Vera - 01.10.2000, Qupperneq 14
Viðtal: Erna Kaaber
Hildur
Kjarnakonur
í bókaútgáfu
Nýtt og kvennavænt bókaforlag var stofnað
um mitt ár af tveimur kjarnakonum sem létu
ekki þar við sitja heldur gefa út tíu bækur nú
fyrir jólin. Á listanum eru skáldsögur, viðtals-
bók, barnabækur og handbækur og af tíu
titlum eru sex íslenskir.
Þær Hildur Hermóðsdóttir og Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir sátu ekki við orðin tóm þegar þeim var
Ijóst að þær áttu skoðanasystur í hvor annarri. Þær
voru báðar þreyttar á þeim athyglisskorti sem þær
segja konur líða á bókamarkaði og eftir áralanga
reynslu af bókaútgáfu, Hildur stjórnaði barnabókaút-
gáfu hjá Máli og menningu og Þóra var aðstoðamaður
útgáfustjóra hjá sama fyrirtæki í sjö ár, ákváðu þær að
taka málin í sínar hendur og snúa sér að eigin rekstri.
í júní keyptu þær heimingshlut í bókaforlaginu Bjarti
og settu á stofn hliðarbókaforlag við Bjart, Sölku.
Hildur: Nafnið Salka er náttúrulega tilvísun í hina einu
sönnu Sölku Völku sem var kona sem stendur uppi
sem sigurvegari í karlaheimi.
Þóra: í stórum bókaforlögum vinnur hver og einn á svo
afmörkuðu sviði og mig langaði til að prófa margt
fleira, allt ferlið. í minna
fyrirtæki, eins og Salka er,
þá verður maður að læra
alit strax og það hefur
gengið vonum framar.
Margar þeirra bóka
sem ná efst á metsölu-
listann fyrir jólin fjalla
um merka karlmenn
íslandssögunnar og eru
skrifaðar af karlmönnum.
Konur hafa ekki verið
eins áberandi á þessum
listum, hvorki sem
höfundar né viðfangs-
efni. En Salka er tilkomin
meðal annars til að auka
hlut kvenna.
Hildur: Við erum að reyna að bæta úr þessu með
bókaflokknum; Mynd af konu, en það er bara fyrsta
bókin í þessum flokki þar sem við ætlum að fjalla um
lífshlaup merkra kvenna.
Þóra: Við erum sannfærðar um að það er mikill áhugi
úti í þjóðfélaginu líka.
Hildur: Við eigum engar konur í sögunni sem hafa slegið
eins um sig og t.d. Einar Ben, konur eru svo hógværar.
Þóra: Konur eru allt of hógværar og það er ekki tekið
tillit til þeirra eðlis í viðskiptalífinu.
Hildur: Hvorki í viðskiptalífinu né annarsstaðar eins
og dæmin sanna. Við ætlum að gera konur sýnilegri
með öllum tiltækum ráðum
Þóra: Hvetja þær til dáða.
Hildur: Gefa út verkin þeirra, skrifa sögu merkra
kvenna, endurútgefa klassískar bókmenntir kvenna
sem hafa ekki fengið nægilega athygli.
Þóra: Rannsóknir hafa sýnt að konur eru í meirihluta
lesenda og kaupenda.
Hildur: Konur eru stór
lesendahópur og þær lesa í
rauninni allt frá unga aldri.
Við ætlum að leita að
bókum þar sem konum eru
gefnar sterkar fyrirmyndir.
Þóra: Heimur kvenna er
bara ekki sá sami og
heimur karla.
Þær segja að kvennafor-
lögum hafi víða vegnað vel
í öðrum löndum, t.d. er eitt
í Kanada sem var stofnað af
tveimur konum sem byrj-
uðu smátt fyrir nokkrum
árum en það er nú eitt
stærsta forlagið í Kanada.
Virago í Bretlandi gangi líka mjög vel en það hefur
gefið út gagnlegar og fjölbreytilegar bækur sem hafa
vakið mikla athygli.
Þóra: Við sjáum að það er margt að gerast hjá konum,
kvennaforlög spretta hratt upp út um allan heim og hér
á landi má benda á átakið, Auður í krafti kvenna. Þar er
fullt út úr dyrum og mikil eftirspurn. Þegar konur fá
hvatninguna rjúka þær af stað. Ég gæti trúað því að á
næstu árum muni eignahlutfall kvenna í fyrirtækjum
aukast mjög mikið. Það er um 18% í dag sem er allt of
lítið.
Hildur: Það er eitthvað að breytast. Maður sér þetta
líka á bókamarkaðnum, það er kvennabylgja í gangi.
Þóra: Við höfum fengið gífurlega góðar viðtökur og
sjáum ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnar.
Vonandi verður þetta til þess að önnur bókaforlög auki
sína bókaútgáfu fyrir konur.
Auk glæsilegra bókatitla gefa þær stöllur einnig út
dagatal fyrir árið 2001, skreytt íslenskum úrvals-
karlmönnum sem allir tengjast menningu og listum á
einn eða annan hátt og það komust færri að en vildu.
Þóra: Hér hringdi síminn og menn voru að spyrja hvort
það ætti að gera dagatal með íslenskum úrvals-
karlmönnum án þeirra. Við erum enn að fá slfk símtöl.
Myndirnar, sem teknar voru af Grétu S.Guðjónsdóttur,
eru sérlega fallegar og til prýði á hverjum vegg.
Dagatalið er gæluverkefni sem hófst með flissi yfir
kaffibolla. Það er eitt af því skemmtilega hjá okkur, við
fáum hugmyndir og getum framkvæmt þær.
Þóra
14