Ritmennt - 01.01.2004, Side 157
IUTMENNT
ÍSLENSKUR SÖNGLAGAARFUR 1550-1800
tilbrigði við lagið teljast sem sama lag, enda erfitt að dæma um
hvenær lagið er orðið það ólíkt gamla laginu að komið sé nýtt
lag. Þá er betra að fara með gát og hafa frekar færri lög en fleiri,
því að betra er að bæta við síðar meir en þurfa að draga í land.
í prentuðum bókum voru 86 laganna af þessum i28, en 42
þeirra höfðu aðeins varðveist í handritum, 15 af þeim 42 var að
finna í erlendum prentuðum bókum. 27 lög höfðu því aðeins
varðveist í íslenslcum handritum eftir því sem best er vitað. Af
þessum 128 lögum var hægt að rekja uppruna 65 til erlendra
heimilda. Lagið er oftast fengið að láni frá frumsálminum, það er
þeirn sálmi sem íslenska þýðingin er gerð eftir. Þau lög eru lang-
flest komin frá Dönum og Þjóðverjum en einnig er talsvert um
að lögin hafi upprunalega verið við latneskan texta.ls Alls 63 lög
af 128 virðast ekki eiga sér erlenda fyrirmynd. Þetta er mun
hærra hlutfall innlendra laga en í þeim prentuðu bókum sem
Páll Eggert skoðaði þar sem hlutfallið er 20 innlend lög af 149.19
Hér þarf þó að slá vissa varnagla, og hafa ber í huga að afar erfitt
er að tala um innlend sálmalög með algerri vissu. Ekki er hægt
að útiloka þann möguleika að eitthvað af þessum lögum finnist
síðar meir í erlendum sálmabókuiu, en engar vísbendingar að
svo komnu gáfu slíkt til kynna þrátt fyrir ítarlega leit.20
Af þessum 128 lögum eru því 63 sem telja má með nokkurri
vissu innlend, og af þeim hafa 27 aðeins varðveist í handritum.
Eitt af meginmarkmiðum rannsóknarinnar hefur verið að draga
fram þessi ómetanlegu lög, sem eru mikilvægur hluti af ís-
lenskri tónlistarsögu og hafa á síðustu tímum legið gleymd í
hillum.21
18 Aðeins örfá lög eru komin annars staðar frá. Vitað er um eitt lag upprunalega
við hollenskt kvæði auk nokkurra laga við sænska sálma.
19 Páll Eggert Ólason: Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum sid á íslandi.
Reykjavík 1924, bls. 52 neðan máls.
20 Hér verður að taka inn í myndina að sum laganna, sem athuguð voru hér, eru
í yngri sálmabókum og handritum og viðmiðunarhópurinn því stærri en lög-
in í sálmabókunum.
21 Nánar er fjallað um þessar niðurstöður í M.A. ritgerð höfundar árið 2002:
Söngarfur íslensku þjóðarinnar. Rannsókn á upptökum laga við íslenska
dagtíðasálma, bls. 58-82, sem vitnað er til hér fyrir framan. Er þessi grein að
hluta til byggð á því sem þar er skrifað.
153