Ritmennt - 01.01.2004, Side 65
RITMENNT
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
trúmálum, skólamálum og stjórnmálum, og tengjast líka mjög
samfélagsþróun í sveitum landsins.
Grundtvig hóf að skrifa um guðfræði strax á fyrsta áratugi 19.
aldar. Viðhorf hans á því sviði eins og á ýmsum öðrum tóku
nokkrum breytingum í tímans rás. Kenningar hans um guð-
fræðileg efni voru löngum umdeildar. Upplýsingin hafði ákveð-
in áhrif á hann, en hann tók afstöðu gegn trúarhugmyndum
stefnunnar, sem lutu að því, að trú og skynsemi samræmdust.
Síðar á ævinni lagði Grundtvig áherzlu á „hinn glaða kristin-
dóm", sem hann nefndi svo og fól í sér andstöðu við heittrúar-
stefnu. Einnig lagði hann áherzlu á „hið lifandi orð", orð Krists.
Hann barðist fyrir auknu sjálfsforræði safnaða.1 Grundtvig er að
margra áliti eitt af þremur helztu sálmaskáldum Dana og naut
mikillar viðurkenningar í lifanda lífi. Þess má geta, að af 754
sálmum í sálmabólc dönsku þjóðkirkjunnar frá 1953 eru 171
frumkveðnir af Grundtvig og 101 í þýðingu eða endurgerð hans.2
Veraldlegur kveðskapur hans er einnig mikill að vöxtum.
Grundtvig var einn helzti forirfræðingur og sagnfræðingur
Dana á sinni tíð.3 Hann sinnti þessu sviði mikið frá æskuárum
og fram á miðjan aldur. Helztu rit hans, sem falla undir þessa
grein, heyra undir norræna goðafræði og veraldarsögu. Þá þýddi
hann Heimskringlu, kroníku Saxa hins málspaka og Bjólfskviðu.
Grundtvig hafði geysimikil áhrif á þessu sviði, m.a. vegna þeirr-
ar áherzlu sem hann lagði á mikilvægi arfleifðar miðalda og
glæsta sögu Danmerkur og reyndar Norðurlanda allra. Leikur
eklci vafi á því, að skrif hans höfðu mikil áhrif á þjóðernisvitund
Dana.4
Snemma á ferli sínum hóf Grundtvig að gagnrýna hefðbundið
latínuskólanám. Hann talaði m.a. um den sorte skole í því við-
fangi. Á fjórða og fimmta áratugi aldarinnar birti hann rit um al-
þýðuskóla, sem urðu mjög áhrifarík. Kenningar hans urn skóla-
mál vöktu mikla athygli. Hann lagði áherzlu á mikilvægi frurn-
1 Sjá m.a. um trúarkenningar Grundtvigs Martin Schwarz Lausten. A Church
History of Denmark, bls. 206-19.
1 Christian Thodberg: Grundtvig som salmedigter, bls. 163.
3 Sjá m.a. um sagnaritun Grundtvigs eftirtalin rit: Sigurd Aa. Aarnes: Grund-
tvig som historiker; William Michelsen. Tilblivelsen af Grundtvigs histor-
iesyn-, Ole Vind. Grundtvigs historiefilosofi.
4 Sjá um þctta efni Flemming Lundgreen-Nielsen: Grundtvig og danskhed.
61