Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 12

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 12
Viðtal: Linda Blöndal Reynsluheimur okkar er öðruvísi Rætt við Katrínu Júlíusdóttur Ummælin „Ég er kapítalisti á daginn og kommúnisti á kvöldin," vöktu athygli á Kötu á þeim tíma sem hún var yfirlýst róttæk félagshyggjukona í stúdentapólitíkinni. Á milli Röskvufunda og inn á milli mann- fræðitíma rak hún nefnilega barnafataverslun föður síns, Lipurtá. Ungur aldur Kötu í slíku vafstri var vissulega óvenjuleg staðreynd, sér í lagi þar sem þarna var stelpa á ferð sem hafði í raun séð um verslunarreksturinn síðan hún var 19 ára. Það varð þó fljótt Ijóst að Lipurtá myndi víkja fyrir stjórnmálunum enda þrffst konan á hugsjónum öðru fremur. Katrín Júlíusdóttir var kjörin formaður Ungra jafn- aðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, með yfirburðum fyrir nokkrum vikum. Kata Júl., hinn tryggi Kópavogsbúi, hefur á sínum 26 árum eytt meiri tíma í stjórnmálavafstur en annað ungt fólk. „Ég varð snemma fyrir áhrifum frá m.a. Ólafi Ragnari og Margréti Frfmanns og 18 ára tók ég þátt í að stofna ungliðahreyfingu Alþýðubandalagsins í Kópavogi ásamt vinum mínum úr MK," segir hún. Fáeinum árum síðar tók hún vió sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs en að baki er einnig seta í fjölmörgum stjórnum og nefndum Alþýðubandalagsins. í dag er Kata í fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinnar og varamaður í útvarpsráði, fyrir utan að vera félagi í Amnesty International og Rauða krossinum þó ekki sé hún eins virk þar og í Samfylkingunni. Hún segist hafa verið sein til að tala á stórum fundum og að það sé í raun stutt síðan hún stóð upp í pontu í fyrsta sinn til að taka til máls á slíkum vettvangi. Hún segist hafa verið þeim mun virkari á minni fundum þarsem ræðustóll varvíðs fjarri. Aðspurð um áhugann á pólitík, sem mörgu ungu fólki virðist leiðast, segist hún ekki getað bent á neitt eitt. „Foreldrar mínir hafa aldrei verið flokksbundin og við vorum bara hefðbundin fimm manna fjölskylda sem horfði saman á fréttirnar og ræddi málin. Kannski má rekja þetta til þess þegar ég fékk að vaka lengur eftir Tomma og lenna, þá horfði maður alltaf á fréttir fyrst," segir hún en bætir við að snemma hafi hún haft mikla samkennd með þriðja heiminum og á tíma séð fyrir sér að verða framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð annars fyrir áhrifum frá mörgum, tileinka mér það besta frá þeim," segir hún varðandi sérstakar fyrirmyndir. Sumir eru þó hærra skrifaðir en aðrir og má þar nefna Ingibjörgu Sólrúnu og svo Júlíus, föður hennar sem tók Kötu sína unga með sér um allt, sérstaklega eftir að tvíburabræður hennar fæddust. „Það er oft mikil karlastemning í pólitíkinni og það gæti jafnvel verið ein skýringin á því að færri ungar konur stoppa við í pólitísku starfi en karlar. Ég hef þó verið heppin og eignast marga góða vini í mínum störfum." Hvort það gæti breytt miklu að formaður Ungra jafnaðarmanna sé kvenkyns segist Kata ekki vera viss um en vonar þó svo sannarlega að það hafi áhrif. í framkvæmdaráði Ungra jafnaðarmanna séu nú fjórar konur og tveir karlar, konurnar séu mjög öflugar og samþykktar hafi verið afdráttariausar ályktanir í jafnréttismálum byggðar á hugmyndum um freisi ein- staklingsins. „Mér finnst þetta mikilvægt því okkar reynsluheimur er öðruvísi og konur eru m.a. annarskonar stjórnmálamenn en karlar. Þær eru oft betur undirbúnar og minna í hörðum rökræðum á staðnum. f embætti virðist spurningin þó meira vera um hver konan sé," segir hún. Kata starfar hjá vefþróunarfyrirtækinu Innn og framtíðarplönin eru þessa dagana á sviði tölvunar- fræða. Framkvæmdastjórastaðan innan Sameinuðu þjóðanna hefur þá að mestu vikið fyrir öðru, segir Kata sposk en uppeldi einkasonarins, Júlíusar, sem er tæplega tveggja ára er vissulega framtíðin. „Við foreldrarnir erum búin að ákveða að gefa honum eld- hús í jólagjöf. Drengurinn er bókstaflega óður í alls konar potta, pönnur og sleifar. Hann er alltaf að elda eitthvað svo þetta er draumajólagjöfin f ár". 12 Katrín Júlíusdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.