Ritmennt - 01.01.2004, Side 128
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Hermann Wendel / Þjóðminjasafn.
Kirkjan og bærinn á Söndum kringum aldamótin 1900. Þar var síra Jón síðast prestur. Eftir sex ára prestskap á
Söndum (1853-59) neyddist hann til að hætta sökum blindu. Þótti honum viðskilnaðurinn erfiður: „Hafði ég látið
byggja kirkjuna á Söndum með miklum erfiðleilcum." - Á Söndum eru nú hús engin.
síra Jón Benediktsson,76 öðrum inn á kotið,
svo ég gat ekki haldist þar við. Flutti ég þá
með konu minni og syni norður að Hafnar-
hólmi, til Guðbjargar dóttur okkar, sem
bauð okltur til sín. Var það vorið 1862, og
varð mér sú færsla kostnaðarsöm.77
Eftir það ég var búinn að vera á Hafnar-
hólmi fimm ár dó lconan mín 4. maí 1867;
var hún þá 78 ára, en ég stóð á áttræðu.
Höfðum við aldrei rúm skilið í 55 ár, 15
vikum fátt í, sem við höfðum verið saman.78
Var ég þann vetur mjög vesæll og hef ég
síðan verið í húsum dóttur minnar, og er
vonandi að heldur styttist það sem eftir er,
því nú er ég kominn á fjórða um áttrætt,
síðan 14. júní þ.á.79
varð að skríða inn á moldargólfið, því svo kveður hann
sjálfur ..." (bls. 221). Kvæðið er í 10 erindum og er
prentað í Viðauka (I c) hér á eftir. - Þess ber að minn-
ast að síra Jón er orðinn 72 ára er hann flyst að Múla.
- Jörðin Múli er í Kirkjubólsdal. Bærinn stendur í dals-
mynninu, undir fjallinu Bakkahorni. Sandakirkja átti
lengi Múla, og svo var enn að minnsta kosti 1840.
Stundum féllu skriður á tún eða engjar og bærinn var
talinn í hættu fyrir snjóflóðum. Frá hlaóinu á Múla
blasti forðum við staðurinn og kirkjan á Söndum
(Iíjartan Ólafsson, Firðir og fólk, 129, 130).
76 Jón Benediktsson (1793-1862) var prestur á Setbergi
á árunum 1855-61. Hann var sonur Benedikts
Gabríels, er fyrr var nefndur (sjá nmgr. 57), og bróðir
Jóns þess er fórst ásamt syni síra Jóns á Arnarfirði
1830. - Niðjatal síra Jóns Benediktssonar kom út
1971 (sbr. nmgr. 57).
77 Milli bls. 224 og 225 í Prestaævum Sighvats er bréf
sem síra Jón hefur sent Helga Thordersen
(1794-1867) biskupi varðandi flutning sinn frá
Múla, dags. 25. apríl 1862. - Bréfið er prentað í Við-
auka (I b) hér á eftir.
124