Ritmennt - 01.01.2004, Page 41
RITMENNT
ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE
einn dýrgrip í safn sitt. Þessi saga hefur víða
verið sögð og stundum er orgeli skipt út fyr-
ir kirkjuklukku. Sama er, sagan sýnir að
Fiske var fylginn sér. Vissulega skrítinn ná-
ungi með sterkan vilja.
Fiske leitaði ekki sérstaklega eftir kaup-
um á handritum en honum barst samt eitt og
annað. Jón Þorkelsson sendi honum blaða-
slitur á pergamenti úr latneskum nótnagrall-
ara rituðum á íslandi, ekki síðar en um 1330
en Jóni liafði borist það sem kápa utan um
bók frá íslandi. Jón skrifar honum 3. júlí
1892: „Ef þér skylduð eldci eiga neitt þess
konar áður er það þó elclti verra en elclcert
svona sem specimen [...] Ég vil að það lcomi
upp í það sem þér yfirborguðuð mér í síðustu
skiptum olclcar, ef þér hafið elclcert á móti
því."37 Það voru fáeinar lcrónur.
Sérstakur Grímseyjaráhugi
Eyjan átti mikið rými í hjarta hans þótt
aldrei kæmist hann þangað og hann þreytt-
ist elclci á að dást að því fóllti sem þar byggi
og lifði þar að aulci töluverðu menningarlífi.
A siglingunni með Díönu sá hann til eyjar-
innar og heyrði um áhuga eyjarslteggja á
slcálc. Hann sendi taflborð og taflmenn inn á
hvert heimili í Grímsey. Hann gaf lílca
12.000 dollara til eyjarslceggja og vildi hann
að peningarnir yrðu notaðir til að efla
menntun í eynni. Hann átti síðar í miklum
bréfaslcriftum við nolclcra í eynni, meðal
annarra Matthías Eggertsson, sem þá var
prestur í Grímsey. Hann félck mörg hlý og
einlæg bréf frá jafnt ungum sem öldnum
íbúum Grímseyjar, sem varðveitt eru í
bréfasafni hans. Fóllt segir honum frá dag-
legu amstri og vitaslculd eru mörg bréfanna
Fiske Icelandic Collection.
Handgert kort af Grímsey.
um sltáltleilti, hverjir séu bestu skákmenn-
irnir, hvaða stúllcur tefli, hvaða unglingar
séu efnilegastir, um sltáltlteppnir og margt
annað viðlcomandi skáklistinni.
Flest bréfin frá Grímsey, sem enn eru til,
eru þó frá séra Matthíasi, sem slcrifaði per-
sónuleg hréf og afar hlýleg. Árið 1901 slcrif-
aði Matthías að honum finnist svo óvenju-
legt að ólcunnugir hafi slílcan áhuga og góð-
vilja til Grímseyinga sem Willard Fislce.
Hann segir að það hlýi eyjarslceggjum um
hjartaræturnar að vita af þeim velvilja sem
þeim berist frá Fislce sunnan úr löndum.
Fislce var þá búsettur í Flórens á Ítalíu.
Matthías þalclcar honum fyrir áhuga lrans og
allar góðar gjafir sem hann hafi sent til eyj-
arinnar á undanförnum árum. Það séu hátíð-
isdagar þegar sendingarnar lcomi. Honum
finnst þær hvatning fyrir fóllcið í eynni og
37 Bréf Jóns Þorkelssonar dagsett 3.7. 1892.
37