Ritmennt - 01.01.2004, Page 11
RITMENNT 9 (2004) 7-8
Inngangsorð
Þessu hefti, hinu 9. í röðinni af Ritmennt, hefur seinkað all-
nokkuð sökum veikinda þess sem þetta ritar. Verður von-
andi hægt að vinna upp þessa tímaskekkju með næsta hefti, það
er númer 10, þar sem enginn skortur er á efni í ritið.
Að þessu sinni er fyrsta greinin um Bandaríkjamanninn
Willard Fiske, sem hingað lcom seint á 19. öld og telst meðal
bestu íslandsvina er hingað hafa lagt leið sína bæði fyrr og síðar.
Er þess minnst að hann lést fyrir réttum hundrað árum og ánafn-
aði þá meðal annars Landsbókasafni mikið safn alþjóðlegra slcák-
rita, sem enn í dag er eitt merkasta sérsafn innan veggja Þjóðar-
bókhlöðu.
Löngum hafa uppeldis- og fræðslumál verið í brennidepli og
sitt sýnst hverjum um þær aðferðir er beita skyldi til að lcoma
ungviðinu til manns. Á síðari hluta 18. aldar þýddi séra Jón Þor-
láksson á Bægisá eitt hinna róttækari verka um slík mál eftir því
sem gerðist á þeim tíma. Var þýðingin aldrei gefin út en hefur
varðveist í handriti í Landsbókasafni. Hér er greint frá umræddu
riti og höfundi þess sem eklci átti upp á pallborðið hjá dönskum
ráðamönnum.
Töluvert hefur verið rætt og ritað um áhrif Grundtvigismans
hér á landi, og hefur þá ekki síst verið beint sjónum að guðfræði-
legum efnum og menntamálum. í grein þeirri sem hér er birt er
fjallað um þessi áhrif í heild og meðal annars hugað að rótum
íslenskrar ungmennafélagshreyfingar sem og söguskoðun og
þjóðernishyggju og þræðir raktir til dönsku og norslcu lýðháskól-
anna er stofnaðir voru í anda Grundtvigs.
Þjóðvísa Tómasar Guðmundssonar er það nútímaljóð sem
orðið hefur hvað flestum lesendum skáldsins að umhugsunar-
efni, og vangaveltur um dýpri merkingu eða túlkun þess hafa
víða sést á prenti. Einn yngri rithöfunda þjóðarinnar leggur nú
orð í belg um þetta fagra og dulmagnaða kvæði.
Margir íslenslcir prestar eiga sér litríkan æviferil sem oft
speglar menningarsögu síns tíma. Einstaka þeirra skrifuðu sjálfir
um eigin vegferð, vitaskuld með misjöfnum árangri, en fáir
7