Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 144
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
IndriM G. Þorsteinsson
UNGLINGSVETUR
Kápumynd: Auglýsingastofa
Kristínar Þorsteinsdóttur.
ar persónusköpun, jafnvel allra þriggja aðal-aukapersónanna, ef
svo má segja.
Sautján ára strákur, sem verið hefur í vegavinnu yfir sumar-
tímann, fær sölumannsstarf undir vetur og byrjar að feta sig inn
í heim fullorðna fólksins. Hann fer á sveitaball, prófar að bragða
áfengi og kemst yfir stelpu, svo eitthvað sé nefnt af manndóms-
vígslum hans. - En það er ekki þessi þráður, sem gerir söguna að
því sem hún er, heldur lýsingin á því lífi, sem lifað er umhverf-
is piltinn og hann er þátttakandi í og skynjar ef til vill fremur en
skilur fullkomlega um leið og hann þroskast. Hér er átt við per-
sónur þeirra föður hans, leigjenda foreldra hans, Jóns Aðalsteins
Bekkmanns og vinarins Lofts Keldhverfings.
Faðirinn er einn þeirra bænda, sem kalla má að hafi flosnað
upp frá búskapnum og hrakist á mölina. Og hlutskipti hans hef-
ur orðið að vinna í grjótnámi þarna í kaupstaðnum. Varla eru til
meiri andstæður í störfum en standa við slátt í iðgrænu túni
undir sólbjörtum himni eða hamra grágrýti í rigningarsudda, þar
sem kuldalegir bergveggir þrengja að umhverfis, og allt er fullt af
mylsnuhroða, sem sest í vitin, svo að erfitt er um andardrátt og
andlitið verður krímugt af óhreinindum. En faðirinn á einnig sitt
andlega líf, sem hann sinnir á lestrarsal bókasafnsins - það er
Amtsbókasafnsins - yfir vetrarmánuðina, þegar ekki viðrar til
grjótvinnunnar. Þá rekur hann ættir og tengist liðnum mikil-
mennum Islandssögunnar eða ritar minningar sínar frá horfnum
heimi sveitalífsins. - Má hér glöggt kenna fræðimannlegt svip-
mót föður höfundarins, sem kunnur var af iðju sinni, ekki síst á
heimaslóðum.
Jón Aðalsteinn Beklemann er menntamaðurinn, sem flúið hef-
ur fánýti frægðarpotsins úti í hinum stóra heimi og komið sér
fyrir í smábænum. Hann her með sér framandi andblæ og þýðir
bælcur eftir heimsfræg öndvegissltáld. Svo dreypir hann á sig
víni, sem ekki þylur gott til eftirbreytni, eins og fólk lifir lífinu
á þessum slóðum.
Loftur Keldhverfingur er herbergisfélagi sögumiðlara. Hann
tekur lífinu alvarlega, þegar á reynir manndóm hans. Eftir að
hann kynnist umkomuiítilli en góðri stúlku, sem verður ólétt, er
hann staðráðinn í að reynast henni vel. En örlögin ætla honuni
annað hlutskipti en fá að lifa og njóta hamingju með ltonu og
140