Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 54
A N D R F A
J Q N S D Q I T I R
S K R I E A&
fWi vrn^ díijari
/
írá Grænliöfðaeyjnm á Islandi
Cesaria Evora heitir hún og er búin að vera heims-
frœg söngkona í um hálfan áratug. Löngu fyrr varð
hún vinsæl í heimalandi sínu, síðan barst frœgð
hennar til Frakklands, þá Vortúgals og svo æ víðar
um heim eftir að hún fór í sÍ7ia fyrstu hljómleika-
heimsreisu árið i(/c/^- Ekki, svo að skilja að œvi
Cesariu hafi verið dans á rósum. Hún er ein sjö
systkina sem ólust upp föðurlaus og var ung farin
að syngja á börum fjölskyldunni til framfærslu.
Hún fæddist 27. ágúst 1941 á Grænhöfðaeyjum, sem þá var ný-
lenda Portúgala, en 1975 fengu eyjarnar sjálfstæði. Portúgölsku
nýlenduherrarnir hurfu á braut, menntað fólk hvarf úr landi í stór-
um stíl og félags-, menningar- og efnahagslíf lagðist í rúst. Má
segja að Grænhöfðaeyjar hafi gleymzt umheiminum þar til Sam-
einuðu þjóðirnar hófu að ýta við samvizku meðlimanna. Stein-
grímur okkar Hermannsson fór í heimsókn þarna suðureftir, en
þess má geta að Grænhöfðaeyjar eru á svipaðri breiddargráðu og
Vestfirðir, hans gamla kjördæmi, ...en við vesturströnd Afríku
(Senegals og Máritíu). Upp úr því fóru Islendingar að kenna
Grænhöfðamönnum að sækja veiðar á nútíma fiskiskipum. Eg
verð að viðurkenna að ekki hef ég fylgst með gangi þjóðmála á
Grænhöfðaeyjum, en mér dettur Steingrímur alltaf í hug í sam-
bandi við mín einu tengsl við Grænhöfðaeyjar, sem er söngur
Cesariu Evoru. Sjálf minnir hún stöðugt á fátækt landa sinni með
því að syngja berfætt, sem útskýrir viðurnefni hennar La diva aux
pieds nu, og var það jafnframt titill hennar fyrstu breiðskífu: Ber-
fætta dívan.
Eg man eftir annarri söngkonu sem söng berfætt, eða a.m.k.
skólaus. Sandie Shaw heitir hún og söng sig inn í hjörtu manna á
7. áratugnum. Ekki man ég hvers vegna Sandie vildi ekki vera í
skóm á sviðinu...annað hvort af því að hún þótti of hávaxin eða
hún var þreytt í tánum vegna támjóu skónna og tízkubransans.
Hún táraðist líka í dramatísku lögunum - Cesaria Evora getur hins
vegar fengið fólk til að tárast með söngnum einum, líka það sem
ekki skilur orð af því sem hún er að syngja. Rödd hennar er sér-
stök blanda af blús og latneskum söngstíl með portúgölsku ívafi.
Hún er frekar þykk og mjúk og angurvær, en of veraldarvön til að
vera væmin. Hún kvað ekki hafa lent í lukkulegum samböndum
með hinu kyninu nema hvað hún er bæði mamma og amma og
hefur, að mér skilst á fremur ógreinilegum greinum á alnetinu, séð
um sig og sína að mestu leyti ein. Hins vegar er allsstaðar tíundað
að Cesaria sé viskýdrekkandi og reykjandi amma ... bæði utan
sviðs og á því. Ein heimild segir þó að hún hafi hætt að drekka
1994 ... en hættum að hnýsast í einkamál og hugum að þeim
plötum sem komið hafa út með Cesariu Evoru.
Fyrsta platan varð þannig til að ungur Frakki með Grænhöfða-
eyjablóð í æðum, José Da Silva, bauð Cesariu til Parísar í plötuupp-
töku. Aður höfðu Samtök kvenna á Grænhöfðaeyjum ásamt
söngvaranum Bana reynt að vekja áhuga portúgalskra upptöku-
stjóra í Lissabon á Cesariu, en án árangurs. Það var 1988 sem
Cesaria fór til Parísar, tók upp plötuna La diva aux pieds nus og
söng í fyrsta skipti opinberlega í París og þar með talið utan Afr-
íku, að ég held.
Fyrsta platan og sú næsta, Distino di Belita sem kom út 1990,
urðu vinsælar á Grænhöfðaeyjum, en það var með þriðju plötunni
Mar Azul sem Cesaria sló í gegn í Frakklandi. Sú skífa kom út 1991.
Það ár tróð hún oft upp í París og fékk m.a. þá umsögn að hún til-
heyrði „aristókratíu" barsöngvara, en Frakkar vita þjóða bezt hvað
þeir syngja í þeim efnum.
I október 1992 kom út fjórða plata Cesariu, Miss Perfumado, og
nú bættist við hól Frakkanna — Cesaria var ekki bara í barsöngvara-
aristókratíunni, einnig var henni líkt við goð þeirra Edith Piaff og
sjálfa Billie Holliday og uppselt á tvenna tónleika hennar, 11. og
54 • VERA