Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 20
Hvað stendur á launaseðlinum þínum? þurfum auðvitað að gera upp kassann og þar verður allt að vera rétt. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Æi, ég veit ekki, helst að það er mikið af krökkum á mfnum aldri að vinna þarna. Pað er ekkert gamalt fólk, bara svona frá sextán til tvítugs og reyndar yngri krakkar, alveg niður í 9. bekk. Hvað finnst þér Ieiðinlegast? Vinnutíminn, að vinna frá 12-20 alla daga, klukkan er orðin svo margt þegar ég er búin að ég næ ekki að gera neitt. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu? Við fáum afslátt af heita matnum sem er seldur í búðinni og svo held ég að við fáum einhvern afslátt ef við stofnum reikning og látum skrifa hjá okkur. Launin þyrftu að duga fyrir framfærslu Nafn: Patrycja Wodkowska Aldur: 26 ár Menntun: Ég er menntuð sem Ijósmóðir í Póllandi en það er tveggja og hálfs árs nám að loknu stúdents- prófi. Fékk hvorki leyfi til að starfa á íslandi sem Ijós- móðir né sjúkraliði. Mér finnst það svolítið ósann- gjarnt. Lauk sjúkraliðanámi á íslandi síðastiiðið vor. Starf: Sjúkraliði Vinnustaður: Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Starfsaldur: Ég hef unnið á Grund frá janúar 1998. í Póllandi vann ég í átta mánuði á fæðingardeild að námi loknu. Laun: Grunnlaun miðað við 100% starf eru 104.178 kr. á mánuði. Er í 80% starfi og þá eru grunnlaunin 83.342 kr. Heildarlaun með vaktaálagi og yfirvinnu eru 124.208 kr. Útþorguð laun 94.085 kr. á mánuði. Fjölskylduhagir: í sambúð með íslenskum kærasta, barnlaus. Vinnutími: Vinn aðra hverja helgi og auk þess þrjár morgun- eða kvöldvaktir á viku. Vegna manneklu á Grund reyni ég svo að taka aukavaktir. Ertu ánægð með launin? Ég er með betri laun hér á íslandi en ég hafði f Póllandi þegar ég vann þar sem Ijósmóðir. Ástandið á ísiandi hefur hins vegar breyst síðan ég flutti. Verðlag hefur hækkað, húsnæði og allt. Ég bý núna með kærastanum mínum og við skiptum leigunni og öllum kostnaði. Ef ég væri ein og þyrfti að borga 40.000 - 50.000 kr. fyrir íbúð hrykkju launin varla til. Launin eru þannig lág miðað við íslenskt verðiag. Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? Ég vil fá það mikið að ég geti áhyggjulaust borgað húsaleigu, sinnt áhugamálum mínum og yfirleitt haft nóg, jafnvel þótt ég væri með fjölskyldu. Ég veit ekki, kannski 140.000 - 150.000 kr. á mánuði. Hvert stefnir þú í starfi? 1. desember byrja ég að vinna sem sjúkraliði á Kvennadeild Landspítalans, það þýðir reyndar launalækkun en ég geri það til að fá víðtækari starfsreynslu. í framtíðinni stefni ég á háskóianám á íslandi. Ég vonast til að byrja í hjúkrunarfræði næsta haust og vonandi get ég unnið sem Ijósmóðir, eins og ég hef menntað mig til, ein- hverntíma f framtíðinni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég held hjúkrunarfræðingur eða kennari. Ég og systur mínar vorum alltaf að leika með sprautur og svoleiðis. Starfsábyrgð og skyldur: Ég vinn sem sjúkraliði og er hópstjóri á deiídinni. Hópstjóri gerir skýrslur og stjórnar og skipuleggur daginn í fjarveru deildar- stjóra. Hringir út aukavaktir þegar vantar fólk, gefur lyf, skiptir um umbúðir og ber ábyrgð á daglegu starfi á deildinni. Þá sinni ég undirbúningi þegargamla fólkið fer til læknis og svoleiðis í samvinnu við deildarstjóra. Auk þess auðvitað að taka þátt í allri daglegri umönnun. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki. Stundum er vinnan erfið en það að hjálpa einhverjum gefur manni eitthvað til baka. Og þegar gamla fólkið og ættingjarnir eru ánægð og allt gengur vel þá er ég ánægð. Hvað finnst þér leiðinlegast? Pað vantar alltaf starfsfólk á svona stofnun og því er mikið álag á þau sem eru að vinna. Þá gengur mjög illa að fá menntað fólk til starfa. Á sumrin koma skólakrakkar, sem getur 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.