Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 15
N E I Á S I=B A B Á S X Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Eg er emhleyp, harnlaus og fullkomlega heil Ég er ófullkomin!! Það eru kannski engar fréttir en ég hef að minnsta kosti það fram yfir ykkur hin að ég er ófullkomnari en margir aðrir, ég á nefnilega engan mann og ekkert barn ... orðin 23 ára gömul! Og nú eru nýliðin áramót, styttist því óðum í næsta afmælisdag og nýársheitið mitt var ekki, ég endurtek, ekki að næla mér í kall! Þvílíkt ábyrgðarleysi! Nei, það fmnst mér ekki, mér fmnst þetta ekkert til- tökumál, hins vegar fmnst mér það stórmál og jafnframt sorglegt að nú, þegar árið 2000 er loksins runnið upp skuli ennþá ríkja svo sterkt sá hugsunarháttur að konur séu ekki konur nema þær eigi barn! „Hvaða vitleysa er þetta!“ hugsið þið í þessu yndislega nútíma-og jafnréttis- þjóðfélagi. En því rniður, ég þekki þetta, og er orðin yfir mig pirruð á þessu. Tökum sem dæmi: Vaktavinna. A mörgum vinnustöðum er aldrei hægt að gefa öllum frí og einhver verður að standa vaktina hvort sem er dagur eða nótt, jól eða páskar. Eg hef unnið á svona stað og orðið vör við það að oft er mikill þrýstingur á þá sem eru einhleypir og/eða barnlausir að vinna á hátíðum og öðrum tímum þegar flestir aðrir eru í fríi. Slíkur þrýstingur og tilætlunar- semi í garð einhleypra og barnlausra er mjög algengur í samfélaginu, það fer hins vegar mjög hljótt, ekki síst vegna þess að við vogum okkur ekki að kvarta. En að sjálfsögðu eru svona mál hreint og klárt ójafnrétti, já mann- réttindabrot að mínu mati! Allt er þetta sprottið af þeim gamaldags hugsunarhætti að líf okkar í minnihlutahópnum sé innantómt og tilgangslítið þar sem við höfum ekki maka eða börn að hverfa til heima. Ég get nú samt sagt ykkur þær fréttir að ég hef meira en nóg að gera, bæði í vinnunni og utan hennar og það er svo margt að brjótast í mér og mínu lífi að ég er mjög þakklát fyrir góðu, kyrrlátu stundirnar þegar ég get verið ein heima hjá mér, tekið símann úr sambandi og slappað af. Ég þarf ekki á neinum að halda þá og get einbeitt mér að því sem mestu máli skiptir í mínu lífi, minni eigin vellíðan og hamingju. Er ég eigingjörn? Það finnst mér ekki, hver er tilgangur lífsins annar en að öðlast hamingjuna, í hvaða formi sem hún getur verið. Sumir öðlast hamingju með ást og barneignum, aðrir með einhverju öðru. Það skal enginn koma til með að segja mér að móðir Theresa hafi ekki verið hamingjusöm og ánægð með ævistarf sitt, ég er ekki að segja að ég ætli að verða nunna en ég álít að eins og hún geti margir fundið tilgang og lífsfyllingu með einhverju öðru en að fjölga mannkyninu og bindast annarri manneskju. Þess vegna er ég orðin löngu þreytt á spurningum um það hvort ég sé komin með kall eða ábendingum um hver sé á lausu. Mér fmnst eins og þjóðfélagið álíti að ég og aðrir sem ekki eiga börn, og jafnvel ekki maka, séum bara annars flokks, gölluð vara. Meira að segja hafa vinkonur mínar óafvitandi rnóðgað mig stór- lega, nýorðnar mæður hafa þær fullyrt að þetta sé tilgangur lífs- ins, this is it! Takk kærlega fyrir, með þessu hafa þær jafnframt sagt að líf mitt sé tilgangslaust og framlag mitt til samfélagsins hreinlega einskis virði! Hvað er eiginlega að? Sér fólk ekki hve tímarnir hafa breyst? Konur þurfa ekki endilega á einhverjum að halda til að framfleyta sér, þær geta það sem best sjálfar og hafa blessunarlega tækifæri til þess nú á tímum. Og í heimi þar sem mannfjöldinn er orðinn ríflega 6 milljarðar og fer alltof ört vaxandi þá ber engum skylda til þess að eignast af- komendur! Víst þykir mér afskaplega gaman að börnum en að eignast þau og ala upp finnst mér svo stórkostlegt ábyrgðarverk að enginn ætti að hvetja annan til þess, bara si sona af því að þannig gera allir hinir! Við erum nú einu sinni að tala um mótun og velferð manneskju, öll mistök yrðu dýrkeypt og aldrei hægt að fara til baka og leiðrétta eða byrja upp á nýtt. Einnig fmnst mér vanhugsað að spyrja þessara spurninga: „Ætlarðu ekki að fara að ná þér í gæja?“ og „Er ekki barn á leiðinni bráð- um?“ Hvað veit spyrjandinn um það hvort við- komandi geti verið í ástarsorg eða geti af ein- hverjum ástæðum ekki átt barn þótt feginn vildi, og þar af leiðandi gætu þessar spurningar valdið miklum sársauka og vanmáttarkennd. Auk þess flokka ég þetta sem óþolandi hnýsni og ljótan ósið, hver hefur sitt einkalíf og þarf hvorki að útskýra eða réttlæta það fyrir öðrum frekar en hann vill. En bara svo þið vitið það, þá er ég einhleyp og barnlaus og bara afskaplega ánægð með lífið og tilver- una. Ég er heilbrigð, frjáls og sé um mig sjálf. Það vant- ar ekkert uppá, ég hef tíu fmgur og tær, tvo fætur og handleggi, augu, nef, munn, eyru, haus og allt, ég er fullkomlega HEIL! Ég vorkenni fólki sem hefur ekki uppgötvað að þó að maður eigi sér ekki einhvern sérstakan til að deila sjálfum sér með þá geti maður samt verið hamingjusamur. Fólki sem er skelfmgu lostið yfir tilhugsuninni um að vera eitt, er sífellt að leita að einhverjum og hleypur oft í hvert samband- ið á fætur öðru, bara til að losna við að vera eitt með sjálfu sér. Mér finnst það forréttindi að vera búin að kynnast sjálfri mér, kannski á ég eftir að bindast einhverjum dásamlegum manni og eignast börn og buru síðar meir, kannski ekki. Til- hugsunin um að eyða ævinni ein er alls ekki svo hræðileg þessa stundina, ég gæti eflaust fundið mér einhverja fyllingu í lífmu. Kannski verð ég ástfangin á morgun, eða í næstu viku, eða næsta rnánuði og langar þá til að eignast barn með mínum heittelskaða, en þangað til hef ég engar áhyggjur af þessu. Blessuð, verið þið þá ekkert að hafa áhyggjur af mér!! VERA • 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.