Ritmennt - 01.01.2004, Side 89
ritmennt
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
tugir á undan voru fremur tímabil mikillar heimildaútgáfu en
útgáfu frumsaminna rita. Jón Sigurðsson skrifaði býsna mikið
um sögu íslands, en mest var það í tengslum við stjórnmálabar-
áttuna, og fá rit voru samin, þar sem fjallað var um íslandssög-
una í heild og mat lagt á sérkenni einstakra tímabila. Ágrip af
sögu íslands eftir Þorkel Bjarnason er merkilegt rit í þessu við-
fangi. Þótt hér væri eklci um að ræða yfirgripsmikið rit og það
væri fyrst og fremst ætlað til kennslu barna og unglinga, er þar
mjög skipulega leitazt er við að draga upp heildarmynd af sögu
Islands og einkennum einstakra tímabila.
I lolc 19. aldar varð sagnaritun Islendinga fjölbreyttari en ver-
ið hafði um skeið, meira fjallað um sögu landsins í heild, og
blærinn á hinum þjóðernissinnuðu viðhorfum í sagnfræði, sem
lengi höfðu sett marlc á fræðin, breyttist nokkuð. Framlag þeirra
Boga Th. Melsteðs og Jóns J. Aðils er hér merkilegt. Þeir áttu það
sameiginlegt að hafa numið sagnfræði við Kaupmannahafnar-
skóla og vera nátengdir lýðháskólahreyfingunni. Voru þeir um
langt árabil atkvæðamestu sagnaritarar landsins. Meðal áhrifa-
ríkra sagnaritara, þegar kom nokkuð fram á öldina, voru Jónas
Jónsson frá Hriflu og Páll Eggert Ólason. Fyrra hefti íslandssögu
handa börnum eftir Jónas kom út 1915, og fyrsta bindi hins
mikla ritverks Páls Eggerts, Menn og menntir siðskiptaaldarinn-
ar á íslandi, lcom út 1919. Líkt og hjá Jóni og Boga gætir þjóðern-
issinnaðra viðhorfa mjög hjá Jónasi og Páli Eggerti. Einnig birt-
ast slík viðhorf víða í skrifum um stjórnmál og í ýmsum grein-
um í blöðum og tímaritum, þar á meðal í handrituðum blöðum,
svo sem blöðum ungmennafélaga, sem alþýðufólk slcrifaði mest
í. Þegar lcemur nokkuð fram á tímabilið milli heimsstyrjald-
anna, eftir að fullveldi var fengið, dregur greinilega úr hinni þjóð-
ernissinnuðu áherzlu í skrifum íslenzlcra sagnfræðinga. Má þar
nefna til dæmis rit Þorkels Jóhannessonar.
Það einlcennir umræðu um þjóðernismál á þessu tímabili, að
tjáning er oft þrungin meiri tilfinningum og stíll íburðarmeiri en
áður hafði verið algengt, þótt grundvallarviðhorfin séu elclci milc-
ið breytt frá því, sem fyrr hafði verið. Þetta birtist m.a. í því, hve
n'k áherzla er lögð á milcilvægi þjóðernistilfinningar og þá með
hástemmdu orðalagi, hve fast er kveðið að orði um glæsileilca
hinnar íslenzlcu fornaldar og milcið gert úr illum áhrifum sundr-
ungar meðal þjóðarinnar. í bólc Jóns J. Aðils, íslenzku þjóðerni,
Bogi Th. Melsteð
(1860-1928).
85