Vera


Vera - 01.04.2000, Side 37

Vera - 01.04.2000, Side 37
Helga Thorberg og Helga Bachmann, fyrsti stjórnarformaður Hlaðvarpans. h^hh^yy^ Gá wám\ 9m f' ■rm BjA ú Eiga að vera lifandi kvennahús Þegar húsin voru keypt þörfnuðust þau talsverðra við- gerða; þakið var lélegt og rafmagnið þannig að bruna- vörnum var áfátt. Viðgerðirnar hafa komið smátt og smátt, fyrst var framhúsið klætt með timbri og í sum- ar var lokið við að bárujárnsklæða bakhúsið. Þegar Helga er spurð hvað henni finnist vera stærsta skrefið í sögu Hlaðvarpans, segir hún: „Þegar séð var fyrir endann á skuldahalanum og tekjurnar nægðu fyrir rekstrarútgjöldum. Þá var grunnurinn kominn og hægt að fara að huga að öðru. Við fórum af stað í bjartsýni og hún fleytti okkur vissulega áfram en það tók fleiri ár að kaupa húsin en við gerðum ráð fyrir í upphafi. Það tókst hins vegar ekki nógu vel að gera húsin að þeim lifandi kvenna- húsum sem okkur dreymi um í upphafi, en það er vonandi bara eftir. Konur á hverjum tíma verða að ráða því hvað hér fer fram og starfsemin hlýtur að endurspegla tíðarandann hverju sinni. Húsin eru til og margar konur vita af þeim og að þær eiga hér hlutabréf. Það þarf bara að hvetja þær til að koma, t.d. með því að halda Hlaðvarpadaga og bjóða konur vel- komnar heim — í Hlaðvarpann! Það hefur t.d. alltaf verið illa mætt á aðalfundi en hluthafar eiga seturétt og atkvæðisrétt á þeim. Ég veit ekki af hverju ekki tókst að mynda þá samstöðu um Hlaðvarpann sem hefði þurft og eflaust eru margar skýringar á því. Sumum fannst húsin ljót, þetta væru timburhjallar sem engin ástæða væri til að eignast. A þessum tíma voru konur líka skiptar upp í marga hópa sem ekki náðu saman. Ég held að tíðarandinn sé annar núna, ekki eins mikil flokkun á milli kvenna og því er ég bjartsýn á framtíðina fyrir hönd Hlaðvarpans. Það er aldrei of seint að láta draum um lifandi félags- og menningarmiðstöð kvenna verða að veruleika," segir Helga Thorberg á sinn létta og hvetjandi hátt og við vonum að það séu orð að sönnu. EÞ Núverandi stjórn Hlaðvarpans: f.v. Kristbjörg Kjeld, Kristín Hjálmtýsdóttir, Kristrún Heimisdóttir og Sigrún Bjarnadóttir. Á myndina vantar Ástu Hrönn Maack stjórnarformann og Þórunni Sveinsdóttur. 37 VER A •

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.