Ritmennt - 01.01.2004, Page 121
RITMENNT
BEITT SÁ HAFÐI BJÖRTUM ANDANS VIGRI
Ljósmynd: ókunnur / Ljósmyndasafnið ísafirði.
Gömlu verslunarhúsin í Neðstakaupstað á ísafirði. Frá vinstri: Tjöruhús frá árinu 1782 (sést til hálfs), Krambúð frá
1757 og Turnhús frá 1784. Lengst til hægri eru tvö pakkhús. Faktorshús frá 1765 er í hvarfi á balc við húsin. Myndin
er líklega tekin 1885. - Þrítugur að aldri fluttist Jón með fjölskyldu sína til ísafjarðar. Þar vann hann við verslunar-
störf í sex ár (1817-23). Meðfram þeim störfum kenndi hann nemendum á vetrum.
prestar. Tólc ég þá vígslu af Árna stift-
prófasti Helgasyni, þ. 9. maí 1824.56
Fór ég þar eftir vestur og flutti að Otrar-
dal um vorið, og fór móðir mín þangað með
mér. Hafði ég þá sjö um þrítugt. Fékk ég til
ábúðar hálfa jörðina og hálfar tekjur presta-
kallsins. Tólc ég þá um haustið sama ár til
kennslu Gísla ívarsson frá Botni í Patreks-
firði, var hann velgáfaður, og Sakarías, son
Benedikts Gabríels.57 Fór þá Sigurður sonur
minn að byrja lærdóm, latínu og gríslcu, en
var orðinn mjög vel fær í dönslcu. Sama árið,
um haustið 1824, resigneraði síra Einar Otr-
ardalskalli, og bauð ég honum þó að þjóna
lengur við sömu kjör, og sótti þá um
brauðið, en mér var veitt það í febrúar 1825.
Flutti þá síra Einar á hálfa jörðina Foss,58 og
fékk ég staðinn sæmilega úttekinn en gjör-
fallinn, en ltirkjan var í slæmu standi og
peningalaus. Þó byggði ég hana upp sama
síðar bóndi; skráður assistent á ísafirði 1835, bóndi
á Itirkjubóli í Skutulsfirði 1845; kona hans var
Sigríður Benediktsdóttir Gabríels Jónssonar (sjá
nmgr. 57).
56 Einar Thorlacius Þórðarson (1764-1827) vígðist
1795 aðstoðarprestur í Otradal og fékk það presta-
kall 1798. Hann sagði af sér prestskap 1. nóv. 1824
(sbr. hér á eftir), sama ár og hann fékk síra Jón til
sín, enda var hann þá orðinn nálega blindur. Páll
Hjálmarsson (1752-1830) hafði tekið próf í heim-
speki við háskólann í Kaupmannahöfn 1784, emb-
ættispróf í málfræði tveimur árum síðar og lauk
loks prófi í guðfræði 1789. Sama ár tók hann við
relctorsstarfi að Hólum og gegndi þeirri stöðu uns
skólinn var lagður niður 1801. Páll fékk Stað á
Reykjanesi 1813 og vígðist ári síðar, fékk lausn
þaðan 1829. Hann þótti vel að sér og gáfað-
ur, var vel hagmæltur og kenndi mörgum undir
skóla og veitti nokkrum stúdentsvottorð eftir að
hann varð prestur (sbr. nmgr. 53 og 57). Árni
Helgason (1777-1869) gegndi biskupsembætti,
settur 21. sept. 1823, til 14. maí 1825; varð raunar
ekki stiftprófastur að nafnbót fyrr en 30. apríl
1828.
57 Gísli ívarsson (1807-60) lærði fyrst tvo vetur hjá
síra Gísla Ólafssyni í Sauðlauksdal en síðan fjóra
117