Ritmennt - 01.01.2004, Page 81

Ritmennt - 01.01.2004, Page 81
RITMENNT ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA ar með fyrirlestrahaldi, hins vegar með stofnun og rekstri bóka- safna og lestrarfélaga, sem ungmennafélögin efndu til. Einnig skiptir hér máli, að noklcurt fræðsluefni var birt í handskrifuð- um blöðum, sem langflest ungmennafélög gáfu út. Mjög algengt var, að félög efndu bæði til bókasafns og handskrifaðs blaðs, skömmu eftir að þau voru stofnuð. Skýr samsvörun er að þessu leyti við starf norsku félaganna, sem unnu einlcum að markmið- urn, er falla undir folkeopplysning, á þessum vettvangi. Lestrar- félög og bókasöfn, svo og handskrifuð blöð, áttu sér nokkra sögu rneðal íslendinga, áður en ungmennafélagshreyfingin myndað- ist, en fyrirlestrahald fyrir almenning í hinum dreifðu byggðum, sem farandfyrirlesarar áttu ríkan þátt í, var lítt þekkt hérlendis fyrir daga hennar. Er greinilegt, að þar voru fyrirmyndir sóttar til hreyfingarinnar í Noregi og í einhverjum mæli til Danmerkur. Athyglisvert er, að Guðmundur Hjaltason, sá maður, sem mest stundaði fyrirlestrahald á vegum íslenzku ungmennafélaganna, frá 1909 til dauðadags, 1919, hafði áður starfað lengi sem fyrir- lesari á vegum norskra ungmennafélaga, svo og í Danmörku. Þegar á heildina er litið, var fyrirlestraþátturinn þó fyrirferðar- meiri í starfi norsku ungmennafélaganna en hinna íslenzku. Starfsemi bókasafna og útgáfa handslcrifaðra blaða félaganna var mjög með sama hætti í löndunum tveimur.44 í hreyfingunni í báðum löndunum var lögð áherzla á skógrækt og heimilisiðnað. Athyglisvert er, að á sambandsþingi UMFÍ 1908 var samþykkt tillaga frá Svövu Þórhallsdóttur um að skora á öll ungmennafélög í sambandinu að vinna að skógrækt á ís- landi, t.d. með því að halda ræktunardag að dæmi Norðmanna einu sinni á ári.45 Hvorugur þessara þátta var grundvallaratriði í starfi lýðháskólahreyfingarinnar, en þó ber að líta á áherzlu dönsku hreyfingarinnar á landgræðslu og nýrækt, sem raunar var ofarlega á baugi meðal Dana eftir ósigurinn í styrjöldinni 1864. Iðkun söngs var allgildur þáttur í starfi norsku ungmennafé- laganna. Er þar greinilega um hliðstæðu að ræða við það, sem gerðist í lýðháskólunum dönsku og norsku. Þáttur tónlistar var 44 Sjá m.a. um handskrifuð blöð norskra ungmennafélaga Jon Tvinnereim. Ei folkerorsle blir til, bls. 67-72. - Sjá m.a. um handslcrifuð blöð íslenzkra ung- mennafélaga Eirikur Þormóðsson: Handskrifuð lilöð. 45 [Gerðabók um sambandsþing Ungmennafélags íslands 1908-21.] 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.