Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 50
Þctta er spurning um
...... Dóra V Í ð h OTf SbTCy t Í T1 g U
Styrmisdóttir, aðstoðarmaður forstjóra FBA
Þrátt fyrir mikinn fjölda kvenna
í fjármálaheiminum, ná fæstar
þeirra efst í metorðastigann.
Konur eru fjölmennar í
einstaklingsþjónustu bankanna,
en eru síður í störfum í fyrir-
tækjaþjónustu eða verðbréfa-
markaði. Þegar Fjárfestingabanki
atvinnulífsins var stofnaður með
Bjarna Armannsson í forstjóra-
stólnum var bankinn kallaður
Drengjabankinn, enda voru
aðeins karlar í toppstöðum
bankans. Þó eru þar nokkrar
konur í stjórnunarstöðum og ein
þeirra er Hulda Dóra Styrmis-
dóttir, markaðsstjóri og aðstoðar-
maður forstjóra. Hulda hefur
mikla trú á möguleikum kvenna
innan fjármálaheimsins og hún
hélt nýlega erindi um árangurs-
tengd laun á opnum fundi um
jafnréttismál sem Samband
ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir
undir yfirskriftinni „Fyrirvinna
framtíðarinnar, frumkvæði
kvenna í kjarabaráttu."
Hulda hóf störf hjá FBA sem markaðsstjóri
fljótlega eftir að bankinn hóf starfsemi árið
1998. Hún varð síðan aðstoðarmaður for-
stjóra í maí 1999, jafnframt því að gegna
starfi markaðsstjóra. „Eg er í verkefnum
sem tengjast yfirstjórn, stefnumótun og
kynningu," segir Hulda um starf sitt. „Ég
tek þátt í framkvæmdastjórnarfundum og
sinni ýmsum málum sem koma inn á borð
Bjarna Armannssonar. Ég ber ábyrgð á
kynningar- og markaðsmálum fyrir bank-
ann. Þetta er mjög fjölbreytt starf og ég veit
ekki alltaf hvað bíður mín þegar ég mæti í
vinnuna á morgnana."
Hulda er dóttir Styrmis Gunnarssonar,
annars ritstjóra Morgunblaðsins, og Sig-
rúnar Finnbogadóttur. Eflaust kannast
margir við hana frá því hún gegndi starfi
fréttamanns hjá Stöð 2. Hulda var þó ekki
nýgræðingur í viðskiptaheiminum þegar
hún hóf störf hjá FBA því hún starfaði um
tveggja ára skeið hjá Verðbréfamarkaði Is-
landsbanka eftir að hún lauk BA-prófi í
hagfræði frá Brandeis University í
Massachusetts í Bandaríkjunum.
„Eftir veruna á Stöð 2 fór ég í MBA-nám
í skóla sem heitir INSEAD í Frakklandi,"
segir hún. „Svo kom ég heim 1993 og fór
að vinna ári síðar sem starfsmannastjóri
Hótel Sögu. Árið 1996 varð ég markaðs-
ráðgjafi hjá markaðsfyrirtækinu Hugtök og
í millitíðinni eignaðist ég tvo syni. Ég nota
alla þessa reynslu í starfmu hér hjá FBA,
bæði það sem ég lærði í VIB, það sem ég
lærði sem fréttamaður, sem starfsmanna-
stjóri og sem markaðsráðgjafi. Það gerir
starfið einmitt svo skemmtilegt."
Fjölskylduvænn vinnustaður
Stjórn FBA er eingöngu skipuð körlum,
forstjóri bankans er karl og þrír yfirmenn
meginsviða bankans eru sömuleiðis karlar.
Sex stoðdeildir aðstoða starfsmenn svið-
anna og eru fjórir karlar og tvær konur í
forsvari fyrir þeim, en Hulda er önnur
kvennanna. Auk þess er innri endurskoð-
andi bankans kona. Hvernig stendur á því
að svo fáar konur eru í stjórnunarstöðum
hjá FBA?
