Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 16
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
ingar Bayard Taylor á bókmenntum Norður-
landanna.2
Þegar leið að þúsund ára afmæli íslands
byggðar 1874 fékk Fiske hugmynd sem
hann kom þegar í framkvæmd. Honum
fannst tilvalið að bandaríska þjóðin sendi ís-
lendingum veglegar bókagjafir. Hann vissi
sem var að landsmenn voru bókmenntalega
sinnaðir en voru einangraðir og áttu eklci
auðvelt með að nálgast ritverk annarra
þjóða. Gekkst hann nú af miklum dugnaði
fyrir söfnun fyrir afmælisgjöfinni og sendi
bréf til málsmetandi manna í Bandaríkjun-
um og hvatti til þess að sameinast yrði um
höfðinglega bókagjöf til handa íslendingum.
Ekki er vitað hve mörgum Fislce sendi þessa
áskorun, en líklega voru þeir allmargir, og
honum bárust svör víða að. Hann féklc í lið
með sér skáldið kunna Henry Wadsworth
Longfellow, sendifulltrúann og þýðandann
Bayard Taylor og F.J. Child prófessor við
Harvard-háskólann. Fiske seildist meira að
segja til Kanada og skrifaði Dufferin lávarði
og rithöfundi sem þckktur var fyrir verk sín,
meðal annars „Letters from High Latitu-
des" þar sem greint er frá ferð hans á norð-
urslóðir.3 Dufferin var á þessum tíma lands-
stjóri í Kanada og átti eftir að koma mildð
við sögu íslendinga sem fluttust búferlum
þangað á seinustu áratugum 19. aldar. Duf-
ferin brást mjög vel við bón Fiske. í Norðan-
fara 18. júlí 1874 er áskorun þessi frá Fiske
birt á íslensku undir fyrirsögninni AUG-
LÝSINGAR og hljóðar þannig orðrétt í þýð-
ingunni:
„874-1874." Eyjan ísland hefir geimt lifandi það
mál sem telja má eina hinna elztu mállýzka
vorrar „teutonsku" tungu. Þessi eyja leiddi fram
í fyrndinni merlcilegar bólcmentir; hafa þær fært
oss goðafræði og þjóðvenjur vorra fornu forfeðra;
en „sögur" hennar bregða hinni fyrstu ljós slcímu
á sögu Vesturheims, enda er eyjan saman bundin
við þann hluta heims eftir hnattstöðu sinni. Hið
undarlega og harðúðga jarðeðli eyjarinnar er al-
kunnugt; en öllum ferðamönnum ber saman um,
að upp á milli jökla og eldfjalla sinna hafi eyjar-
slceggjar haldið við óskerðri ást á lærdómi og
bólcfræði til þessa.
Þessi fjarlæga eyja ætlar nú að halda í sumar,
2. d. ágústm., þúsund ára afmæli landnáms síns.
Daginn áður nær gildi hin frjálsa stjórnarslcrá er
Danakonungur hefir nýlega gefið út, er endursel-
ur íslendingum í hendur sjálfsforræðisrjett.
Slílc hátíð virðist að gefa útlendum fræði-
mönnum færi á að votta velvilja sinn jafn fróð-
leikselslcri þjóð og íslendingar eru. Það hefir því
verið stungið upp á að senda frá höfundum,
stofnunum, útgefendum og ýmsum öðrum í Am-
erílcu lítið safn af bólcum að gjöf til Stiptisbóka-
safnsins í Reylcjavílc, sem er höfuðbær eyjarinnar
og hinn íslenzki lærði slcóli á heima í. Þegar
bælcur gefast í tvennu lagi verður önnur þeirra
send hinu opinbera bókasafni á Akureyri á norð-
urströnd Islands. [...]
Bólcaböggla, má senda til Prófessors F.J. Child
(í Harvard háskóla); til prófessors T.R. Louns-
bury (Yale háslcóla); til slcrifarans fyrir Smithson-
ian Institution (í Washington); til skrifarans í
„The American geographical Society (í New-
York City); eða og til bókavarðarins í Cornell há-
slcóla (Ithaca, New-Yorlc) með utanáslcript: „To
the National Library of Iceland, Reykjavílc."
Herra Henry Braem, hinn danslci verzlunarfull-
trúi í New-York hefir góðfúslega boðist til að
lcoma lcössunum til slcila.
Apríl 13, 1874. W(illarðs) F(isk).
2 Memorials of Willard Fiske. Collected by his Liter-
ary Executor Horatio S. White I—III. Boston; Gor-
ham Press, 1920-22. White var vinur Fiske og sam-
verkamaður. I erfðaskrá sinni fól Fiske honum um-
sjá allra slcjala sinna, bréfa og rita.
3 Letters from High Latitudes kom fyrst út 1857 og
vakti mikla athygli á íslandi og íslendingum. Bókin
varð ekki síst vinsæl fyrir bólcmenntalegt gildi sitt.
12