Ritmennt - 01.01.2004, Side 112

Ritmennt - 01.01.2004, Side 112
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON RITMENNT Æviágrip Jóns prests Sigurðssonar skrásett eftir hans eigin fyrirsögn 1870 af Sighvati Grímssyni Borgfirðing og aulcið fáeinum slcýringargreinum og ættlcvísl af sama Ég, Jón Sigurðsson, er fæddur í Vatnsfirði, 14. júní 1787.28 Faðir minn var Sigurður, sonur síra Guðlaugs prófasts í Vatnsfirði, Sveinssonar. Var faðir minn erlendis þá ég fæddist. Móðir föður míns var Rannveig, dóttir Sigurðar sýslumanns á Hvítárvöllum, Jónssonar.29 Sigurður faðir minn lærði fyrst hjá föður sínum en útslcrifaöist úr Skálholtsskóla,30 og sigldi síðan 1786 um haustið. Var þá móðir mín þjónustustúlka hjá síra Guðlaugi og Rannveigu. Hét móðir mín Guðrún og var faðir hennar Jón, bóndi á Garðsstöðum í Ögursveit, vel ríkur maður og átti hann hálfa alla fasteign í Laugardalnum. Var hann Eld- járnsson, Þorvarðssonar, Jónssonar.31 Guð- björg hét kona Jóns á Garðsstöðum (amma mín). Var hún ein af þeim fyrstu eiðsvörnu yfirsetukonum er eiðsvarnar voru, og lærði hún lijá Bjarna landlækni. Hét Þorlálcur faðir hennar, og var sú ætt úr Önundarfirði.32 Eftir þetta var faðir minn níu ár í Kaup- mannahöfn. Þegar þau voru liðin fékk hann far til Islands með skipi nokkru ásamt amt- manni Vibe, en það skip hraktist til Arendal í Noregi. Þar fékk faðir minn viðdvöl hjá djákna einum, því hann varð að fara þar á land sem aðrir þeir er á skipinu voru. En skipið sigldi að vori og Vibe amtmaður með því til íslands.33 Varð faðir minn þar eftir hjá djálcna þessum og félclc þar frían kost og 28 í Prestaævum (Lbs 2368 4to, bls. 212) bætir Sig- hvatur við að Jón hafi verið slcírður af síra Guðlaugi afa sínum 19. júní, og birtir vísu eftir síra Jón: Fjórtánda júní féklc eg litið þann fyrsta dag sem ljós mér bar, átjándu aldar ártal ritið, áttatíu og sjö þá var, í Vatnsfirði alinn forðum var, mín fyrstu lífsspor gekk eg þar. 29 Sigurður Guðlaugsson, faðir síra Jóns, var fæddur árið 1764 og lést 1840 (sjá síðar). - Guðlaugur Sveinsson (1731-1807) var sonur hjónanna Sveins Guðlaugssonar (1704-52), prests í Hvammi í Norð- urárdal (frá 1751 til æviloka), og Helgu „blindu" Jónsdóttur (1695-1780), prests á Staðastað, Jóns- sonar. Helga og Sveinn giftust árið 1728; Helga hafði verið blind frá 1711. Guðlaugur vígðist til prests 1756, var fyrst á Stað á Snæfjallaströnd, en fékk síðan Kirkjuból í Langadal 1765; 1772 var hann slcipaður prófastur í Norður-ísafjarðarsýslu og var það til dauðadags; hann tók við prestakallinu í Vatnsfirði 1780 og hélt því til æviloka. Guðlaugur var mikill búsýslu- og framkvæmdamaður, en aulc þess nokkur lærdómsmaður. Ritgerðir eftir hann voru prentaðar í ritum Hins íslenska lærdómslistafé- lags,- hann þýddi einnig nokkur rit, m.a. Stuttan siða- lærdóm fyríx góðra manna börn eftir J.H. Campe (útg. í Leirárgörðum 1799, Viðey 1838, Hafnarfirði 2000). Eftir Guðlaug er annáll 1751-93 (Vatnsfjarðar- annáll hinn yngsti), prentaður ásamt ævisögu hans og bréfabútum i Annálum 1400-1800 V, 298^160. Þá féklcst Guðlaugur nolclcuð við lcveðslcap. - Rannveig (1728-94), kona Guðlaugs (1757), var dóttir Sigurðar sýslumanns á Hvítárvöllum Jónssonar (1679-1761) og Ólafar Jónsdóttur (1686-1778) frá Eyri í Seyðis- firði. 30 Sjá um dvöl Sigurðar í Slcálholtsslcóla þátt eftir Jón Helgason í Frjálsri þjóð 10. maí 1958: „Þegar pró- fastssonurinn barði á slcólans yfirvöldum." 31 Guðrún Jónsdóttir, móðir sira Jóns, var fædd árið 1752 og lést 1838 (sjá síðar). - Lítið er vitað um Jón 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.