„Það eru fáar konur almennt í þessum
hluta fjármálamarkaðarins. Það eru margar
konur í einstaklingsviðskiptum, en færri í
fyrirtækjaþjónustunni og í verðbréfavið-
skiptum. Við fáum til dæmis miklu minna
af umsóknum frá konum en körlum um
laus störf. Imynd þessa geira er að það sé
mikil keyrsla, mikil vinna og að fyrirtækin
séu ekki fjölskylduvæn. Þetta er að ýmsu
leyti misskilningur. Eg myndi til dæmis
segja að starf fréttamanns væri miklu erfið-
ara fyrir fjölskyldufólk, þar sem þar eru
langar vaktir. Það sama á við um mörg
önnur störf sem konur gegna.“
Hulda segir að vissulega geti vinnan
verið mikil en á móti komi að vinnutíminn
geti verið sveigjanlegur. „Það er eðli þekk-
ingarfyrirtækis að maður getur verið að
vinna nánast hvar og hvenær sem er. Til
dæmis er hægt að hugsa um texta í frétta-
tilkynningu eða lausn einhverra mála þeg-
ar maður er að keyra heim úr vinnunni,
setja í vélina eða lesa góða bók. Bestu hug-
myndirnar verða ekki til við skrifborð.
Venjuleg talning vinnutíma á því ekki alveg
við og vinnustaðurinn sjálfur er ekki eini
staðurinn til að vinna. Það er til dæmis al-
veg hægt, þó mikið sé að gera, að fara
heim, sinna börnunum og vinna síðan
áfram heima með tölvutengingu. Auðvitað
eru svo mismunandi störf innan bankans
sem gera mismunandi kröfur hvað varðar
vinnutíma og viðveru. Verðbréfaviðskipti
hjá okkur loka til dæmis klukkan fjögur
þegar markaðurinn lokar, en á meðan
markaðurinn er opinn þarf maður að fylgj-
ast mjög vel með því sem er að gerast á
skjánum."
Hvað fjölskylduvænleikann varðar þá
segir hún yfirmenn bankans vera mjög
skilningsríka varðandi fjölskylduábyrgð
starfsmanna. „Það er ekkert tiltökumál að
vera heima hjá veiku barni. Karlmennirnir
gera það líka alveg jafn mikið og konurnar.
Ég held að það skipti máli að hér er önnur
kynslóð af stjórnendum. Þeir eru flestir
undir fertugu og eiga sjálfir lítil börn sem
þeir sinna, þannig að skilningurinn er
meiri."
Eiginleikar kvenna nýtast vel
Fjárfestingabanki atvinnulífsins greiðir
starfsmönnum sínum árangurstengd laun
og fréttir af háum bónusgreiðslum til
æðstu stjórnenda bankans komu meðal
annars af stað umræðum á Alþingi nýlega.
Hulda telur að árangurstengd laun geti gef-
ið konum tækifæri til þess að minnka
launamun kynjanna og um það fjallaði er-
indi hennar á fundi SUS.
„Þetta þjóðfélag sem við búum í er að
breytast úr framleiðsluþjóðfélagi í þekk-
ingarþjóðfélag. Það er mikill uppgangur í
fyrirtækjum sem fást við hugbúnað, líf-
tækni og fjármál. Eignir fyrirtækja í þess-
um greinum er það sem er í kolli starfs-
mannanna. Hver starfsmaður skiptir meira
máli og það er erfiðara að skipta um starfs-
fólk.
Það sem skiptir máli í þessum fyrirtækj-
um er árangur, ekki hversu marga tíma þú
vinnur. Hugmyndirnar skipta máli og
hvernig þú vinnur úr þeim. Samkeppnin er
líka mjög mikil um hæft starfsfólk og þá
verða fyrirtækin að gera vel við starfsfólk-
50 • VERA