Ritmennt - 01.01.2004, Page 151
RITMENNT
ÍSLENSKUR SÖNGLAGAARFUR 1550-1800
aðlöguð þeim tónfræðireglum sem þar gilda, búið er að taktsetja
þau með tilheyrandi breytingum á nótnagildum, setja í ákveðna
tóntegund og jafnvel breyta einstaka nótum, svo að allt hljómi
betur. Við þetta missa lögin milcið af sérkennum sínum og verða
sum talsvert ólík upprunalega laginu. Vegna þessa eru lögin í
rannsókninni aldrei borin saman við þau sem er að finna í þess-
um fræðiritum heldur ætíð sótt til frumheimilda. Þrátt fyrir
þessa annmarka væri rannsókn á íslenskri tónlist nánast ógjörn-
ingur ef elcki væru fyrir verk þessara fræðimanna sem hafa lagt
mikilvægan og ómetanlegan grunn með starfi sínu. Rannsóknin
hér er í raun viðbót eða framhald af þessum athugunum.
Nótnaleit í kveðskaparhandritum
í handritaskrám Landsbókasafns hefur þess sjaldan verið getið að
nótur séu í handritunum,4 nema í síðustu skránum, og þess
vegna var flett öllum handritum sem innhéldu einhverslconar
kveðskap til að kanna hvort í þeim leyndist nótnaskrift. Niður-
staðan var sú að í nær tíunda hverju þessara kveðskaparhandrita
voru nótur, sem var mun meira en nokkur þorði að vona.
Eftir að lolcið var við að fara yfir handritin í Landsbókasafni
var hafist handa við að taka saman upplýsingar um nótnahand-
rit, sem eru varðveitt í öðrum söfnum innlendum og erlendum,
svo sem í Árnastofnununum hér heima og í Kaupmannahöfn.
Niðurstaðan er sú að lögin í þessum handritum eru langflest
við sálma, og aðeins hafa fundist nokkur lög við veraldleg
kvæði.5 Hér á eftir eru því notuð orðin sálmasöngur og sálmar
hannesar Zahn: Die Melodien der deutschen evangelischen Kirchenlieder,
aus den Quellen geschöpft und mitgeteilt. I.-VI. bindi. Giitersloh 1889-93,
sem og í riti Henriks Glahn: Melodistudier til den Lutherske salmesangs hi-
storie fra 1524 til ca. 1600. Bindi I og II. Kaupmannahöfn 1954.
4 Alls hafa komiö í leitirnar yfir hundrað áður óþekkt nótnahandrit auk fjölda
grallarauppskrifta, en samlcvæmt handritaskrám og fyrri fræðiritum var að-
eins vitað um 31, og eru flest þeirra handrit sem skráð eru í erlendum hand-
ritaskrám. Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Tónlistararfur íslendinga á
myrkum nýöldum og endurheimtun hans. B.A.-ritgerð við Háskóla íslands
árið 2000, bls. 83-89.
5 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Tónlistararfur íslendinga á myrkum
nýöldum og endurheimtun hans, ... bls. 46. Hér ber þó að nefna að í handrit-
inu Rask 98 eru skrifuð lög við veraldleg kvæði, en þau voru þekkt fyrir og
Bjarni Þorsteinsson skrifar um þau í umfjöllun sinni um handritið. Bjarni
Þorsteinsson: íslensk þjóðlög. Kaupmannahöfn 1906-09, bls. 206-315.
1 fr
■ kJ tVU' ih.
IJltOl'ðtlíL , _
Olic z
Oi v *
\íf
MPdCXllX.
A.
1
s
* I ^ 0 6 S | * -:£%f
jjRmr t*-—7
1 ie —'■ 1*
I & * * M ? pf
UkwJj«t, Á'.qtLit p.j
' o o ó ’ ® ® ' 0 9
il cjUK’tú .jýx, ;>o (mx ðí vtfmuwstí,
Landsbókasafn.
JS 236 8vo.
147