Ritmennt - 01.01.2004, Side 130
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
fékk nýtt fjör þegar hann fékk færi á að
fræða aðra og útlistaði þá hvert framandi orð
svo undrum gegndi, enda hélt hann óskertu
minni og sálarkröftum til dauðadags og lá
aðeins fáa daga banalegu sína.
Hann var meðalmaður á hæð og gildvax-
inn með dökkt hár og skegg, sem varð hvítt
fyrir hærum. Daði fróði segir að hann væri
lipur gáfumaður og vellærður, en mesti frí-
þenkjari.81 Hann var vel hagmæltur og eru
til ljóðmæli eftir hann.
b) Bréf síra Jóns Sigurðssonar til Helga
Thordersen biskups, 25. apríl 186282
Hérmeð vil eg gefa yður Háæruverðugheit-
um til kynna, að þar eg vegna minna aldur-
dóms og sjónleys<is>, samt margra annarra
bágborna-kjara, eklci get haldist hér við svo-
kallaða[n] húskap, svo hef eg í stöðugu áfomi
að ... norður í Strandasýslu í næstkomandi...
til að leita ... skjóls og aðhjúkrunar, ásamt
konu minni, ... dóttur minni, þó bláfátæk sé,
sem býr í [St]aðarprestakalli í Steingríms-
firði. Svo ef m[ér] kynni veitast nokkur con-
tribution [þ.e. styrkur] eða önnu[r] náðargjöf
til lífsuppheldis, þá yrði það einmitt að
adresserast framvegis til prófastsins í
Strandasýslu. En þar sem eg hef nokkurn-
veginn áreiðanlega afspurn um að stúdiósus
Guðmundur Sigurðsson frá [Stað] í Stein-
grímsfirði fari suður til Reykjavíkur í sumar
og verði þar um synódus-tímann, þá æski eg
undirgefnast að yðar Háæruverðugheitum
mætti þóknast að senda contributions-pen-
inga þá, ef nokkrir verða sem mér til falla,
með nefndum stúdiósus Guðmundi til próf-
astsins í nefndri sýslu.83 Og sömu ráðstöf-
unar bið eg auðmjúkast um þá náðargjöf sem
mér hlotnast kynni á þessu sumri.
] I ld;;i 'I honicrscn
bislaip [ I "o I I Sn7l.
. Ætmlé!
81 Þ.e. frjálslyndur í trúmálum. - Ein af heimildum
Sighvats Grímssonar eru Prestasögur Daða fróða
Níelssonar (1809-57).
82 Bréfið er inni á milli blaðsíðna (224 og 225) í kafl-
anum um síra Jón í Prestaævum Sighvats Gríms-
sonar. Bréfið er fest í kjölinn en ytri jaðar þess er
noklcuð slitinn, svo nokkur orð og orðhlutar hafa
máðst út; í uppskriftinni eru þeir staðir táknaðir
með punktum og hornklofum. - Guðmundur norð-
lenski Guðmundsson (1799-1885) hefur skrifað
bréfið fyrir síra Jón sem var orðinn blindur; sbr.:
Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, „Æfiágrip Guð-
mundar „læknis" Guðmundssonar norðlenzka."
Blanda III (1924-27), 147. Síra Jón hafði oftar en
einu sinni komið að málefnum Guðmundar norð-
lenska og þeir virðast hafa verið góðir mátar; sbr.
sömu heimild, 139, 145, 157. Sjá einnig Halldór
Kristjánsson, „Guðmundur norðlenski." Ársrit
Sögufélags ísfirðinga (1992), 95, 96, 98, 99, 101,
105, 113, og Kjartan Ólafsson, Firðir og fólk
900-1900, 138. Árið 1847 gaf síra Jón, þá búandi á
Gerðhömrum, Guðmundi norðlenska og lækn-
ingum hans góðan vitnisburð. Hann hefst á þessum
orðum: „Herra Guðmundur Guðmundsson á
Næfranesi sem hefur dvalið búsettur hér í mínum
sóknum næstliðin 12 ár og á þeim tíma fengist við
ýmislegar lækningatilraunir hefur æskt af mér vitn-
isburðar þar um hvar fyrir ég gef honum hann
þannig að ég veit og hef verið sjónarvottur að hann
í ýmsum sjúkdómstilfellum hefur hjálpað mönn-
um, þar á meðal sjálfum mér ..." (Halldór Kristjáns-
son, „Guðmundur norðlenski", 92). Sjö árum síðar
(4. mars 1854), þegar síra Jón var kominn að
Söndum, gaf hann Guðmundi norðlenska annan
jákvæðan vitnisburð (sjá sömu heimild, 115).
126