu kvenna á vinnu-
markaðinum eru þeir sömu og
liggja til grundvallar launamuni
almennt, en ekki bara launa-
muni kynjanna. Þessi hugsun
kom vel fram á þingi ASÍ á stð-
asta vori. 1 niðurstöðum þings-
ins er bent á að til aö ná jafn-
rétti á vinnumarkaði þarf margt
að koma til. Þar er áhersla lögð
á mikilvægi þess að samtök
launafólks geri áætlun og vinni
markvisst að þvt að koma á
jafnrétti á vinnumarkaði. Bent
er á mikilvægi öflugrar mennta-
stefnu sem tryggt geti konum
jafnt og körlum aðgang að eftir-
sðknarverðum störfum í at-
vinnulífinu. Þetta á ekki stst við
gagnvart þeim sem tímabundið
hverfa úr virku starfi á vinnu-
markaði. Bent er á að starfs-
mat geti verið ein leið til launa-
jafnréttis og þvt lýst yfir að
Alþýðusambandið muni vinna
að því að það verði framkvæmt
t auknum mæli innan fyrirtækja.
Tiltekið er að sérstaklega þurfi
að auka virðingu hefðbundinna
kvennastarfa. Því er lýst yfir að
á næstu tveim árum verði á
vettvangi ASÍ unnin upp jafnrétt-
isáætlun sem m.a. verði notuð
við undirbúning kröfugerðar fyrir
kjarasamninga. Þá er mikilvægi
framsækinnar fæöingaror-
lofslöggjafar áréttuð. Fleiri
þættir eru einnig nefndir sem
ég kem að síðar. í lokin er þvt
svo lýstyfir að Alþýðusamband-
ið vilji eiga nána samvinnu viö
önnur samtök launafólks hér-
lendis ogerlendis um jafnréttis-
mál sérstaklega.
Konur í forystu
Það eru engar „patentlausnir"
til í jafnréttisbaráttunni. Annað
er jafn kristaltært í mínum
huga. Hvernig til tekst ræðst að
mestu af virkni kvennanna
sjálfra og því að þær taki for-
ystu í þessari baráttu. Það mun
engin gera fyrir þær. Það þýðir
hins vegar ekki að konur geti
ekki og eigi ekki að leita stuðn-
ings eða átt sér bandamenn
meðal karla. I niðurstöðum ASÍ
þingsins er fjallað um þetta at-
riði sérstaklega í tengslum við
innra starf verkalýðshreyfingar-
innar. Þar segir m.a. „Konur eru
tæpur helmingur félagsmanna í
Alþýðusambandinu. Konur t
verkalýðshreyfingunni eru vtða
mun virkari en karlar, ekki síst í
fræðslustarfi af ýmsu tagi. í for-
ystu verkalýðshreyfingarinnar,
innan heildarsamtakanna, í
samböndunum og aðildarfélög-
unum er staða kvenna ekki í
neinu samræmi við fjölda
þeirra. Sama gildir um