Ritmennt - 01.01.2004, Page 139

Ritmennt - 01.01.2004, Page 139
RITMENNT SKÁLDSÖGUR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR sem flutt var 18. apríl 2001 í Hveragerði, í tilefni af því að 75 ár voru liðin frá fæðingu þessa merka rithöfundar, en þar bjó hann síðustu ár ævi sinnar. Sjötíu og níu af stöðinni Sjötíu og níu af stöðinni vakti mikla athygli árið 1955, bæði meðal almennra lesenda og í hópi bókmenntamanna. Hér var um að ræða sögu, sem var bókstaflega rituð beint út úr líðandi stund og fjallaði um samfélagslegt efni, er allri þjóðinni var hug- leikið og víða var til umræðu, meðal annars oft á síðum dagblað- anna, það er um það sem kallað var „ástandið". Ungur leigubílstjóri í Reylcjavík, sem nýlega hefur flust til borgarinnar úr fjarlægri sveit norður í landi, kynnist fyrir tilvilj- un glæsilegri heimskonu, litlu eldri en hann sjálfur, og fellir til hennar ástarhug. Hún hrífst af heitum og einlægum tilfinningum hins óreynda manns, og samband þeirra verður allnáið um tíma. En lífsvefur hennar er flóknari en svo að þar liggi eingöngu sam- an þræðir þeirra tveggja. Hún er nefnilega í ástandinu, leggur lag sitt við bandaríska hermenn á Keflavíkurflugvelli. Þegar ungi maðurinn kemst að hinum bitru sannindum, hrynur veröld hans til grunna. Hann snýr heirn til upprunans - heim í Skagafjörð - en veltir bíl sínum á Vatnsskarði, þegar sýn hefur opnast til átt- haganna í dalnum hans undir Mælifellshnjúk, þar sem hann lít- ur síðast augum hina alkunnu fönn eða snjóblett, sem lílcist mest hesti í lögun þar norðvestan í fjallinu, áður en hann deyr. Þessi efniviður var mjög viðkvæmur, næstum eldfimur, ef svo má komast að orði, það er sambúðin við bandaríska herinn á ár- unum eftir síðari heimsstyrjöldina, sem sett er frarn sem sann- kallað drama um ósigur hreinhjartaðrar ástar í spilltum heimi. - Þeir menn, sem þannig voru sinnaðir í lífsviðhorfum, gátu jafn- vel einnig lesið út úr efninu aðrar andstæður, það er sveitar eða sakleysis gagnvart borg eða spillingu, eins og hér á landi var mjög algengt umfjöllunarefni í bókmenntunum um langt árabil. Stíll Indriða í Sjötíu og níu af stöðinni þótti mikil nýlunda, knappur og án málalenginga eða útúrdúra. Framvindan er gjarn- an birt eins og í myndum fyrir augum lesandans, sem renna sam- an, lílct og á kvikmyndatjaldi. Samtöl eru hröð, þar sem yfirborð- ið hefur allt að því kuldalega áferð, en undir er ólgandi tilfinn- ingadjúp. Er þetta það stílbragð, sem nefnt hefur verið úrdráttur. Kápumynd 1. útgáfu: Atli Már. 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.