Ritmennt - 01.01.2004, Side 66
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
kvæðis nemenda og menntunar á breiðum grundvelli. Stofnun
og viðgangur lýðháskólahreyfingarinnar dönsku átti sér ýmsar
aðrar stoðir en kenningar Grundtvigs. Má þar nefna þátt slcóla-
stjórans Christens Kolds. En Grundtvig telst tvímælalaust helzti
hugmyndafræðingur hreyfingarinnar, sem tengist náið ung-
mennafélagshreyfingunni dönsku og norsku.
Grundtvig fór að láta til sín taka í stjórnmálum að marki á
fimmta áratuginum. Hann sat um árabil á danska þinginu. Átti
hann nokkurn hóp stuðningsmanna á þingi, sem kallaðir voru
grundtvigssinnar. Hann beitti sér m.a. fyrir framgangi mála, er
vörðuðu jafnrétti í þjóðfélaginu.5
Ekki er vitað til þess, að íslendingar hafi haft milcil persónu-
leg kynni af Grundtvig. Oþarft er að fjölyrða um, að þeir fylgd-
ust þó vel með skrifum hans um forn fræði, sem tvímælalaust
áttu mikinn þátt í að auka áhuga Dana á menningu og bók-
menntum þjóðarinnar til forna, aulc þess sem þeir hafa þekkt til
ritverka hans um önnur efni. Vart þarf að efast um, að Grundtvig
hefur sótt ýmsa fundi, sem menn úr hópi Hafnar-íslendinga
sóttu einnig. Athyglisvert er, að Grundtvig tók svari Finns
Magnússonar í hinum frægu deilum um áletranir, sem Finnur
taldi vera, á steini í Runamo í Svíþjóð,6 en ekki er varðveitt neitt
bréf frá honum í bréfasafni Finns. Grundtvig og Magnús Eiríks-
son áttu í deilum um trúarefni á fimmta áratuginum, en ekki er
vitað, hvort þeir voru kunnugir að ráði.7 Vinátta var með Jóni
Sigurðssyni og Svend, syni N.F.S. Grundtvigs, prófessor og þjóð-
fræðingi, og er næsta víst, að þeir Jón og N.F.S. Grundtvig hafa
hitzt. Jón getur hans á nokkrum stöðum í skrifum sínum.
I hinum ræl<ilegu yfirlitsritgerðum um atburði liðins árs utan
íslands, þ.á m. í Danmörku, sem birtust í Skírni allt frá upphafi,
1827, til 1906 og voru skráðar af íslendingum, búsettum í Kaup-
mannahöfn, fram til 1890, þegar útgáfa ritsins fluttist til Reykja-
víkur, er Grundtvigs og fylgismanna hans alloft getið. Talað er
kunnuglega um hann, en sjaldnast er greint frá skoðunum hans
og fylgismanna hans í löngu máli. Grundtvig er einkum nefndur
í sambandi við trúmál, stjórnmál og lýðháskóla.
5 Sjá m.a. um afskipti Grundtvigs af stjórnmálum Birgitte Thyssen: Grundtvig
og grundtvigianismen som politisk faktor.
6 Aðalgeir Kristjánsson. Nú heilsar þér á Hafnarslóð, bls. 52.
7 Sjá Eiríkur Albertsson. Magnús Eiríksson, bls. 87-97.
62