Ritmennt - 01.01.2004, Síða 114
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Adolf Friöriksson.
Vatnsfjörður í ísafjarðardjúpi. Á þessum fornfræga stað fæddist Jón Sigurðsson 14. júní 1787, á bæ föðurforeldra
sinna, Guðlaugs prófasts Sveinssonar og Rannveigar Sigurðardóttur, og ólst þar upp til átta ára aldurs. Á unglings-
árum sínum stundaði Jón nám í þrjá vetur hjá Guðlaugi afa sínum í Vatnsfirði.
árið eftir, sem seinna verður sagt, og bjuggu
þau á Hvítanesi í hálft ellefta ár.34
En faðir minn varð falctor í Reykjavík við
höndlun Bjarna Sívertsens, og mun það hafa
verið þrjú ár. Eftir það varð hann assistent
hjá Boga kaupmanni, og varð þá sú höndlan
gjaldþrota.35 Þar eftir hélt hann sér uppi á
skriftum hjá stiftamtmanni, en síðar var
hann settur fyrir Snæfellssýslu. Giftist
hann þá ekkju Elínu Kristínu, sem áður átti
Jón prentara Jónsson frá Hólum, og missti
hann hana aftur 1827.36 Voru börn þeirra: 1.
Rannveig Sigurðardóttir, dó ung. 2. Dag-
björt Sigurðardóttir, giftist seinna Guð-
mundi á Arngerðareyri, Ásgeirssyni. 3. Þóra
Sigurðardóttir, giftist síðar Jóni Einarssyni
dannebrogsmanns frá Kollafjarðarnesi.37
Eftir það fór faðir minn með Þóru dóttur
sína að Otrardal, sem síðar verður getið.
Eftir það ég fæddist í Vatnsfirði var ég þar
þar til ég var 8 ára. Var þá amma mín dáin
131; II, 326). - Bjarni Pálsson (1719-79) var skipaður
landlæknir, hinn fyrsti á íslandi, 1760 og var það til
dauðadags.
33 Joachim Chr. Vibe (1748-1802) var amtmaður Vest-
uramts 1793-1802. - Hér eftir skýtur Sighvatur
Borgfirðingur inn skýringargrein: 'Það kemur heim
við Árbækr Espólíns, XI. Deild, bls. 77, við árið
1795: Þá kom út amtmadrinn til vestr-amts Joa-
chim Kristján Wibe, ok Páll Michael Finne landfó-
geti.' (Finne var landfógeti á íslandi 1794-1804.)
34 Hvítanes er bær yst á samnefndu nesi milli Hest-
fjarðar og Skötufjarðar. Um nesið utanvert voru
sóknamörk milli Ogursóknar og Eyrarsóknar í
Seyðisfirði. - Einar Magnússon á Hvítanesi var
fæddur 1751 og lést 1809 (sjá síðar).
35 Bjarni Sívertsen (1763-1833) var kunnastur fyrir
verslun sína og útgerð í Akurgerði í Hafnarfirði.
„Bogi kaupmaður" mun vera Johannes Erland Boye;
hann var verslunarstjóri í Reykjavík 1798-1805 (sjá
Jón Helgason biskup, Árbækui Reykjavíkur
1786-1936, 24, 37).
36 Réttari nafnmynd mun vera Elena Kristín. Faðir
hennar var síra Erlendur Vigfússon (1733-1812) á
Þæfusteini. Jón Jónsson, fyrri maður hennar, var
um tíma prentari á Hólum hjá Sigurði biskupi Stef-
ánssyni. Elena giftist Sigurði Guðlaugssyni 1816.
Hún var 45 ára þegar hún lést. - Sigurður Guðlaugs-
110