Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 129
RITMENNT
BEITT SÁ HAFÐI BJÖRTUM ANDANS VIGRI
Vióauki I: Úr Prestaævum
Sighvats Grímssonar Borgfirðings
(Lbs 2368 4to)
a) Niðurlag kaflans um síra Jón Sig-
urðsson (bls. 225-26)
... var hann jarðsettur við Kaldrananes-
kirkju í Bjarnarfirði 5. janúar 1871, og ágæt-
ar ræður fluttar við jarðarför hans af síra
Magnúsi Hákonarsyni á Stað í Steingríms-
firði.80
Hið síðasta haust sem hann lifði lét hann
Sighvat Grímsson Borgfirðing, sem þá bjó á
Klúku í Bjarnarfirði, rita eftir sinni frásögn
ævisögu sína, og sendi hann Jóni riddara Sig-
urðssyni í Kaupmannahöfn, og hef eg fylgt
hér að mörgu frumriti því er eg tók þá fyrst
eftir eigin orðum síra Jóns, þó ekki að öllu,
en sumstaðar hef eg bætt inn í eftir kirkju-
bókum og fleiru.
Hann tók sjálfur til líkmenn sína hið síð-
asta haust, og voru þeir: Sigurður óðalsbóndi
Gíslason í Bæ á Selströnd, Björn bóndi
Björnsson á Bjarnarnesi, Jón bóndi Eyjólfs-
son á Hafnarhólmi, Jón bóndi Guðmunds-
son á Hellu, Einar smiður Gíslason á Sand-
nesi og Sighvatur Borgfirðingur á Klúku.
Einar srniður á Sandnesi smíðaði líkkistuna
og setti á hana haglega gjörðan nýsilfurkross
sem á var letrað: Jón prestur Sigurðsson,
fæddur 14. júní 1787, dáinn 26. desember
1870.
Síra Jón var ágætlega lærður rnaður, einlc-
um í tungumálum, latínu og grísku. Hann
talaði frakknesku svo vel að Fraklcar sjálfir
kváðust eklci geta gjört mismun á lionum frá
innfæddum mönnum í Frakklandi. Hafði
hann við þá mikil kynni meðan hann var í
Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson.
ICaldrananeskirkja í Bjarnarfirði. „Norðan og vestan
hægð, bjartur og góðviðri en frost. - Við tókum gröf-
ina." Þannig tekur Sighvatur Grímsson til orða í dag-
bók sinni að kvöldi greftrunardags síra Jóns Sigurðs-
sonar, 5. janúar 1871. Síra Jón var jarðsettur við Kald-
rananeskirkju, en leiðið er nú týnt. Núverandi kirkja
var reist árið 1851, en miklar breytingar voru gerðar á
henni 1888-92.
Dýrafirði og hafði af því oft heiður og hagn-
að. Hann þótti bera mjög af öðrum að kenna
ungum mönnum, og svo var hið síðasta
æviár hans að hinn blindi, háaldraði maður
78 í Prestaævum segir um Þórdísi: „Hún þótti mörgu
fróð í fornum fræðum og hafa verið um það nokkrar
sagnir í Dýrafirði" (bls. 225). - í áðurnefndum
minningarorðum um Þórdísi (á lausum tvíblöðungi
i Lbs 1014 4tO; sbr. nmgr. 15) segir að hún hafi síð-
ustu æviárin þjáðst „þunglega af ellihrumlcik og
geðveiki."
79 Hér eftir skrifar Sighvatur Borgfirðingur dagsetn-
inguna '6. okt. 1870' innan sviga. - Aftan við ævi-
ágripið, á bls. 19-21 í handritinu, er slrráð 'Föður-
ættlcvísl síra Jóns Sigurðssonar', eftir Sighvat Borg-
firðing.
80 Magnús Hákonarson (1812-75) varð prestur á Stað í
Steingrímsfirði 1866 og hélt til æviloka. „Vel gef-
inn, vel að sér, málvandur, slcáldmæltur, afburða-
ræðumaður, söngmaður góður, frældnn í glímurn
og til sunds" (íslÆv III, 426-27).
125