Ritmennt - 01.01.2004, Page 30
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
landsins. Þeir tóku sér því far með strand-
ferðaskipinu Díönu þegar hún kom til
Reykjavíkur 27. ágúst og sigldu umhverfis
landió. Siglt var með suðurströndinni og síð-
an austur með landi. Á Eskifirði hitti hann
fornan vin, Jón Ólafsson, sem hafði heim-
sótt hann og móður hans í íþölcu. Jón var um
þessar mundir ritstjóri Skuldar sem gefin var
út þar í kaupstaðnum. Þeir sigldu fram hjá
Grímsey, en eldti voru tölc á að fara í land.
Fiske varð afar forvitinn um lífið í eynni og
varð hann undrandi á að heyra um dugnað
og atorku íbúa eyjarinnar.23 Blaðið ísafold
segir frá ferðalaginu 26. september 1879:
Díana kom hjer á sinni síðustu strandsiglingu
11. þ.m. Með henni komu margir skólasveinar,
þeir Vesturheimsmenn: háskólakennari Fislce og
Reeves, og ýmsir fleiri. Fór aptur 20. þ.m. til
Seyðisfjarðar og þaðan til Danmerkur. Skipstjóri
játar sjálfur, að skipið sje of lítið til strandsigling-
anna, sjer í lagi sje það of rúmlítið fyrir farþega á
öðru plássi.
Haustið nálgaðist og margir áttu erindi til
Reylcjavíkur. Á slcipsfjöl hafði Fislce tælci-
færi til að lcynnast fjöldanum öllum af fóllci.
Hann gerði sér sérstalct far um það, og það
auðveldaði honum samslciptin að
hann gat talað nolckra íslenslcu. Hann
fór elclci í manngreinarálit og talaði
jafnt við háa sem lága. Um borð tínd-
ust slcólapiltar á leið til Reykjavílcur
að feta hina langþráðu menntabraut í
Lærða skólanum sem þá var eini skól-
inn á æðra stigi í landinu. Einnig voru
alþingismenn um borð. Skólapiltar
dáðust að honum og vildu vera í
námunda við hann á slcipinu og stofna
til lcunningsslcapar við hann. Fislce
sagði þeim frá slcólum og lífi náms-
fóllcs í Amerílcu og forvitnaðist um félags-
slcap námsmanna hér. Á þilfari slcipsins
lcenndi hann piltum ensku, þeim sem það
vildu.24 Sumir þeirra reyndust síðar drjúgir
við að lijálpa honum að safna íslenslcum
bólcum. Bréfaslcipti milli hans og margra
þeirra héldust svo lengi sem Fislce lifði.25
Bréfin til Fislce, sem varðveitt eru í Fislce
Icelandic Collection í Cornell-háslcóla, eru
margvísleg en öll bera með sér þalclclæti fyr-
ir örlæti Fislce. Sumir slcrifa til þess að biðja
hann um einhvers lconar fyrirgreiðslu, og
aðrir biðja hann að aðstoða sig við að lcom-
ast í bandarískan háslcóla eða í vinnu þar
vestra. Jón Björnsson prestur í Stolclcseyrar-
og Eyrarbalclcasólcn biður liann um fjár-
stuðning til að reisa lcirlcju á Eyrarbaldca.
Jón slcrifar 11. nóvember 1891, þá staddur í
Kaupmannahöfn:
23 Fiske lýsti áhuga sinum á Grímsey m.a. í bókinni
Mímir sem hann gaf út 1901.
24 Richard Beck. Útverðir íslenzkrar menningar.
Reylcjavík; AB, 1972, bls. 104.
25 Sjá skrá Þórunnar Sigurðardóttur Manuscript Ma-
terial, Correspondence, and Graphic Materíal in
the Fiske Icelandic Collection. A Descriptive
Catalogue, sem birtist í Islandica XLVIII, 1994.
26