Ritmennt - 01.01.2004, Page 40
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
það. Jón seldi jafnvel frá sjálfum sér það sem
hann átti í einungis einu eintaki svo annt
var honum um að Fiske næði því saman
sem hann vanhagaði um fyrir bókaskrána,
Bibliographical Notices: Boolcs printed in
Iceland 1578-1844, sem hann vann jafnt og
þétt að og út kom í heftum á árunum
1886-90.
Stundum fékk Fiske send rit ókeypis svo
sem frá Tryggva Gunnarssyni sem sendi
honum bækur Þjóðvinafélagsins án endur-
gjalds. Áberandi er þó í öllum viðskiptum
að Fiske lét af hendi ríflegar greiðslur fyrir
það sem hann bað um. Það hefur án efa þótt
gott að komast í aukavinnu fyrir Fiske við
að kaupa inn íslensk rit.
Ekki var örgrannt um að bókasafnarar öf-
unduðu Fiske vegna þess að hann gat látið
eftir sér að kaupa nákvæmlega það sem
hann langaði til að eignast. Jón og hann
voru með sama hugarfari hvað varðaði
bókakaupin, sá var aðeins munurinn að Jón
gat ekki látið eftir sér að kaupa allt sem
hann langaði til að eignast. Dæmi voru um
að menn vildu ekld selja Jóni, þar til hann
sagói frá því að hann væri milligöngumaður
fyrir Fislte. Þá naut hann miltils velvilja.
Það sýnir ef til vill að íslendingar álitu rit-
unum borgið ef þau kæmust í hendur Fislce.
Áreiðanlega var bókamönnum einnig hug-
leikið að Fislce hefði sjálf ritin við samningu
bókaskrárinnar, enda í hæsta máta eðlilegt.
Slcráin þótti milcið nauðsynjaverlc, enda átti
hún eftir að gera milcið gagn. Jón slcrifaði
einnig heilmikið upp fyrir Fiske og fyllir í
þau eintök sem voru löskuð, skrifaði til
dæmis upp titilsíður og lýsti myndskreyt-
ingum, en reynir þó elclti að teikna þær.
Hann fór vandlega yfir þá Jista sem Fislte
36
sendi honum og leiðrétti. Jón dáðist að yfir-
gripsmilcilli bólcfræðiþelclcingu Fislce sem
var yfirleitt í smáatriðum rétt. Jón öfundaði
Fiske af íslenslcu bóltasafni hans og sagði í
bréfi frá 8. desember 1890 „[...] að þess er hér
eptir varla von að einstalcur maður ágirnist
annað eins og því síður meira." En söfnunar-
árátta Fislce var eklci eingöngu vegna ástar
hans á bólcum heldur lílca til að fullnægja
bókfræðiáráttu hans. Vandlega unnin slcrá
hans Bibliographical Notices ber þess merki.
Jón slcrifaði 6. desember 1889: „Ég sé að það
er orðinn mesti vandi að útvega yður bælcur,
því að þér eigið orðið næsturn því alt. [...] Þer
eruð víst búinn að leggja fallegar summur í
yðar bibliotelc frá því fyrsta til nú." Það var
fátælcum íslenslcum menntamönnum um-
hugsunarefni hve miltlu Fiske gat eytt í ís-
lenslca safnið sitt.
Skemmtisaga er til af álcveðni Fislce við
bólcasöfnunina. Á meðan á íslandsdvölinni
stóð mun hann eitt sinn hafa lcomið í litla
lcirlcju úti á landsbyggðinni og sá þá eintalc
af Guðbrandsbiblíu sem hann langaði
óslcöpin öll til að eignast. Hann bauð hátt
verð fyrir hana en safnaðarstjórn og sólcnar-
prestur vildu elclci selja hana. Þeim fannst
elclci við hæfi að selja biblíu. Fislce lét eklci
deigan síga. Hann veitti því athygli að elclc-
ert orgel var í lcirlcjunni svo hann bauð að í
stað biblíunnar slcyldi hann sjá til að lcirkj-
an eignaðist orgel. Það þótti freistandi og
þessu boði var að lolcum telcið. Þá mundu
menn eftir því að enginn í nálægri byggð
hafði kunnáttu til að spila á hljóðfærið svo
til lítils væri að eignast það. Úr varð að
Fiske bauð einnig að lcosta son prestsins til
Reykjavílcur og orgelnám hans þar. Sæst var
á þetta og Fiske fór liarla glaður með enn
j