Vera - 01.04.2000, Side 8
N
£I A S I
E A B A S L
<hann> hæ
<Hún> hæ
<hann> viltu spjalla?
<Hún> já, kannski
<Hún> en þú?
<Hún> mikið að gera?
<hann> má ég byrja á að spyrja
um aldur kyn og staðs?
<Hún> já.
<Hún> ég er kvenkyns. 33 ára og
bý 1 Reykjavik... en þú?
<hann> kk 36 garðabæ
<Hún> góður náungi?
<hann> þokkalega
<hann> hvað rekur þig á irc?
<Hún> ég var nú reyndar bara að
kikja á pðstinn minn, og...
<Hún> datt 1 hug að kíkja aðeins
á Irkið..
og siðar?
<hann> biddu er ég að miskilja
eitthvað?
<hann> ég á 3 börn
<hann> og er 1 sambúð þannig að
kannski viltu ekkert tala við mig
<Hún> jú jú
<Hún> það er örugglega bara betra
að spjalla við þig fyrst þú ert
i sambúð og faöir...
<hann> er kannski 1 leit af til-
breytingu
<hann> þannig að þð viltu örugg-
lega ekki tala við mig
<Hún> ég er að spjalla við annan
sem er strax kominn út 1 e-ð
deit-kjaftæði, með e-ð óákveöið f
huga...
<Hún> ert þú f leit að tilbreyt-
ingu?
<hann> hvað er þetta e-ð
<Hún> eitthvað
<hann> kannski já
<Hún> ert þú að þæla i kynlifi??
<hann> komdu bara og sjáðu mig
<hann> hver veit??
<Hún> hvar er konan?
<hann> alltaf svo busy
<Hún> hvað er hún að gera 1
kvöid?
<hann> er bara heima
<Hún> ert þú að bjóða mér á fjöl-
skyidufund með þér og konunni?
<hann> held ekki
<hann> er það
<Hún> nú hvað þá?
<hann> viltu það?
<Hún> vili hún það?
<hann> veit ekki
<hann> kannski
<hann> hefurðu prófað svoleiöis?
<Hún> veit hún um þetta spjall?
<Hún> er hún með þér núna?
<Hún> já. bara ekki með tveimur
ókunnugum manneskjum
<Hún> jæja ég er of óþolimóð 1
svona spjall-
<Hún> ég nenni ekki að vera á
þessu Irki lengur. Betra að fara
að gera e-ð að viti..
<hann> nei hún er frammi
<hann> vertu róleg
<Hún> veit hún ekki hvað þú ert
að bjóða uppá..?
<hann> ég er ekki að bjóða neitt
<hann> þú ert að spurja
<Hún> ok. ég er farin. Blessaður
Raf ræn „ „
roman tik
Birgitta Jónsdóttir
Ég hef reynt að gera mér í
hugarlund hver sérstaðan
er við að kynnast fólki
í gegnum internetið.
Er það öðruvísi en að
kynnast því við aðrar
kringumstæður, eins
og til dæmis á bar,
á vinnustað eða hvar
svo sem maður finnur sterkar tilfinningar til einhvers?
fer sennilega eftir því hvernig sam-
bandi maður sækist eftir við þann sem
maður verður ástfanginn af. Maður kynnist
manneskju í gegnum internetið fyrst að
innan, það er að segja hugsunum, tilfinn-
ingum, heimspeki og lífssýn burt séð frá
líkamlegu aðdráttarafli.Yfirleitt fellur mað-
ur fyrir hinum ytri sjarma þegar maður sér
viðkomandi og er í snertanlegri fjarlægð.
Stundum fellur maður samt sem áður ekk-
ert fyrir fólki fyrr en maður hefur kynnst
þeirra innri manni, og oft á tíðum finnst
manni einhver aðlaðandi uns maður kynn-
ist þeim nánar. Þó að ástin geti oft gert
mann með eindæmum blindan svo jaðrar
við heimsku. Það getur líka gerst í sam-
skiptum á netinu.
Að hlusta á varnarræður innsæisins
Ég kynntist eitt sinn manni sem var af-
bragðs penni og tókst að mála sinn innri
mann með orðum af slíkri snilld að þrátt
fyrir ítrekaðar raddir undirmeðvitundar
minnar þá tókst honum að blekkja mig al-
gerlega, kannski vegna þess að ég þráði svo
mikið að hann væri eitthvað annað en
hann var. Hann var frá öðru landi og vildi
gjarnan, eftir nokkurra mánaða kynni og
einskonar ástarsamband í gegnum bréfa-
skriftir, koma til Islands. Þegar ég fékk
mynd af honum í tölvupóstinum þá hálf
brá mér því ég veit að ég hefði aldrei litið
við honum ef ég hefði séð hann á gangi í
Austurstræti. En ég sannfærði mig um að
það væri alveg nóg að elska einhvern
vegna innri gæða og ákvað, með smá kvíða
þó, að sjá hvort hann hefði ekki einhvern
sjarma að geyma ef ég hitti hann í eigin
persónu.
Innsæi mitt á þessum tíma var sett í
hljóðeinangraðan klefa og loks kom að því
að hann steig fæti á Island og ég verð að
viðurkenna að það var erfitt að sjá eitt eða
neitt sjarmerandi við hann, nema kannski
þegar hann brosti. Hægt og sígandi komst
ég að því að meira og minna allt sem hann
hafði sagt í tölvupóstsamskiptum okkar var
lygi og hann var allt önnur manneskja en
ég hélt að hann væri.Til að gera langa sögu
stutta þá endaði þetta allt með ósköpum og
ég fékk ómetanlega innsýn í heim kvenna
sem búa við heimilisofbeldi. Ég eyddi jól-
unum mínum hjá mjög svo elskulegum
konum í Kvennaathvarfinu, ég sem hélt að
ég myndi aldrei lenda í sambandi sem
þessu.
Sem sagt lærdómurinn af þessu var:
hver og einn getur gefið hvaða mynd af sér
sem honum og henni sýnist í gegnum net-
ið. Aðalatriðið er að fara mjög varlega og ef
maður fær einhvers konar bakþanka, eða á
tilfmninguna að eitthvað sé ekki eins og
sýnishorn - tekið beint af irkinu
8 • VERA