Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 134
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Undir bílæti Hómers
[eftir Guðrúnu Þórðardóttur]
Ó, þú Mínervu mikli bur,
málsnilldar faðir allra þjóða,
kóngum og hetjum kærastur,
krýndur menntunar aldingróða;
þín gullin strengja harpa hrein
hvellandi dunar bergmálsrómi,
hrífandi sálu, sansa og bein
sem segulþráða ástardrómi.
Þú söngst um Grikkja sjótir ljóð
sem svanur í morgungeisla röðum,
þar sem holundar freyddi flóð
fram af titrandi Hristar stöðum
þrengdu sér eins og þrumuljós
þjóðhrausta vinna herflokkana,
hetjur sem báru hug og hrós,
helnornin þar til veitti bana.
Þrumuguðs sonur þýðlyndur
þér Sónar bikar gullinn færði,
háleitur kraftur himneskur
hjólið sansanna lipurt hrærði,
flutu af vörum fögur ljóð
um fjörvi, hel og guða dóma,
helgra söngmeyja heyrðust hljóð
f himingylltum skýjadróma.
Alvarleg tignarásýnd þín
undir svartnættis brúnahólum,
meir en hinna í skrauti skín
skærum þó renni hvarmasólum,
himin hnattbrauta, haf og frón
heiðbláma sumars, kaldan vetur,
fékkstu með skarpri sálarsjón
séð það og málað öðrum betur.
Ó, hvernig hefir hingað þig
hrakið að freraströndum vorum
örlaganornin ógurlig,
aldurhniginn í hetjusporum.
Móríu einnar gladdi geð,
gat hún talað af sannleikskröfum,
öldungis faðmar fögnuð með
fjallkonan hvít í norðurhöfum.
Þú skemmtir af mærum Mímis krans
þó misstur sé sjónar blóminn nýtur,
himneskrar birtu geisla glans
á gullnum sólvængjum að þér flýtur;
gegnum mótlætis krapaköst,
kemur fjörgandi lífsins kraftur,
uns þartil bláleit boðaröst
ber þig að sæluhöfnum aftur.
Eg veit að lifir orðsnilld þín
í Islands þjóðar heyrn og minni
meðan stílgyðjan stór og fín
styður að fróðleiks menntuninni;
grátjurtir leiði látins á
ljósasta bera þar um vottinn
helmóða dauðans hnígur frá
af hinsta blundi þá vekur Drottinn.
Mínerva: hin rómv. gyðja lista og vísinda. - sansar:
skilningarvit. - sjót: menn, fólk. - Hrist: valkyrja í nor-
rænni goðafræði. - Són: eitt ílátanna sem skáldamjöð-
urinn var varðveittur í. - Móríur: s\o nefndust örlaga-
gyðjur í grískri goðafræði. - Mímir: jötunn í norrænni
goðafræði.
Viðauki IV: Minningarkvæði
Sighvats Grímssonar um síra
Jón Sigurðsson88
Fóstur jarðar firna háu tindar
frá sér varpa dauðalegum óm,
sem að náfregn niðjum Snælands myndar,
næsta þungan endurkveða róm.
Vinar brá af vörmum tárum raknar,
von er skyldir gráti fölan ná;
Island gjörvallt ættar mærings saknar,
öldungs sem það varð á bak að sjá.
Hetja féll að fengnum besta sigri,
fegri hlut ei nolckur maður á;
beitt sá hafði björtum andans vigri,
brott sem náði villu skæða hrjá.
fjallinu Helíkon; þar áttu að vera uppsprettur hins
skáldlega innblásturs. Appollon (Appolló) var m.a.
guð söngva.
88 Kvæðið birtist í 10. árgangi Norðanfara (28. des.
1871) og er yfirskrift þess: 'Á greftrunar dag Jóns
prests Sigurðssonar þann 5. janúar 187T. Hér er
kvæðið prentað eins og það birtist í Norðanfara, að
öðru leyti en því að stafsetning er færð til nútíðar-
horfs (z > s, je > é, pt > ft).
130