Ritmennt - 01.01.2004, Síða 72
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Sigurður Þórólfsson
(1869-1929).
egi og Svíþjóð, var einnig mikill, en ekki liggja fyrir tölur um það
efni.25 Margt af þessu fólki fékkst við kennslu síðar á lífsleiðinni.
Þegar litið er á skrif íslendinga um lýðháskóla á fyrstu áratug-
um 20. aldar í heild, vekur athygli, að lýðháskólahreyfingin er
mjög tengd nafni Grundtvigs. Snorri Sigfússon námsstjóri, sem
stundaði nám við lýðháskólann í Voss í Noregi 1907-08, segir í
sjálfsævisögu sinni, að ýmsir bændasynir hafi á því skeiði að-
hyllzt grundtvigska hugmyndafræði. Snorri segir frænda sinn
hafa borið sér á brýn í samtali á þeim árum, að hann væri „um
of fullur af Grundtvígskum grillum, eins og hann nefndi það."26
Áhrif frá íslenzlcum skólum, sem kölluðust lýðháskólar eða
voru ígildi slíkra skóla, birtust greinilega í því, að margir nemend-
ur áttu eftir að standa framarlega í félagsmálum og sveitarstjórn-
armálum. Rannsókn Huldu S. Sigtryggsdóttur á ferli nemenda
Hvítárbakkaskóla í Borgarfjarðarhéraði sýnir þetta ljóslega.27
Fyrstu áratugir 20. aldar voru tímabil mikilla umskipta í ís-
lenzkum skólamálum. Ber þar elcki sízt að nefna fræðslulögin
1907, stofnun alþýðuskóla og ýmissa sérskóla, tilkomu héraðs-
skóla og lagasetningu um gagnfræðaskóla 1930. í ákveðnum til-
vikum voru héraðsskólar arftakar annarra slcóla; þannig var Lýð-
háskólinn á Hvítárbakka felldur undir lög um héraðsskóla, en
skólinn var fluttur að Reykholti 1931. Skólarnir á Laugarvatni,
Reykjum í Hrútafirði og Reykjanesi við ísafjarðardjúp áttu sér
hins vegar ekki forvera. Lög um héraðsskóla voru ekki sett fyrr
en 1929, þegar fjórir slíkir skólar voru starfandi, og birtast greini-
leg lýðháskólaáhrif í þeim. Þar segir m.a.:
Skal í yngri deild meir lögð áherzla á ýms fræði, leikni og tækni, sem
nauðsynleg er til sjálfsnáms, en í eldri deild á sjálfsnám og iðju, eftir því
sem hæfileikar og áhugi bendir til.28
En markmið þeirra alþýðuskóla, sem stofnaðir voru fyrir þann
tíma og hafði ekki verið mörkuð sameiginleg stefna, voru að
nokkru leyti hin sömu. Meðal skólastjóra héraðsskóla, sem voru
25 Jón Torfi Jónasson: Lýðháskólar á íslandi í byrjun 20. aldar, bls. 126-28.
26 Snorri Sigfússon. Feiðin fiá Biekku. 1. b., bls. 218-19.
27 Hulda S. Sigtryggsdóttir: Alþýðuskólar og ungmennafélög.
28 Stjóinaitíðindi fyiii ísland átið 1929. A-deild, bls. 101.
68