Vera - 01.04.2000, Page 21
„Bókina Against Pornography varð ég að
gefa út sjálf,“ segir Diana. „Mér fannst
mjög mikilvægt að sýna hvað klám í raun
og veru er. Þannig að fólk sé ekki að deila
um málið án þess í raun að vita um hvað
það er að tala. Flestir karlmenn hafa auðvit-
að séð klám, en margar konur ekki. I bók-
inni eru þessvegna yfir hundrað dæmi af
raunverulegum klámmyndum, með skýr-
ingartextum. Þar eru líka greinar þar sem
sýnt er fram á orsakatengsl milli kláms og
ofbeldis á konum. Ég þurfti að gefa bókina
út sjálf því ég fékk ekki leyfi frá klámiðn-
aðinum fyrir myndbirtingu og útgefendur
óttuðust málsókn. Já, ég leitaði eftir birt-
ingarrétti hjá þessum stóru, Playboy, Pent-
house og Hustler, fyrst og fremst til að
kanna hverskonar viðbrögð ég myndi fá.
Sumt efnið í bókinni vissi ég ekki hvaðan
kom, enda skipti það ekki öllu máli, það
sem ég vildi skoða var einfaldlega hvort
þetta efni væri skaðlegt eða ekki, og ég
held satt best að segja að þeir sem geta
skoðað bókina og haldið því fram að efnið
sem þar er sýnt sé skaðlaust, ættu að láta
rannsaka á sér höfuðið. En, já, ég komst að
því að Hustler gefur ekki birtingarleyfi á
sínu efni, Playboy gerir það stundum, það
fer eftir því í hvað samhengi á að nota efn-
ið. Líkurnar á því að þeir myndu gefa leyfi
til að birta myndir sínar í bók gegn klámi
eru þannig hverfandi. En þetta var líka
spurning um pólitík, og ekki bara pólitík
heldur fjármagn. í fyrsta lagi hafði ég ekki
fjármagn til að kaupa birtingarrétt á hverri
Mér lék forvitni á að vita hvað Russell
teldi mikilvægustu áfangasigrana á yfir 30
ára ferli sínum.
„Allt sem ég hef verið að fást við hefur
á einhvern hátt brotið blað að því marki að
það hefur lítið sem ekkert verið rannsakað
áður. Fyrir mér er grundvallarspurningin
þegar ég vel mér rannsóknarefni þessi: Er
einhver annar að vinna með sama efni? Ef
svo er þá fmn ég mér eitthvað annað, því
verkefnin eru óþrjótandi. Þannig var það til
dæmis þegar ég skrifaði mína fyrstu bók
um nauðgun. Ég valdi efnið vegna þess að
það hafði ekkert verið fjallað um nauðgun
út frá femínísku sjónarhorni, það var reynd-
ar ein bók á undan minni en ég vissi ekki af
henni. Susan Brownmiller birti síðan sína
lega mikið af því að tala við konur sem
hafði verið nauðgað en mín fyrsta bók var
byggð upp á slíkum viðtölum. Sjálf var ég
uppfull af nauðgunargoðsögnum áður en
ég byrjaði á bókinni. Nauðgun var eitthvað
sem aldrei gæti komið fyrir mig, ég
skammast mín núna fyrir að viðurkenna
þetta, en svona var það. Það var einungis
með því að hlusta á konur segja frá reynslu
sinni sem goðsagnirnar dóu. Reynslusögur
kvenna urðu því sá útgangspunktur sem
réttarþingið byggðist á því við vildum ekki
láta fræðingana einoka umræðuna, eins og
oft gerist. Hvert land valdi þrjár tegundir af
glæpum sem það vildi fjalla um. Þetta end-
aði síðan í algjöru stjórnleysi, konur komu
bara upp á svið og töluðu þegar þær vildu,
okkur stjórnendunum var ýtt til hliðar og
ég held að þingið hafi batnað fyrir vikið.
Þetta var árið 1976 og ekkert þessu líkt
hefur verið endurtekið síðan. Við vorum
alveg ofboðslega róttækar. Við hleyptum
engum karlmönnum inn og engum f)öl-
miðlum, nema rétt á setninguna. En þetta
hafði gífurleg áhrif. Þarna töluðu til dæm-
is breskar konur, þolendur heimilisofbeld-
is. Þetta var í fyrsta sinn sem margar okkar
heyrðu slíka vitnisburði, og við heyrðum
minnst á kvennaathvörf. I kjölfarið voru
opnuð kvennaathvörf víðsvegar um Þýska-
land. Þarna skilgreindum við glæpi upp á
nýtt, ekki á forsendum feðraveldisins.
Hverskonar misrétti gegn konum er glæp-
ur. Þetta hafði þau áhrif að hvert land fyrir
sig þurfti ekki að „uppgötva“ glæpinn eða
Þetta er hinsvegar hugmyndafræðilegt stríð og það kallar á aðgerðir. Ef fórnarlömbin, í þessu
tilfelli konur, eru ekki tilbúin að gera eitthvað þá breytist ekki neitt. Rétt eins og ef svartir hefðu aldrei
sameinast og barist gegn kynþáttahatri, þá hefði kynþáttahatur haldist algjörlega óbreytt.
einustu mynd, og svo kærði ég mig auðvit-
að ekki um að styðja klámiðnaðinn með
því að borga þeim fyrir myndirnar. Ég
ákvað því að taka áhættuna og birta þetta
sjálf. Ég var auðvitað dauðhrædd, ég vildi
ekki missa húsið mitt, sem var það eina
sem ég átti. Ég hafði samband við nokkra
lögfræðinga og þeir voru sammála um að
það sem ég var að gera mætti verja fyrir
lögum. Ég ákvað því að láta til skarar skríða
og gefa bókina út sjálf, enda var ég ekki á
því að láta klámiðnaðinn stoppa mig út af
spurningum um birtingarrétt. Það kom svo
á daginn að ég slapp, enginn hefur enn
höfðað mál gegn mér.“
bók sama ár og út frá þessu spratt upp angi
af hreyfingu. En af því þú spurðir um mik-
ilvægustu áfangasigrana þá held ég að ég
verði að fá að nefna tvennt.
í fyrsta lagi átti ég hugmyndina að, og
tók síðan þátt í að skipuleggja, alþjóðlegt
réttarmálþing um glæpi gegn konum. A
þessum tíma átti maður auðvitað aldrei að
eigna sér heiðurinn af einu eða neinu, en í
dag er það víst orðið í lagi. Ég er vonlaus
skipuleggjandi, en ég átti mér draumsýn
um það hvernig svona réttarmálþing gæti
litið út. Það yrði fyrst og fremst byggt á
persónulegum reynslusögum, en ég hef
geysilega trú á gildi þeirra. Ég lærði rosa-
hvernig ætti að bregðast við honum. Ein-
hverjir hafa haldið því fram að þessi ráð-
stefna marki upphafið af baráttuhreyfmg-
um kvenna gegn ofbeldi, að minnsta kosti
í Evrópu. Ég trúi því varla sjálf að ég hafi átt
hugmyndina og staðið á bak við þetta, að
sjálfsögðu ásamt og með fjölda annarra
kvenna.
Af þeim rannsóknarverkefnum sem ég
hef unnið býst ég við að það sé rannsókn
mín á tíðni sifjaspella sem hefur haft hvað
mest áhrif. Rannsóknin var byggð á tíðni
sifjaspella hjá handahófsúrtaki, þar sem allt
æfiskeiðið var lagt undir. Niðurstöður
mínar voru ótrúlegar, ein af hverjum þrem
VERA • 21