Vera


Vera - 01.04.2000, Page 52

Vera - 01.04.2000, Page 52
En hvað er íbúðalánasjóður? „Ibúðalánasjóður er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins. Samkvæmt lögum er helsta hlutverk hans að stuðla að því með lánveitingum að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum. I þessu felst að almenningi eru veitt húsbréfalán til kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði. Almennt eru veitt lán sem nema 65- 70% afkaupverði eða byggingarkostnaði eignarinnar. Lánin eru til 25 eða 40 ára, verðtryggð með 5,1% vöxtum. Eignalitlir og tekju- lágir geta sótt um viðbótarlán til Húsnæðisnefndar síns sveitarfé- lags og fengið þannig lánað allt að 90% af kaupverði. Þá eru sveit- arfélögum, félögum og félagasamtökum veitt lán til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði. Einnig veitir íbúðalánasjóður lán til við- bygginga og endurbóta og til ákveðinna sértækra verkefna sem til- greind eru í húsnæðislögum." Langflestir sækja utn lán hjá íbúdalánasjóði - viðbótarlán auðvelda íbúðakaup einstæðra foreldra „Þegar um mitt árið 1998 var farið að bera á uppsveiflu á fasteignamarkaði. Það ár fjölgaði umsóknum um 29% frá fyrra ári. Aftur fjölgaði um- sóknum um 27% á árinu 1999. Ekkert lát virðist vera á þessari uppsveiflu og virðist stefna í svipaða fjölgun á árinu 2000,“ segir Gunnhildur Gunnars- dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs. Hún segir að langflestir íbúðakaupendur sæki um lán hjá Ibúðalánasjóði enda séu lán sjóðsins þau hagstæðustu á markaðnum. Hverjir sækja helst um hjá sjóðnum? „Það má segja að viðskiptavinir sjóðsins séu þversnið samfélags- ins. Nýjar lánveitingar eru þó algengastar til fólks sem er 30 ára og yngra og ríflega helmingur viðbótarlána sem veitt voru á árinu 1999 runnu til þessa hóps sem er iðulega að kaupa sína fyrstu íbúð. Tilkoma viðbótarlána hefur greinilega auðveldað einstæðum foreldrum, sem iðulega hafa þrengri fjárráð en hjón og sambýlis- fólk, að kaupa fasteign á almennum markaði." A.A. Aðstæður á fasteignamarkaðnum hafa breyst segir Guðrún Árnadóttir, formaður Félags fasteignasala Konur hafa ekki verið áberandi meðal fasteignasala og mætti segja að þetta hafi löngum verið karla- stétt. Það vakti því athygli okkar hjáYeru að formaður Félags fasteignasala er kona að nafni Guðrún Arnadóttir. Við náðum að klófesta hana eitt augnablik milli samninga og annarra erinda og fengum hana til að tjá sig um þá hörðu samkeppni sem ríkir í greininni, álagið og ábyrgðina en einnig um þá óvenjulegu stöðu sem ríkt hefur á fasteignamarkaðnum undanfarið. „Draumastarfið er ekki til. Maður verður að gera starfið sitt að draumastarfi," segir Guðrún þegar hún er spurð hvernig henni líki fagið en hún rekur sitt eigið fyrirtæki, Eignasöluna Húsakaup, ásamt eiginmanni sínum. „Það er heilmikill erill í þessu starfi og margt skemmtilegt en einnig mikið álag. Þá fylgir störfum fasteignasala mikil ábyrgð og samkeppni er með mesta móti. Mjög miklar kröfur eru gerðar til fasteignasala, ekki bara frá viðskiptavinun- um heldur einnig frá löggjafanum. Ef maður ætlar að vera í þessu þarf það að vera af lífi og sál.“ 52 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.