Vera


Vera - 01.04.2000, Side 51

Vera - 01.04.2000, Side 51
ið. Kona sem er mjög hæf á auðveldara með að fara í fæðingarorlof, vinna heima eða minnka við sig vinnu tímabundið, vegna þess að fyrirtækið vill ekki missa hana.“ Hulda telur að konur eigi mikla mögu- leika í þekkingarþjóðfélaginu, þar sem ekki er spurt um líkamlegt afl og konur hafa ýmsa hæfileika sem nýtast vel í slíku um- hverfí. „Samskiptahæfíleikar, hæfileikar til þess að vinna í hóp og sýna frumkvæði, allt þetta skiptir máli,“ segir hún. „Ef við alhæfum svolítið og hugsum okkur mun- inn á karlmönnum og konum, eins og gert var til dæmis í Hellisbúanum, þá er oft sagt að konur geti einbeitt sér að mörgu í einu. Það skiptir einmitt máli í þekkingarfyrir- tæki að geta tekist á við mikið „flækjustig" og geta unnið að fleiru en einum hlut í einu. Það er líka oft talað um að konur hafí meiri samskiptahæfíleika, eða hafí að minnsta kosti meiri reynslu af samskiptum. Það eru gjarnan konurnar sem halda fjöl- skyldum og vinahópum saman. Samskipti skipta miklu máli í þekkingarfyrirtækjum, þar sem þarf að fá fólk til að vinna saman, búa til hugmyndir og koma þeim í fram- kvæmd. Það er heldur ekkert sem segir að karl- menn hafi fleiri hugmyndir en konur. Ef við höldum áfram að alhæfa, þá hefur það helst staðið konum fyrir þrifum að treysta sér ekki til þess að takast á við erfið störf og þora ekki að tjá sig. Konur þurfa að byggja sig upp og auka sjálfstraustið, því að þær hafa alla hina eiginleikana sem til þarf.“ Arangurstengd laun gegn launamun? Viðhorf stjórnenda og þeir eiginleikar sem starfíð krefst er ekki það eina sem er öðru- visi hjá þekkingarfyrirtækjum en fram- leiðslufyrirtækjum, að sögn Huldu. Upp- bygging launa er líka önnur, þar sem minna er byggt á launatöxtum og meira á arangri fyrirtækisins og frammistöðu hvers og eins. „Launin eru byggð á samkomulagi vinnuveitandans og launþegans. Launþeg- inn þarf að meta sjálfan sig og sitt vinnu- framlag. Hann þarf að vita hvað aðrir eru að fá á markaðnum og hann verður að gæta þess að fá sanngjarnt endurgjald fyrir framlag sitt sem þekkingarstarfsmaður, “ segir hún. Hvað eru árangurstengd laun og hverjir fá þau? „Arangurstengd laun, eins og þau eru hjá FBA, eru þannig að þú semur um byrjun- arlaun og þú semur um það hversu stór hluti af laununum er tengdur árangri. Heildarupphæðin á bónusnum fer eftir heildarárangri fyrirtækisins, en það hvern- ig þú hækkar í launum fer eftir frammi- stöðu þinni. Það var ákveðið frá upphafi að setja upp árangurstengt launakerfi hjá FBA og það varð að veruleika í fyrravor. Það er skylda fyrir alla sem eru í tekjumyndun bankans að vera með árangurstengd laun, en það er mat hvers og eins hversu mikið launin eru árangurstengd. Þeir sem eru í bakvinnslu og stoðdeildum fengu að velja hvort þeir vildu árangurstengd laun og einhverjir ákváðu að velja það ekki. Flestir sem fóru á árangurstengd laun lækkuðu í grunnlaunum og voru því að taka ákveðna áhættu, en síðan njótum við ávaxtanna núna þegar bankanum gengur vel.“ Hulda segir að konur eigi að geta nýtt sér þessa þróun til þess að hækka laun sín og draga úr launamun. „Ef fyrirtæki er með hæfileikamikla konu og greiðir henni lægri laun en hún á skilið, miðað við þau verðmæti sem lrún skapar, á það á hættu að samkeppnisaðili korni og bjóði henni bet- ur. Samkeppnin er að aukast og fyrirtæki sem ekki ráða og halda í hæfileikaríkasta starfsfólkið verða bara undir í samkeppn- inni.“ Styrkja gerð námsefnis í jafnréttismálum Hulda segir að viðhorf fólks til þess hvaða störf henta konuni og hvaða störf henta körlum hafi mikið að segja um náms- og starfsval ungs fólk. FBA er ásamt fleiri fyr- irtækjum að styrkja gerð námsefnis í jafn- réttismálum fyrir grunnskóla í samvinnu við Námsgagnastofnun. Hún segir að bankinn hafi valið þetta verkefni vegna þess að þarna sé tækifæri til þess að hafa áhrif á viðhorf kynslóðarinnar sem er að vaxa úr grasi. „Viðhorf fólks til jafnréttismála mótast strax á barnsaldri. Þau mótast heima hjá krökkunum og í skólanum. Það hefur ekki mikið verið fjallað um jafnréttismál í skól- um hingað til og það er lítið til af náms- efni. I tengslum við ráðstefnuna Konur og lýðræði settum við okkur í samband við Námsgagnastofnun og niðurstaðan var sú að við styrkjum, ásamt Hans Petersen og Sjóvá-Almennum, gerð þemaheftis um jafnréttismál sem ætlað er krökkum á aldr- inum 10-12 ára.“ Þemaheftinu er ætlað að vekja nemend- ur til umhugsunar og umræðu urn jafn- rétti. Hulda segir að fræðsla skipti rniklu máli til þess að breyta hefðbundnum við- horfum varðandi verkaskiptingu kynjanna og auðvelda konum að taka að sér krefjandi störf." Ef viðhorfin eru þannig að konurn- ar sjá algjörlega, eða að mestu leyti, um heimilishaldið þá er erfitt fyrir þær að vera í svona vinnu. Þetta er fyrst og fremst spurning um viðhorfsbreytingu. Karlmenn eru fullfærir um að taka jafnan þátt í heim- ilisstörfunum og umönnun barna og njóta þess alveg eins og konur.“ Hulda segist að lokum vera bjartsýn á að nú sé tækifæri fyrir konur að sækja fram. „Það er ekkert sjálfgefið að árangurstengd laun og þekkingarfyrirtæki séu lausnin í kvennabaráttu. En ég tel að nú sé mikið tækifæri fyrir konur til þess að koma sér á framfæri og nýta hæfileika sína.“ Viðtal: Svala Jónsdóttir VERA • 51

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.