Ritmennt - 01.01.2004, Page 52
JÓHANNA ÞRÁINSDÓTTIR
RITMENNT
ina þar í hásæti, hún er drottning allra dygða. Hann er elclci í vafa
um að með réttum aðferðum megi þroska öll börn í átt til fyrr-
nefndra dygða, sama hversu lítt þau virðast móttækileg fyrir þær
frá náttúrunnar hendi.
Kennsla (kaflar 13-17)
Fræðilegri þekkingu sem börn geta tileinkað sér á fyrstu sjö ald-
ursárunum er vissulega takmörk sett. Hins vegar er þar um að
ræða greinar sem leggja grundvöllinn að öllu frekara námi barns-
ins.
A öðru aldursári byrja börn að læra að tala. I fyrstu eru þau að-
eins bergmál af umhverfi sínu. Þau festa sér orð í minni sam-
kvæmt hljóðan þeirra. Það er því nauðsynlegt að uppalandi lcveði
skýrt að orði og fari rétt með þegar barnið telcur að gera sér grein
fyrir merkingu þess og notagildi. Að læra rétt mál skiptir sköp-
um, því að með því eru drögin lögð að færni mannsins til að tjá
hugsanir sínar. Hann getur náð langt með því að vera vel máli far-
inn. Stjórnandi, sem ekki hefur af því að státa, getur ekki búist
við að njóta virðingar þeirra sem undir hann eru settir.
Basedow mælir með því að byrjað sé að kenna börnum erlend
tungumál sem allra fyrst með samtölum og æfingum. Sjálfur
gekk hann þar fram fyrir skjöldu með því að láta dóttur sína, Em-
ilie, hefja frönskunám þriggja og hálfs árs og latínunám fjögurra
ára. Sjö ára gömul talaði hún bæði tungumálin reiprennandi.
Besti tíminn til að kenna barni að lesa er á aldrinum fimm til
sex ára. Þar er mikilvægast að kenna því að kveða rétt að og ræða
síðan merkingu orðanna þar til ljóst er að barnið skilur hana. Þar
verður að fara frarn með mikilli þolinmæði. Aldrei má ætla barn-
inu að læra meira í einu en það getur meðtekið. Framfarir má að
vísu knýja fram með réttum aðferðum, en þá verður að gæta þess
að þær séu byggðar á traustum grunni.
Þegar barnið er sex ára má byrja að kenna því að slcrifa. Þar slcal
eklci leggja áherslu á að barnið læri að skrifa fallega hönd, heldur
að það læri að draga svo skýrt til stafs að skriftin verði læsileg.
Basedow varar við því að beðið sé með að kenna börnum þess-
ar greinar fram yfir sjö ára aldur. Því eldri sem þau verða, því
tregar muni kennslan ganga.
Á sjöunda ári tekur skynsemin að láta á sér kræla. Til marks
48