Ritmennt - 01.01.2004, Side 24
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
Collingwood.
Búðargil á Akureyri.
„Enn mun þessi höfðingi og ágæti velgjörðamað-
ur Islands hafa í hyggju að útvega Akureyri mál-
þráð (Telefon) er liggja skal frá húsi ritstjóra
Norðlings og út á Oddeyri til verzlunarhúsa
Gránufélagsins. Á Oddeyri þótti honum hin
prýðilegasta verzlunarbygging og fagur stofn
sjálfstæðrar íslenzkrar verzlunar. Hjá verzlunar-
stjóra Jakob Havsteen hafði prófessorinn og Mr.
Reeves mikla skemtun af að skoða eggja- og
fuglasafn hans, sem er ágætt og sjaldgæft í sinni
röð hér á landi."14
Glöggt er gests augað. Stutt en lærdómsrík
dvöl á Akureyri varð til þess að Fiske áttaði
sig betur á þörfum landsmanna almennt
séð, og án efa kveikti það þörf í þessum
velgjörðarmanni þjóðarinnar að leggja góð-
um málefnum lið. Hann lagði mikla áherslu
í skrifum sínum á brúun áa og akvegi um
landið. Vöruskiptaverslun, banka- og fjar-
skiptaleysi fannst honum verstu þjóðar-
meinin. Hann hafði kynnst tækniframför-
um og langaði til að færa íslendinga nær nú-
tímalegum vinnubrögðum sem mundu þá
auka velmegun þeirra. í Norðlingi segir:
Prófessor Willard Fiske er elcki aðeins ágætur
vísindamaður, heldur er hann gagnkunnugur öll-
um hinum geysimiklu framförum og uppgötvun-
um nýrri tíma, og var mjög fróólegt að tala við
hann um þær. Prófessorinn ritar fréttir héðan til
einhvers stærsta blaðs í Ameríku, „Tribune" í
New-Jork, og slíkt hið sama mun herra Reeves
gjöra til síns blaðs, og verður gaman að sjá þær.
Mr. Reeves er slcáld gott, og flutti hann fagurt
lcvæði til Islands í veizlunni. - Vonum vér að
geta síðar glatt lesendur Norðlings með ágripi af
ferðasögu þessara ágætismanna.15
Eftir veisluna góðu á Alcureyri vildi Fiske
halda ferðinni áfram. Gestgjafarnir gátu
ckki slitið sig frá gestunum, og riðu alls tólf
manns með þeim til Möðruvalla í Hörgár-
dal. Fiske fannst landslagið tilkomumikið,
og dáðist hann að ldrltjunni sem hafði verið
endurreist eftir brunann 1865. Möðruvalla-
skólinn var þá í burðarliðnum og valcti lílca
athygli hans. Vel þótti Fislce staðið að und-
irbúningi slcólans. Þar átti að veita allrliða
menntun, lcenna tungumál, náttúrufræði,
sögu og landafræði, aulc móðurmálsins en
jafnframt því lá þetta ár fyrir alþingi að
hreyta námsslcrá í átt til búfræði, og var það
síðan samþylclct. Fiske var áhugamaður um
framfarir og menntun, enda hafði hann gert
14 Norðlingur 11.8. 1879, dálkur 183.
15 Norðlingur 11.8. 1879, dállcur 184.
20