Ritmennt - 01.01.2004, Page 51
RITMENNT
NÆR MENN ÞVINGA EITT BARN
alle Stænder. Þýðandi var danski rithöfundurinn Niels Prahl
(1724-92).5 Ritið er alls 239 blaðsíður í áttablaðabroti. Frummál-
ið var franska.6
Ritið skiptist í þrjátíu og þrjá kafla. Auk formála um mikil-
vægi þess að mæður hafi börn sín á brjósti (1. kafli) og eftirmála
um þátt Guðs og náðar hans í öllum mannanna verkum (33.
kafli), má skipta efninu í þrjá meginþætti: Mótun barnsins sem
siðferðisveru ásamt skilgreiningu á dygðum og lösturn, kennslu
og lcröfur þær sem gera verður til kennara. Hér verður reynt að
gefa örlítið sýnishorn af efni ritsins.
Mótun barnsins sem siðferðisveru, dygðir og lestir (kaflar 2-12;
18-25)
Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, en vegna syndarinnar er
maðurinn aðeins afskræmi þeirrar myndar. Hann ber þó enn
með sér leifar fyrri myndar, en þær má kalla hjálparlcokka dygð-
anna. Þar á meðal er hæfileikinn til að greina á milli góðs og ills.
Börn eru að vísu misjafnlega hneigð til dygða, en öllum má þoka
áleiðis með réttu uppeldi. Þar má nota sem hvata blygðunar-
lcennd þeirra, óttakennd, forvitni og trúgirni. Uppalandi verður
þó að gæta þess að ala ekki á þessurn eðlislægu eiginleikum,- á
því sviði sem öðrum er allt best í hófi. Þeir skulu einungis not-
aðir á jákvæðan hátt til að sýna barninu fram á að sumt sé því til
góðs og annað til tjóns. Þannig má smám sarnan kenna því að
dygðir leiði til farsældar, en lestir til ógæfu. Þeir lestir sem upp-
alanda ber einlcum að forða barninu frá eru dramb, einþylckni,
lygi og óhóf í mat og dryklc. Uppalandi verður að gera sér fulla
grein fyrir skapgerðareinkennum barnsins, það er til að mynda
ekki hægt að beita sömu uppeldisaðferðum við opin og glað-
sinna börn og þau sem hneigjast fremur til djúphygli eða jafnvel
þunglyndis.
Þær dygðir sem nauðsynlegt er að barnið tileinki sér eru rétt-
læti, skynsemi, trúmennska, þagmælska, náð, hreysti og gjaf-
mildi. Sem róttækur upplýsingarmaður setur Basedow skynsem-
5 Danska útgáfan er án ártals. í eintakinu sem geymt er í Konungsbókhlöðunni
í Kaupmannahöfn (Bibliotheca Danica) er hún talin hafa komið út um 1759.
Þýðanda er ekki getið.
6 Nyerup, R. og J.G. Kraft. Almindeligt Litteraturlexikon for Danmark, Norge
og Island. Þar er þýðingin eignuð Niels Prahl.
47