Ritmennt - 01.01.2004, Page 66

Ritmennt - 01.01.2004, Page 66
INGI SIGURÐSSON RITMENNT kvæðis nemenda og menntunar á breiðum grundvelli. Stofnun og viðgangur lýðháskólahreyfingarinnar dönsku átti sér ýmsar aðrar stoðir en kenningar Grundtvigs. Má þar nefna þátt slcóla- stjórans Christens Kolds. En Grundtvig telst tvímælalaust helzti hugmyndafræðingur hreyfingarinnar, sem tengist náið ung- mennafélagshreyfingunni dönsku og norsku. Grundtvig fór að láta til sín taka í stjórnmálum að marki á fimmta áratuginum. Hann sat um árabil á danska þinginu. Átti hann nokkurn hóp stuðningsmanna á þingi, sem kallaðir voru grundtvigssinnar. Hann beitti sér m.a. fyrir framgangi mála, er vörðuðu jafnrétti í þjóðfélaginu.5 Ekki er vitað til þess, að íslendingar hafi haft milcil persónu- leg kynni af Grundtvig. Oþarft er að fjölyrða um, að þeir fylgd- ust þó vel með skrifum hans um forn fræði, sem tvímælalaust áttu mikinn þátt í að auka áhuga Dana á menningu og bók- menntum þjóðarinnar til forna, aulc þess sem þeir hafa þekkt til ritverka hans um önnur efni. Vart þarf að efast um, að Grundtvig hefur sótt ýmsa fundi, sem menn úr hópi Hafnar-íslendinga sóttu einnig. Athyglisvert er, að Grundtvig tók svari Finns Magnússonar í hinum frægu deilum um áletranir, sem Finnur taldi vera, á steini í Runamo í Svíþjóð,6 en ekki er varðveitt neitt bréf frá honum í bréfasafni Finns. Grundtvig og Magnús Eiríks- son áttu í deilum um trúarefni á fimmta áratuginum, en ekki er vitað, hvort þeir voru kunnugir að ráði.7 Vinátta var með Jóni Sigurðssyni og Svend, syni N.F.S. Grundtvigs, prófessor og þjóð- fræðingi, og er næsta víst, að þeir Jón og N.F.S. Grundtvig hafa hitzt. Jón getur hans á nokkrum stöðum í skrifum sínum. I hinum ræl<ilegu yfirlitsritgerðum um atburði liðins árs utan íslands, þ.á m. í Danmörku, sem birtust í Skírni allt frá upphafi, 1827, til 1906 og voru skráðar af íslendingum, búsettum í Kaup- mannahöfn, fram til 1890, þegar útgáfa ritsins fluttist til Reykja- víkur, er Grundtvigs og fylgismanna hans alloft getið. Talað er kunnuglega um hann, en sjaldnast er greint frá skoðunum hans og fylgismanna hans í löngu máli. Grundtvig er einkum nefndur í sambandi við trúmál, stjórnmál og lýðháskóla. 5 Sjá m.a. um afskipti Grundtvigs af stjórnmálum Birgitte Thyssen: Grundtvig og grundtvigianismen som politisk faktor. 6 Aðalgeir Kristjánsson. Nú heilsar þér á Hafnarslóð, bls. 52. 7 Sjá Eiríkur Albertsson. Magnús Eiríksson, bls. 87-97. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.