Vera


Vera - 01.04.2000, Side 32

Vera - 01.04.2000, Side 32
aagnarmnar Stígamót áttu tíu ára afmæli 8. mars sl., á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Um kvöldið var veisla í Hlaðvarpanum og þar var fluttur leikþátturinn Frá þögn til tjáningar undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur, sem byggður var á Ijóðum eftir konur sem leitað hafa til Stígamóta. Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, flutti eftirfarandi ávarp við þetta tækifæri. Þegar horft er til baka yfir anna- saman starfstíma Stígamóta er ef til vill undarlegast að afmælið skuli ekki vera stærra. Hundrað ára, eða jafnvel þúsund ára afmæli, en ekki bara tíu ára. Astæðan er einföld, það eru ekki nema tæpir tveir áratugir síðan samsæri þagnar- innar var nær algjört um kynferðisofbeldi gegn börnum á Islandi. Með tilkomu kvennahreyfmgarinnar nýju fóru konur að ræða einkamál sín og hið persónulega varð pólitískt. Kvennaat- hvarfið opnaði árið 1982 og Kvennaráð- gjöfin skömmu síðar. Engan óraði fyrir því að ofbeldi inni á heimilum væri jafn al- gengt og raun bar vitni og það óraði held- ur engan fyrir því hvers konar ofbeldi um var að ræða. Það fóru að slæðast með óhuggulegar lýsingar og árið 1985 tóku Kvennaathvarfskonur að sér eitt tölublað af Veru og skrifuðu um kynferðisofbeldi gegn börnum á Islandi. Það var fyrsta fjölmiðlaumfjöllunin um sifjaspell og að líkur væru á að það væri útbreitt hér á landi. Óhugur sló um sig og mörgum þótti erfitt að kyngja slíkum upp- lýsingum. Kvennaráðgjafarkonur ákváðu að kanna hvað hæft væri í málinu og aug- lýstu opnar símalínur tvö kvöld. Línurnar glóðu og ekki varð aftur snúið. Vinnuhóp- ur gegn sifjaspellum varð til og árið 1989 voru Samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi stofnuð í Hlaðvarpanum. Það voru Ráðgjafarhópur um nauðgun- armál, Barnahópur Kvennaathvarfsins, Vinnuhópur gegn sifjaspellum og Kvenna- ráðgjafarkonur sem stóðu að stofnuninni og þann 8. mars árið 1990 var Ráðgjafar- og fræðslumiðstöðin Stígamót opnuð. Faglega var staðið að stofnuninni og reynsla þeirra kvenna sem orðið höfðu fyrir ofbeldinu höfð að leiðarljósi. Þó um grasrótarstarf hafi verið að ræða er ekki hægt annað en að nefna þátt einnar konu í öllu ferlinu. Það er þáttur alnöfnu minnar Guðrúnar Jónsdóttur sem var ekki bara frumkvöðullinn að stofnun Stígamóta heldur var hún í eldlínunni í flestu því öðru sem konur tóku sér fyrir hendur á níunda áratugnum. Hún skrifaði doktors- ritgerð sína um kynferðisofbeldi og lagði grunninn að bókasafni Stígamóta og þeirri skipulögðu upplýsingaöflun sem við höf- um ástundað æ síðan. Það hafa margar fleiri konur lagt mikið af mörkum og við höfum notið ómetanlegs stuðnings ýmissa hópa, einstaklinga og stofnanna. A þeim tíu árum sem liðin eru frá stofn- un Stígamóta hafa 2811 einstaklingar leit- að sér hjálpar hjá okkur vegna rúmlega 4000 ofbeldismanna. I langflestum tilfell- um eru þeir sem til okkar leita konur, eða um 96%, og að tveimur/þriðju hlutum koma þær vegna sifjaspella. Við vitum mikið um þær, hvers vegna þær hafa komið og hvernig þeim hefur lið- ið.Við vitum heilmikið um ofbeldismenn- ina og um það hvort kært hefur verið og hvernig málsmeðferðin hefur verið þegar það hefur átt við. Við vitum sem betur fer líka að þótt um helmingur þeirra sem til okkar hafa leitað hafi lýst sjálfsmorðshugs- unum, þá hafa þessar konur líka lýst því hvernig þeim tókst að sigrast á skömm, sektarkennd og lélegri sjálfsmynd og ná nýjum og traustum tökum á lífinu eftir að þær rufu samsæri þagnarinnar og unnu úr sárri reynslu sinni. Til að byrja með var róðurinn þungur, það er aldrei vinsælt að vera boðberi vá- legra tíðinda. Frá samsæri þagnarinnar erum við komnar langan veg og engum bregður nú í brún þótt fullyrt sé að konur séu barðar, að konum sé nauðgað og að börn séu kynferðislega misnotuð. Það er meira að segja svo komið að margir eru orðnir dauðþreyttir á okkur Stígamótakerl- ingum. Hálfsannlcikurirm um kynferðisofbeldi En það er eðli kvennahreyfingarinnar að hreyfa við og velta upp nýjum flötum í umræðunni. Við hjá Stígamótum höldum því fram að enn sé þjóðin ekki vöknuð af þyrnirósarsvefninum, því enn tölum við aðeins í hálfsannleika um kynferðisofbeldi. Og hálfsannleikur getur jafnvel verið verri en enginn sannleikur. Rifjum upp að algengustu afleiðingar kynferðisofbeldis eru skömm, sektarkennd og léleg sjálfsmynd. Þær sem fyrir ofbeldinu verða bera enn ábyrgðina á því. Þær sem ekki „passa sig" eru sekar. 32 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.