Vera


Vera - 01.04.2000, Síða 58

Vera - 01.04.2000, Síða 58
M A I U B. n q N /F R I N H Anna Elísabet Ólafsdóttir S æt i n i Þaö hefur lengi verið nokkur ráðgáta hvað valdi löngun fólks í sætindi. Þörfin fyrir eitthvað sætt kemur gjarnan fram þegar fólk er þreytt, pirrað eða finnur af einhverjum öðrum ástæðum fyrir vanlíðan. Þegar þessi löngun kemur láta sumir sér nægja að fá sér einn sykurmola eða þá lítinn bita af súkkulaði á meðan aðrir innbyrða oft vel yfir 100 g af sætindum. Þótt þessi sætulöngun sé þekkt bæði meðal karla og kvenna þá er löngunin gjarnan sterkari hjá konum og oftar en ekki sterkari hjá of þungum konum en þeim sem eru í kjörþyngd. Þó það sé ekki sjálfgefið að fólk sem borðar mikið af sælgæti sé of feitt þá eru aukakílóin yfirleitt fljót að koma hjá fólki sem borðar nokkra tugi gramma af sætindum daglega. Mikil sælgætisneysla eykur ekki bara hættuna á ofþyngd. Næringarástand þeirra sem fá stóran hluta orkuþarfar sinnar fullnægt með sætindum verður fljótt mjög lélegt. Vítamín- og steinefnaskortur gerir vart við sig og líkamlegt og andlegt ástand verður lélegt, sem gerir fólk illa í stakk búið til að takast á við verkefni sín í vinnu og á heimili. Það er margt sem getur haft áhrif á matarlyst fólks og í hvaða mat það langar helst. Er þar helst að nefna vanann en einnig bragðskynjun, ýmis boð- efni og erfðir. Serotonin Serotonin er boðefni í heila sem talið er að hafi mikil áhrif á líðan fólks og langanir. Ef ser otoninmagn lækkar veldur það vanlíðan en ef það hækkar eykur það vellíðan. Margir kvarta undan því að vera sykurfiklar og segjast oft lenda í því að „detta í það“ og borða þá mjög mikið magn af sætind- um. Karlar finna frekar fyrir þessu þegar þeir eru þreyttir og þá gjarnan seinni hluta dags. Konur kvarta margar undan þessu rétt fyrir blæðingar. A þeim tíma verða margar konur pirraðar, þreyttar og jafnvel þunglyndar og eykst þá löngun þeirra í mat og þá ekki síst sætindi. Rann- sókn sýndi að ef konur með fyrirtíðaspennu fengu sætan drykk öðluðust þær betri líðan á þessu tímabili og löngunin í sætindi minnkaði. Ástæðurnar voru raktar til serotoninsaukningar. Nú langar mig í epli Við neyslu á kolvetnum eykst myndun insulíns sem veldur aukn- ingu á amínósýrunni tryptofan, en hún er aðalbyggingarefni ser- otonins og þannig hækkar kolvetnaneyslan serotoninmagnið. Við aukið serotoninmagn vex vellíðan og löngun í sætindi minnkar, a.m.k. um stundarsakir. En það getur varla verið að þetta eitt og sér stjórni sætuþörf því það er óalgengt að fólk fái skyndilega löngun í epli, appelsínur eða kartöflur en þó eru það kolvetnaríkar mat- vörur og ættu því að vera upplagðar til að auka serotoninmagnið. Hér kemur því fleira til en kolvetnin ein og sér. Fita hefur einnig áhrif á löngunina því hún gefur gott bragð og ekki síst þegar henni er blandað saman við sykur. Fita og sykur gefa gómsæta blöndu sem flestum þykir ljúffeng í munni. I stað löngunar í epli eða appelsínu langar fólk því frekar í sælgæti, eins og t.d. súkku- laði eða ís. í súkkulaði er um 33% af heildarþyngd fita og 57% sykur sem saman gefa yfir 90% af orkunni sem í súkkulaðinu er. Það er ekki spurning að vaninn hefur hér mikil áhrif. Fólk getur vanið sig inn á ákveðnar bragðlínur, ef þannig mætd að orði komast. Þegar við verðum þreytt og orkulídl stjórnast það af vananum hvað við fáum okkur að borða. Þau sem hafa komist upp á lag með sælgætið sækja áfram í þann farveg, á meðan aðrir borða hollari fæðu. Að hætta að borða sælgæti Þegar fólk hættir að borða sætindi verð- ur það gjarnan vart við tómleikadlfmn- ingu, rétt eins og eitthvað vanti. Það verður gjarnan órólegt og fmnst það vera við það að springa. Gott er að reyna að fá sér sæta, ferska ávexti þegar löngunin gerir vart við sig. Þegar sætu- þörfin verður sem sterkust geta ferskir ávextir oft ekki hjálpað. Þá er gott að reyna þurrkaða ávexti, t.d. rúsínur eða apríkósur. Hjá sumum dugir það einnig illa og má þá reyna að borða hnetur eða möndlur með þurrkuðu ávöxt- unum. Þá erum við farin að fá meiri fitu sem dregur úr tómleikatilfmningunni og gefur gott bragð í munni. Orkubombur Eins og áður hefur komið fram vex sætuþörfm gjarn- an í lok vinnudags og því verður oft freistandi að kaupa sér sætindi þá, t.d. á leið heim úr vinnu. Ef ég (kona á besta aldri) borða eitt stórt Snikkers (100 g) 58 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.