Ritmennt - 01.01.2004, Síða 78
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
1907. Þar eð tilgreint er í lögunum, hver meginatriði í stefnu
ungmennafélaga, sem gengju í sambandið, ættu að vera, er ljóst,
að upphafleg lög UMFA voru mjög mótandi fyrir stefnu ís-
lenzkra ungmennafélaga yfirleitt. Þegar ungmennafélög voru
stofnuð, voru lög yfirleitt sniðin að lögum UMFÍ eða þá að lög-
um ungmennafélaga, sem byggðu á þeim. Hér er raunar á það að
líta, að sum ungmennafélög gengu ekki í landssambandið vegna
andstöðu við bindindisheitið í lögum þess, sem ekki var
afnumið fyrr en 1933.
Svo er að sjá sem þeir, er þekktu af eigin raun starfsemi ung-
mennafélaga í Noregi og áttu hlut að stofnnn ungmennafélaga á
íslandi frá og með 1907, hafi verið mjög ásáttir við stefnuatriði
UMFA og UMFÍ. íslendingar slcrifuðu lítið um dönsku ung-
mennafélögin og virðast ekki hafa þeklct milcið til þeirra. Eftir
því sem bezt verður séð, hafa lög danskra ungmennafélaga ekki
haft mótandi áhrif á lög íslenzkra félaga. Forystumenn í íslenzk-
um ungmennafélögum, sem numið höfðu í Askov og við aðra
danska lýðháskóla, viróast ekki hafa gert neinn ágreining um
stefnu félaganna. Meðal framámanna í íslenzkri ungmennafé-
lagshreyfingu fyrsta áratuginn í sögu hennar, sem stundað höfðu
nám við lýðháskóla í Danmörku og/eða Noregi, má nefna Björn
Guðmundsson, Guðbrand Magnússon, Jónas Jónsson frá Hriflu,
Snorra Sigfússon og Þórhall Bjarnarson. Þá hafði Helgi Valtýsson
stundað nám við l<ennaraslcóla í Noregi og verið búsettur þar í
landi um árabil.
Sameiginlegar áherzlur eru í lögum íslenzku og norsku félag-
anna, hvað það varðar, að mikil áherzla er lögð á hið þjóðlega. í
lögum norsku félaganna er sérstaklega vísað til áherzlu á alþýðu-
fræðslu, folkeopplysning; ekki er neitt hliðstætt orð notað í lög-
um íslenzku félaganna. Skírskotun til þess að félögin eigi að
vinna að framförum, sem er í lögum þeirra, á sér ekki beina hlið-
stæðu í lögum hinna norsku, en áherzla á uppfræðingu getur
vissulega falizt í framfaramarkmiði.
í upphaflegri gerð laga Noregs Ungdomslag eru markmið sam-
bandsins skilgreind sem hér segir: „Det norske ungdomslag vil
arbeide for en opplyst og nationalt tenkjande ungdom." Bráðlega
var þessari klausu breytt á eftirfarandi hátt: „Norigs Ung-
domslag vil arbeide for folkeleg upplysning paa fullnorsk grunn
og for samhald og samyrke millom landsens ungdom."42
74