Ritmennt - 01.01.2004, Side 116
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Siggeir Pálsson. Þjóðminjasafn.
Sr. Guttormur Pálsson prófastur (1775-1860). Hann
var einn af kennurum Jóns í Bessastaðaskóla veturinn
1806-07. Áður hafði hann verið prorektor Hólavallar-
skóla 1801-04. Guttormur vígðist prestur til Hólma í
Reyðarfirði 1807 og varð prófastur £ Suður-Múlasýslu
1817. Frá 1822 til 1851 var hann prestur f Vallanes-
sókn.
þremur öðrum skólapiltum héldum til
þriðja árið í kamesi konrektorsins og lásum
latínu og testamentið í grísku. Þá færðist
skólinn að Bessastöðum. Komu þá tveir
nýir ltennarar, Steingrímur Jónsson (seinna
biskup) og Jón Jónsson, stjúpsonur síra
Markúsar í Görðum (sem seinna varð lekt-
or), en Guttormur Pálsson (seinna prófastur
á Hólmum) var hinn þriðji, og hafði hann
áður verið kennari við Reyltjavíkurskóla.43
Voru þar skipaðir tveir bekkir, en um
haustið þegar niðurröðun var gjörð í beldsj-
unum var farið allt eftir því hvernig hverj-
um pilti hafði teltist í latínskum stíl. Þetta
var haustið 1805.
föðursystir síra Jóns; Guðlaugur vígðist 1815
aðstoðarprestur síra Þorlálrs Jónssonar að Snæ-
fjöllum (sjá nmgr. 38). Jón Matthíasson (1786-1859)
var sonur Matthíasar stúdents Þórðarsonar á Eyri í
Seyðisfirði og Rannveigar Guðlaugsdóttur, sem
einnig var föðursystir síra Jóns (sjá einnig nmgr. 64);
vígðist prestur 1809, var síðast og lengst af prestur
að Arnarbæli í Ölfusi (1821-57). Jens Jónsson
(1787-1813) var sonur Jóns yngra sýslumanns Arn-
órssonar í ísafjarðarsýslu; vígðist prestur 1812 en
lést ári síðar eftir langa legu vegna kýlis í handar-
krika.
42 Reykjavíkurskóli: þ.e. Hólavallarskóli, sem starf-
ræktur var 1786-1804. Bessastaðaskóli tók við af
honum 1805. Um latínuskólana á íslandi og erfið-
leikana við skólahaldið sjá: Guðlaugur Rúnar Guð-
mundsson, Skólalíf. Starf og siðir í latínuskólunum
á íslandi 1552-1846-, Einar Laxness, íslandssaga II,
'latínuskóli' (einkum bls. 125-26).
43 Steingrímur Jónsson (1769-1845) var lektor við
Bessastaðaskóla frá 1805-10; varð biskup 1825. Jón
Jónsson (1777-1860) var sonur Jóns sýslumanns
Eggertssonar (d. 1784) á Hvítárvöllum og Þuriðar
Ásmundsdóttur. Þuríður varð kona síra Markúsar
Magnússonar (1748-1825) í Görðum árið 1787. Við
Bessastaðaskóla kenndi Jón dönsku, latínu og
reikningslist. Guttormur Pálsson (1775-1860) var
1801 settur (með hálfum launum) rektor í Hólavall-
arskóla og var það til 1804 (1804-05 var enginn
skóli haldinn); 1806 var hann skipaður kennari í
Bessastaðaskóla (kenndi grísku, sagnfræði og móð-
urmál); vígðist 1807 til Hólma í Reyðarfirði, varð
prófastur í Suður-Múlasýslu 1817; frá 1822 til 1851
þjónaði hann Vallanessókn. Um Guttorm sjá: Æfi-
minning séra Guttorms Pálssonar (1864). -
Ljósmyndin af sr. Guttormi er merkileg fyrir þær
sakir, að hann mun vera elsti Islendingur sem ljós-
mynd er til af; Siggeir Pálsson (1815-66) tók mynd-
ina (sjá: Inga Lára Baldvinsdóttir, „Daguerreotýpur
á Islandi og fyrstu ljósmyndararnir." Árbók Hins
íslenzka fornleifafélags 1982, 146-51).
112